Hættustigi lýst yfir í Austur-Skaftafellssýslu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 22:46 Óvenju mikið hefur verið um gróðurelda síðustu vikur. vísir/vilhelm Hættustigi hefur nú verið lýst yfir í Austur Skaftafellssýslu vegna hættu á gróðureldum. Nánast allur vesturhelmingur landsins er nú skilgreindur sem hættusvæði en Austur Skaftafellssýsla er eina svæðið á austurhelmingi landsins þar sem hættustigi hefur verið lýst yfir. Afar lítil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu vikur og er áfram þurrkatíð í kortunum. Þær litlu skúrir sem hafa komið síðastliðna daga hafa ekki verið nægilegar til að bleyta jarðveginn upp heldur hefur vætan gufað hratt upp. Þá hefur næturkuldi heldur ekki hjálpað til. Mynd frá almannavörnum. Á gula svæðinu er nú í gildi hættustig en á ljósgulu höfuðborgarsvæðinu er óvissustig í gildi.almannavarnir Þegar hættustig vegna gróðurelda er í gildi á svæði er bann þar við öllum opnum eldi. Almannavarnir ítreka í tilkynningu að það hafi líklega aldrei verið mikilvægara en nú að fara sérstaklega varlega með eld á grónum svæðum, sleppa grillnotkun og notkun á verkfærum sem hitna. „Sumarbústaðaeigendur í grónu landi eru hvattir til að vera undir það búnir að ráða við minniháttar eld, því hver sekúnda getur skipt máli. Hægt er að verja hús og nánasta umhverfi og slökkva elda sem eru á byrjunarstigi með lágmarksútbúnaði eins og eldklöppum og garðslöngu. Öryggi viðstaddra er ávallt mikilvægast við slökkvistörf og kalla skal strax út viðbragðsaðila með því að hringja í 112,“ segir í tilkynningunni. Þetta eru rétt viðbrögð við gróðureldum samkvæmt leiðbeiningum almannavarna: Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í Neyðarlínuna 112, greina frá því hvar eldurinn er og lýsa staðsetningu og staðháttum. Leggðu mat á aðstæður og reyndu að slökkva eldinn sem fyrst ef aðstæður leyfa án þess að taka áhættu, hafðu eigið öryggi alltaf í forgangi. Sækja skal að eldi undan vindi þannig að reykmengun hindri ekki yfirsýn og aðgerðir. Reykur frá gróðureldum í of miklu magni getur verið lífshættulegur. Klöppur, skóflur eða önnur áhöld og vatn ættu alltaf að vera tiltæk. Sé ekki ráðið við eldinn, t.d. vegna hvassviðris, skal gera ráðstafanir og mynda eldvarnarlínu í nægilegri fjarlægð undan vindi, til dæmis með því að bleyta í gróðri eða ryðja honum í burtu. Það sem almenningur og sumarhúsaeigendur eru beðnir um að hafa í huga: Ekki kveikja eld innan sem utandyra (vinnuvélar, kamínur, grill, varðeldar, flugeldar og fleira). Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill þar sem gróður er þéttur. Kanna flóttaleiðir við sumarhús. Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun. Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista. Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta). Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er. Gróðureldar á Íslandi Almannavarnir Hornafjörður Tengdar fréttir Tókst að slökkva sinueldana í Hvalfirði um tvöleytið í nótt Slökkvistarfi í Hvalfirði vegna sinuelda lauk um tvöleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar á staðnum, en vel gekk að slökkva eldinn. 19. maí 2021 08:03 Fólk eigi að láta grillið í bústaðnum vera um helgina Hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er víða enn í gildi og var viðbúnaðarstig hækkað á norðvesturhluta landsins í dag. 15. maí 2021 00:03 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Afar lítil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu vikur og er áfram þurrkatíð í kortunum. Þær litlu skúrir sem hafa komið síðastliðna daga hafa ekki verið nægilegar til að bleyta jarðveginn upp heldur hefur vætan gufað hratt upp. Þá hefur næturkuldi heldur ekki hjálpað til. Mynd frá almannavörnum. Á gula svæðinu er nú í gildi hættustig en á ljósgulu höfuðborgarsvæðinu er óvissustig í gildi.almannavarnir Þegar hættustig vegna gróðurelda er í gildi á svæði er bann þar við öllum opnum eldi. Almannavarnir ítreka í tilkynningu að það hafi líklega