Bitcoin og aðrar rafmyntir í frjálsu falli Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 15:31 Bitcoin hafði þegar mest var tapað tæpum þrjátíu prósentum af verðmæti sínu á einum sólarhring. EPA/SASCHA STEINBACH Rafmyntin Bitcoin hefur hrunið í virði í dag. Virði myntarinnar hefur lækkað stöðugt undanfarna fimm daga en botninn virðist taka úr þegar ráðmenn í Kína tilkynntu að herða ætti ólarnar á rafmyntum þar í landi. Þegar mest var hafði virði Bitcoin lækkað um nærri því þrjátíu prósent, þó það hafi hækkað eitthvað í kjölfarið. Aðrar vinsælar rafmyntir, eins og Ehterium, fengu sambærilega og jafnvel verri útreið í dag, samkvæmt frétt Financial Times. Miðillinn segir að rafmyntir hefðu misst rúmlega átta milljarða dala í virði á undanförnum sólarhring. Fjármálafyrirtæki í Kína voru vöruð við því að taka við rafmyntum í greiðslu fyrir vörur og þjónustu en yfirvöld víða um heim hafa verið að beina sjónum sínum að rafmyntum, sem hafa hingað til lútað litlum sem engum lögum og reglum. Í tilkynningu frá Seðlabanka Kína sem gefin var út í gær segir að rafmynt sé ekki „raunverulegur gjaldmiðill“ og þær ættu ekki að vera notaðar sem slíkar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld í Kína grípa til aðgerða gegn rafmyntum en öllum kauphöllum um rafmyntir var lokað þar í landi árið 2017. Þá hafa rafmyntir einnig verið undir þrýstingi vegna áhyggja af því hve „námuvinnsla“ þeirra er orkufrek. Til að mynda tilkynnti Tesla að fyrirtækið myndi ekki taka við Bitcoin sem greiðslu og þá vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri, hafði áður tilkynnt að tekið yrði á móti Bitcoin en snerist hugur. Hann hefur verið ötull talsmaður rafmynta. Rafmyntir Kína Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þegar mest var hafði virði Bitcoin lækkað um nærri því þrjátíu prósent, þó það hafi hækkað eitthvað í kjölfarið. Aðrar vinsælar rafmyntir, eins og Ehterium, fengu sambærilega og jafnvel verri útreið í dag, samkvæmt frétt Financial Times. Miðillinn segir að rafmyntir hefðu misst rúmlega átta milljarða dala í virði á undanförnum sólarhring. Fjármálafyrirtæki í Kína voru vöruð við því að taka við rafmyntum í greiðslu fyrir vörur og þjónustu en yfirvöld víða um heim hafa verið að beina sjónum sínum að rafmyntum, sem hafa hingað til lútað litlum sem engum lögum og reglum. Í tilkynningu frá Seðlabanka Kína sem gefin var út í gær segir að rafmynt sé ekki „raunverulegur gjaldmiðill“ og þær ættu ekki að vera notaðar sem slíkar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld í Kína grípa til aðgerða gegn rafmyntum en öllum kauphöllum um rafmyntir var lokað þar í landi árið 2017. Þá hafa rafmyntir einnig verið undir þrýstingi vegna áhyggja af því hve „námuvinnsla“ þeirra er orkufrek. Til að mynda tilkynnti Tesla að fyrirtækið myndi ekki taka við Bitcoin sem greiðslu og þá vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri, hafði áður tilkynnt að tekið yrði á móti Bitcoin en snerist hugur. Hann hefur verið ötull talsmaður rafmynta.
Rafmyntir Kína Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira