Óháðir aðilar taka út alvarlegar aukaverkanir Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2021 16:06 Farið var í svipaða athugun í upphafi ársins. Vísir/Vilhelm Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að kalla til óháða aðila til að rannsaka andlát og myndun blóðtappa sem tilkynnt hafa verið til Lyfjastofnunar í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Teknar verða fyrir fimm tilkynningar sem borist hafa um andlát, ásamt fimm tilkynningum um myndun blóðtappa. Að sögn stofnunarinnar er þó ekkert sem bendir til orsakasamhengis milli bólusetningar og alvarlegra atvika. „Þegar lyf eru notuð hjá fjölda manns má búast við að margar tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir berist lyfjayfirvöldum. Lyfjayfirvöld óska eindregið eftir slíkum tilkynningum til að hægt sé að meta hvort nýir, óvæntir áhættuþættir lyfja komi í ljós,“ segir í tilkynningu Lyfjastofnunar. Hraðað eins og kostur er Í ljósi þess að um ný bóluefni er að ræða hafi landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar ákveðið að fá óháða aðila til að skoða þessi tíu alvarlegu atvik gaumgæfilega. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta hvort líklegt sé að þessi alvarlegu atvik tengist bólusetningunni eða hvort líklegra sé þau tengist undirliggjandi áhættuþáttum eða sjúkdómum. Að sögn Lyfjastofnunar verður rannsóknin gerð af tveimur óháðum sérfræðingum í lyflækningum og verður henni hraðað eins og kostur er. Engin fjölgun á skráðum dauðsföllum eða blóðsegavandamálum Er um að ræða samskonar athugun og gripið var til í upphafi ársins þegar fimm alvarlegar tilkynningar í hópi aldraðra einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem dvöldu á hjúkrunarheimilum voru teknar til sérstakrar skoðunar. Niðurstaða þeirrar athugunar var að í fjórum tilvikum væri ekki eða ólíklega um orsakatengsl að ræða, það er að aðrar skýringar voru á andláti. Í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu þó líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands. Samhliða þessu vaktar embætti landlæknis tölfræði dauðsfalla og tölfræði ákveðinna sjúkdómsgreininga blóðsega. Hefur embættið ekki orðið vart neinnar aukningar á síðustu vikum og mánuðum miðað við undanfarin ár. Lyfjastofnun hafa alls borist 79 tilkynningar vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Líkt og áður segir hefur ekkert komið fram sem bendir til orsakasamhengis milli bólusetningar og alvarlegra atvika. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Villandi“ heilsíðuauglýsing í Mogga ekki á vegum Lyfjastofnunar Nafnlaus heilsíðuauglýsing sem birtist fyrir mistök í Morgunblaðinu í morgun þar sem óskað var eftir tilkynningum um aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni er ekki á vegum Lyfjastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar segir auglýsinguna villandi. Auglýsandinn segist ekki hafa haft samráð við Lyfjastofnun og vill ekki svara hvernig hann fjármagnaði kaupin. 13. maí 2021 14:33 Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Að sögn stofnunarinnar er þó ekkert sem bendir til orsakasamhengis milli bólusetningar og alvarlegra atvika. „Þegar lyf eru notuð hjá fjölda manns má búast við að margar tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir berist lyfjayfirvöldum. Lyfjayfirvöld óska eindregið eftir slíkum tilkynningum til að hægt sé að meta hvort nýir, óvæntir áhættuþættir lyfja komi í ljós,“ segir í tilkynningu Lyfjastofnunar. Hraðað eins og kostur er Í ljósi þess að um ný bóluefni er að ræða hafi landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar ákveðið að fá óháða aðila til að skoða þessi tíu alvarlegu atvik gaumgæfilega. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta hvort líklegt sé að þessi alvarlegu atvik tengist bólusetningunni eða hvort líklegra sé þau tengist undirliggjandi áhættuþáttum eða sjúkdómum. Að sögn Lyfjastofnunar verður rannsóknin gerð af tveimur óháðum sérfræðingum í lyflækningum og verður henni hraðað eins og kostur er. Engin fjölgun á skráðum dauðsföllum eða blóðsegavandamálum Er um að ræða samskonar athugun og gripið var til í upphafi ársins þegar fimm alvarlegar tilkynningar í hópi aldraðra einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem dvöldu á hjúkrunarheimilum voru teknar til sérstakrar skoðunar. Niðurstaða þeirrar athugunar var að í fjórum tilvikum væri ekki eða ólíklega um orsakatengsl að ræða, það er að aðrar skýringar voru á andláti. Í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu þó líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands. Samhliða þessu vaktar embætti landlæknis tölfræði dauðsfalla og tölfræði ákveðinna sjúkdómsgreininga blóðsega. Hefur embættið ekki orðið vart neinnar aukningar á síðustu vikum og mánuðum miðað við undanfarin ár. Lyfjastofnun hafa alls borist 79 tilkynningar vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Líkt og áður segir hefur ekkert komið fram sem bendir til orsakasamhengis milli bólusetningar og alvarlegra atvika.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Villandi“ heilsíðuauglýsing í Mogga ekki á vegum Lyfjastofnunar Nafnlaus heilsíðuauglýsing sem birtist fyrir mistök í Morgunblaðinu í morgun þar sem óskað var eftir tilkynningum um aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni er ekki á vegum Lyfjastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar segir auglýsinguna villandi. Auglýsandinn segist ekki hafa haft samráð við Lyfjastofnun og vill ekki svara hvernig hann fjármagnaði kaupin. 13. maí 2021 14:33 Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
„Villandi“ heilsíðuauglýsing í Mogga ekki á vegum Lyfjastofnunar Nafnlaus heilsíðuauglýsing sem birtist fyrir mistök í Morgunblaðinu í morgun þar sem óskað var eftir tilkynningum um aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni er ekki á vegum Lyfjastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar segir auglýsinguna villandi. Auglýsandinn segist ekki hafa haft samráð við Lyfjastofnun og vill ekki svara hvernig hann fjármagnaði kaupin. 13. maí 2021 14:33
Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda