Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Heimir Már Pétursson og Snorri Másson skrifa 19. maí 2021 18:48 Guðlaugur Þór Þórðarson og Sergei Lavrov klessa hann fyrir sögulegan fund Rússa og Bandaríkjamanna í Hörpu. Utanríkisráðuneytið Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. Lavrov snæðir kvöldverð í Hörpu áður en fundurinn hefst, en rússneski ráðherrann mætti á staðinn núna fyrir stuttri stundu. „Horfirðu björtum augum til fundarins?“ spurði fréttamaður Stöðvar 2 ráðherrann, sem svaraði um hæl: „Ég er bara að horfa á þig“ - á ensku: „I am looking forward at you.“ Þar lék Lavrov á fréttamann, sem orðrétt hafði spurt í sakleysi sínu: „Are you looking forward to the meeting?“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra virtist ánægður með Lavrov þar sem þeir hittu fréttamenn áður en Lavrov gekk til kvöldverðar. Fyrr í kvöld sagði Guðlaugur Þór að það yrði stórkostlegt ef fundurinn bæri árangur. „En aðalatriðið, og ég lagði á það áherslu, er að menn hittist sérstaklega. Orð eru til alls fyrst. Almenna reglan er sú að þegar menn hittast augliti til auglitis þá hefur það góð áhrif. Við vitum að það er af mörgu að taka og vitum að það er spenna á milli og það er gott að Reykjavík sé vettvangur til að þeir ræði saman,“ sagði Guðlaugur Þór í viðtali við Stöð 2, þar sem hann beið spenntur ásamt fjölda fólks í Hörpu eftir að Lavrov renndi í hlað. Í dag hefur utanríkisráðherra átt tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum einstakra ríkja. Hann fundaði meðal annars með með Anne Linde utanríkisráðherra Svíþjóðar og Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands. Haavisto segir í viðtali við Stöð 2 að fundir Norðurskautsráðsins mjög mikilvæga þar sem hefðbundnum átökum ríkja sé haldið utan við umræður um sjálfbæra þróun norðurskautsins. Ísland lætur nú af formennsku í Norðurskautsráði. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður bæði þegar við tókum við og núna, en það er gaman að í raun allir segi að við getum verið mjög stolt af okkar framgöngu,“ sagði Guðlaugur um þau tímamót. Utanríkismál Bandaríkin Rússland Harpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskir ráðamenn þrýstu á Blinken um lausn fyrir botni Miðjarðarhafs Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna. 18. maí 2021 20:01 Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. 18. maí 2021 15:53 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Lavrov snæðir kvöldverð í Hörpu áður en fundurinn hefst, en rússneski ráðherrann mætti á staðinn núna fyrir stuttri stundu. „Horfirðu björtum augum til fundarins?“ spurði fréttamaður Stöðvar 2 ráðherrann, sem svaraði um hæl: „Ég er bara að horfa á þig“ - á ensku: „I am looking forward at you.“ Þar lék Lavrov á fréttamann, sem orðrétt hafði spurt í sakleysi sínu: „Are you looking forward to the meeting?“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra virtist ánægður með Lavrov þar sem þeir hittu fréttamenn áður en Lavrov gekk til kvöldverðar. Fyrr í kvöld sagði Guðlaugur Þór að það yrði stórkostlegt ef fundurinn bæri árangur. „En aðalatriðið, og ég lagði á það áherslu, er að menn hittist sérstaklega. Orð eru til alls fyrst. Almenna reglan er sú að þegar menn hittast augliti til auglitis þá hefur það góð áhrif. Við vitum að það er af mörgu að taka og vitum að það er spenna á milli og það er gott að Reykjavík sé vettvangur til að þeir ræði saman,“ sagði Guðlaugur Þór í viðtali við Stöð 2, þar sem hann beið spenntur ásamt fjölda fólks í Hörpu eftir að Lavrov renndi í hlað. Í dag hefur utanríkisráðherra átt tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum einstakra ríkja. Hann fundaði meðal annars með með Anne Linde utanríkisráðherra Svíþjóðar og Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands. Haavisto segir í viðtali við Stöð 2 að fundir Norðurskautsráðsins mjög mikilvæga þar sem hefðbundnum átökum ríkja sé haldið utan við umræður um sjálfbæra þróun norðurskautsins. Ísland lætur nú af formennsku í Norðurskautsráði. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður bæði þegar við tókum við og núna, en það er gaman að í raun allir segi að við getum verið mjög stolt af okkar framgöngu,“ sagði Guðlaugur um þau tímamót.
Utanríkismál Bandaríkin Rússland Harpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskir ráðamenn þrýstu á Blinken um lausn fyrir botni Miðjarðarhafs Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna. 18. maí 2021 20:01 Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. 18. maí 2021 15:53 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Íslenskir ráðamenn þrýstu á Blinken um lausn fyrir botni Miðjarðarhafs Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna. 18. maí 2021 20:01
Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. 18. maí 2021 15:53