aldrei verið mikilvægara en nú að fara sérstaklega varlega með eld á grónum svæðum, sleppa grillnotkun og notkun á verkfærum sem hitna. „Sumarbústaðaeigendur í grónu landi eru hvattir til að vera undir það búnir að ráða við minniháttar eld, því hver sekúnda getur skipt máli. Hægt er að verja hús og nánasta umhverfi og slökkva elda sem eru á byrjunarstigi með lágmarksútbúnaði eins og eldklöppum og garðslöngu. Öryggi viðstaddra er ávallt mikilvægast við slökkvistörf og kalla skal strax út viðbragðsaðila með því að hringja í 112,“ segir í tilkynningunni. Þetta eru rétt viðbrögð við gróðureldum samkvæmt leiðbeiningum almannavarna: Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í Neyðarlínuna 112, greina frá því hvar eldurinn er og lýsa staðsetningu og staðháttum. Leggðu mat á aðstæður og reyndu að slökkva eldinn sem fyrst ef aðstæður leyfa án þess að taka áhættu, hafðu eigið öryggi alltaf í forgangi. Sækja skal að eldi undan vindi þannig að reykmengun hindri ekki yfirsýn og aðgerðir. Reykur frá gróðureldum í of miklu magni getur verið lífshættulegur. Klöppur, skóflur eða önnur áhöld og vatn ættu alltaf að vera tiltæk. Sé ekki ráðið við eldinn, t.d. vegna hvassviðris, skal gera ráðstafanir og mynda eldvarnarlínu í nægilegri fjarlægð undan vindi, til dæmis með því að bleyta í gróðri eða ryðja honum í burtu. Það sem almenningur og sumarhúsaeigendur eru beðnir um að hafa í huga: Ekki kveikja eld innan sem utandyra (vinnuvélar, kamínur, grill, varðeldar, flugeldar og fleira). Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill þar sem gróður er þéttur. Kanna flóttaleiðir við sumarhús. Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun. Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista. Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta). Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er.
Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í Neyðarlínuna 112, greina frá því hvar eldurinn er og lýsa staðsetningu og staðháttum. Leggðu mat á aðstæður og reyndu að slökkva eldinn sem fyrst ef aðstæður leyfa án þess að taka áhættu, hafðu eigið öryggi alltaf í forgangi. Sækja skal að eldi undan vindi þannig að reykmengun hindri ekki yfirsýn og aðgerðir. Reykur frá gróðureldum í of miklu magni getur verið lífshættulegur. Klöppur, skóflur eða önnur áhöld og vatn ættu alltaf að vera tiltæk. Sé ekki ráðið við eldinn, t.d. vegna hvassviðris, skal gera ráðstafanir og mynda eldvarnarlínu í nægilegri fjarlægð undan vindi, til dæmis með því að bleyta í gróðri eða ryðja honum í burtu.
Ekki kveikja eld innan sem utandyra (vinnuvélar, kamínur, grill, varðeldar, flugeldar og fleira). Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill þar sem gróður er þéttur. Kanna flóttaleiðir við sumarhús. Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun. Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista. Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta). Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er.
Gróðureldar á Íslandi Almannavarnir Hornafjörður Tengdar fréttir Tókst að slökkva sinueldana í Hvalfirði um tvöleytið í nótt Slökkvistarfi í Hvalfirði vegna sinuelda lauk um tvöleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar á staðnum, en vel gekk að slökkva eldinn. 19. maí 2021 08:03 Fólk eigi að láta grillið í bústaðnum vera um helgina Hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er víða enn í gildi og var viðbúnaðarstig hækkað á norðvesturhluta landsins í dag. 15. maí 2021 00:03 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Tókst að slökkva sinueldana í Hvalfirði um tvöleytið í nótt Slökkvistarfi í Hvalfirði vegna sinuelda lauk um tvöleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar á staðnum, en vel gekk að slökkva eldinn. 19. maí 2021 08:03
Fólk eigi að láta grillið í bústaðnum vera um helgina Hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er víða enn í gildi og var viðbúnaðarstig hækkað á norðvesturhluta landsins í dag. 15. maí 2021 00:03