Meðlimir hópsins líklegast smitast á hótelinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2021 14:43 Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld. Gísli Berg Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld eftir að Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn meðlimur hópsins, greindist með kórónuveiruna. Það verði að koma í ljós hvort hinir meðlimir gagnamagnsins verði í græna herberginu á keppninni á morgun. Hvernig líður hópnum? „Ég held það séu fyrst og fremst vonbrigði og fyrst og fremst umhyggja með þeim sem eru smituð í hópnum okkar. Þetta er alveg ótrúleg óheppni að þetta séum við sem lendum í þessu. En ég hef gjarnan sagt að það hefði verið ótrúlegt að fara í gegnum þessa keppni án þess að neitt kæmi upp, en mikið afskaplega vildi ég að þetta hefðum ekki verið við, en það er því miður svona,“ segir Felix. Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Jóhann Sigurður segir frá því að hann sé smitaður í tilfinningaþrungnu „story“ á Instagram-síðu Gagnamagnsins. Einn fyrir alla og allir fyrir einn Felix segir það ekki koma til greina að hópurinn flytji atriðið á morgun án Jóhanns. „Það gengur ekki fyrir Gagnamagnið. Þar er einn fyrir alla og allir fyrir einn og atriðið hefði ekki gengið upp án þess að allir væru á sviði og það verður því notast við æfinguna. Daði er mjög ákveðinn í því. Gagnamagnið var sett saman til að taka þátt í Eurovision og ef einn vantar þá stíga þau ekki á svið, það er bara mjög virðingarverð afstaða og í raun hefði það ekki gengið. Þetta er búið að vera í æfingu í marga mánuði með þessa sex aðila og það hefði enginn geta stigið inn í þetta. Þau eru þrjú sem spila á gítar og ef að einn vantar þá er hringurinn ekki fullkomnaður og þetta gekk bara ekki upp svona,“ segir Felix. Felix segir að sem betur fer finni Jóhann og hinn smitaði einstaklingurinn, sem tilheyrir hópnum, lítið fyrir veikindunum. Þá segir hann smitin hafi komið öllum í opna skjöldu enda hafi hópurinn farið einstaklega varlega í Rotterdam. Ekki hefur verið gefið upp hver sá fyrsti sem smitaðist í hópnum er en Felix segir að um sé að ræða starfsmann í hópnum. „Eitthvað sem hefur gert á hótelinu“ „Einn af þeim sem er að vinna að atriðinu og öðru slíku. Þetta er fjórtán manna hópur sem hefur verið að vinna að þessu verkefni og það hefur engin utanaðkomandi komið inn í þennan hóp. Við höfum afþakkað allar heimsóknir. Hér hafa fjölmargir vilja koma hitta okkur, sendiherrar og aðrir og stuðningsmenn, en við höfum hafnað öllum heimsóknum. Við tókum ekki maka með að þessu sinni og það eru engir foreldrar í heimsókn. Það er engin hér nema við. Þetta er eitthvað sem hefur gerst hér inni á hótelinu og við höfum ekki hugmynd um hvernig þetta hefur gerst,“ segir Felix. Telur að Íslendingar verði stoltir Felix segir æfingu Gagnamagnsins, sem verður notuð í dómararennslinu í kvöld og sömuleiðis annað kvöld, hafa gengið mjög vel. „Ég held að Íslendingar verði mjög stoltir þegar þetta birtist á skjánum annað kvöld. Lagið og atriðið stendur algjörlega fyrir sínu og þetta er auðvitað fyrst og fremst sjónvarpsþáttur,“ segir Felix Bergsson. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Hvernig líður hópnum? „Ég held það séu fyrst og fremst vonbrigði og fyrst og fremst umhyggja með þeim sem eru smituð í hópnum okkar. Þetta er alveg ótrúleg óheppni að þetta séum við sem lendum í þessu. En ég hef gjarnan sagt að það hefði verið ótrúlegt að fara í gegnum þessa keppni án þess að neitt kæmi upp, en mikið afskaplega vildi ég að þetta hefðum ekki verið við, en það er því miður svona,“ segir Felix. Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Jóhann Sigurður segir frá því að hann sé smitaður í tilfinningaþrungnu „story“ á Instagram-síðu Gagnamagnsins. Einn fyrir alla og allir fyrir einn Felix segir það ekki koma til greina að hópurinn flytji atriðið á morgun án Jóhanns. „Það gengur ekki fyrir Gagnamagnið. Þar er einn fyrir alla og allir fyrir einn og atriðið hefði ekki gengið upp án þess að allir væru á sviði og það verður því notast við æfinguna. Daði er mjög ákveðinn í því. Gagnamagnið var sett saman til að taka þátt í Eurovision og ef einn vantar þá stíga þau ekki á svið, það er bara mjög virðingarverð afstaða og í raun hefði það ekki gengið. Þetta er búið að vera í æfingu í marga mánuði með þessa sex aðila og það hefði enginn geta stigið inn í þetta. Þau eru þrjú sem spila á gítar og ef að einn vantar þá er hringurinn ekki fullkomnaður og þetta gekk bara ekki upp svona,“ segir Felix. Felix segir að sem betur fer finni Jóhann og hinn smitaði einstaklingurinn, sem tilheyrir hópnum, lítið fyrir veikindunum. Þá segir hann smitin hafi komið öllum í opna skjöldu enda hafi hópurinn farið einstaklega varlega í Rotterdam. Ekki hefur verið gefið upp hver sá fyrsti sem smitaðist í hópnum er en Felix segir að um sé að ræða starfsmann í hópnum. „Eitthvað sem hefur gert á hótelinu“ „Einn af þeim sem er að vinna að atriðinu og öðru slíku. Þetta er fjórtán manna hópur sem hefur verið að vinna að þessu verkefni og það hefur engin utanaðkomandi komið inn í þennan hóp. Við höfum afþakkað allar heimsóknir. Hér hafa fjölmargir vilja koma hitta okkur, sendiherrar og aðrir og stuðningsmenn, en við höfum hafnað öllum heimsóknum. Við tókum ekki maka með að þessu sinni og það eru engir foreldrar í heimsókn. Það er engin hér nema við. Þetta er eitthvað sem hefur gerst hér inni á hótelinu og við höfum ekki hugmynd um hvernig þetta hefur gerst,“ segir Felix. Telur að Íslendingar verði stoltir Felix segir æfingu Gagnamagnsins, sem verður notuð í dómararennslinu í kvöld og sömuleiðis annað kvöld, hafa gengið mjög vel. „Ég held að Íslendingar verði mjög stoltir þegar þetta birtist á skjánum annað kvöld. Lagið og atriðið stendur algjörlega fyrir sínu og þetta er auðvitað fyrst og fremst sjónvarpsþáttur,“ segir Felix Bergsson.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira