Selfosskonur unnu markaleik, drama í blálokin í Boganum og Valskonur gerðu það sem Blikunum tókst ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2021 16:30 Selfosskonur fagna hér marki Caity Heap í Laugardalnum í gær. Vísir/Hulda Margrét Selfoss er áfram með fullt hús á toppi Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta eftir að þær sluppu með öll stigin úr Laugardalnum eftir sjö marka leik. Heil umferð fór fram í Pepsi Max deild kvenna í gær og það voru skoruð sautján mörk í leikjunum sex þar af komu þrettán þeirra í tveimur leikjum. Fylkiskonur urðu síðasta liðið til að ná í stig í gær en það er ekki hægt að sjá annað en að deildin verði mjög jöfn í ár þar sem engin stig fást gefins. Svava Kristín Grétarsdóttir fór yfir leikina fimm í fjórðu umferðinni í gær og smá sjá samantekt hennar hér fyrir neðan. Klippa: Fjórða umferð Pepsi Max deildar kvenna Selfoss vann 4-3 sigur á Þrótti í Laugardalnum og hafa Selfosskonur því unnið alla fjóra leiki sína og skorað í þeim tólf mörk. Selfossliðið komst bæði í 2-0 og 4-2 í leiknum. Brenna Lovera skoraði tvívegis og er markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk. Valur og Breiðablik unnu bæði leiki sína í gær og fylgja Selfyssingum eftir. Valskonur unnu 4-2 sigur á ÍBV í Eyjum þar sem Blikakonur töpuðu 4-2 á dögunum. Blikar þurftu að hafa mikið fyrir 1-0 sigri á nýliðum Tindastóls þar sem þjálfari Stólanna tók því sem miklu hrósi á sitt lið að Íslandsmeistararnir hafi verið að tefja í lokin. Ein mesta dramatíkin var í Boganum á Akureyri þar sem Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar á þriðju mínútu í uppbótartíma. Fylkir og Keflavík gerðu svo 1-1 jafntefli í Árbænum þar sem umdeild vítaspyrna færði heimastúlkum stigið en þær skoruðu jöfnunarmarkið úr frákastinu. Öll umferðin verður svo gerð upp í Pepsi Max mörkum kvenna í kvöld en þátturinn verður á dagskrá klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Þróttur Reykjavík Valur Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Heil umferð fór fram í Pepsi Max deild kvenna í gær og það voru skoruð sautján mörk í leikjunum sex þar af komu þrettán þeirra í tveimur leikjum. Fylkiskonur urðu síðasta liðið til að ná í stig í gær en það er ekki hægt að sjá annað en að deildin verði mjög jöfn í ár þar sem engin stig fást gefins. Svava Kristín Grétarsdóttir fór yfir leikina fimm í fjórðu umferðinni í gær og smá sjá samantekt hennar hér fyrir neðan. Klippa: Fjórða umferð Pepsi Max deildar kvenna Selfoss vann 4-3 sigur á Þrótti í Laugardalnum og hafa Selfosskonur því unnið alla fjóra leiki sína og skorað í þeim tólf mörk. Selfossliðið komst bæði í 2-0 og 4-2 í leiknum. Brenna Lovera skoraði tvívegis og er markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk. Valur og Breiðablik unnu bæði leiki sína í gær og fylgja Selfyssingum eftir. Valskonur unnu 4-2 sigur á ÍBV í Eyjum þar sem Blikakonur töpuðu 4-2 á dögunum. Blikar þurftu að hafa mikið fyrir 1-0 sigri á nýliðum Tindastóls þar sem þjálfari Stólanna tók því sem miklu hrósi á sitt lið að Íslandsmeistararnir hafi verið að tefja í lokin. Ein mesta dramatíkin var í Boganum á Akureyri þar sem Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar á þriðju mínútu í uppbótartíma. Fylkir og Keflavík gerðu svo 1-1 jafntefli í Árbænum þar sem umdeild vítaspyrna færði heimastúlkum stigið en þær skoruðu jöfnunarmarkið úr frákastinu. Öll umferðin verður svo gerð upp í Pepsi Max mörkum kvenna í kvöld en þátturinn verður á dagskrá klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Þróttur Reykjavík Valur Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira