Mikil spenna milli Rússa og Bandaríkjamanna í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 20. maí 2021 19:20 Sergei Lavrov og Antony Blinken hittust í fyrsta skipti eftir stjórnarskiptin í Washington á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík. norðurskautsráðið Mikil spenna ríkti milli Bandaríkjamanna og Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík. Rússar gagnrýna NATO ríkin harðlega fyrir hernaðaruppbyggingu við landamæri Rússlands og vilja að yfirmenn herafla Norðurskautsráðsins taki á ný upp reglulega fundi. Sergei Lavrov gagnrýndi viðvarandi staðsetningu herafla Bandaríkjanna og annarra NATO ríkja í Noregi sem hann sagði stefnubreytingu að hálfu Norðmanna. „Að sjálfsögðu látum við okkur það mest varða sem er að gerast næst landamærunum að okkurþ Noregur er okkar nálægasti nágranni sem við höfum mjög góð samskipti við,“ sagði Lavrov á fréttamannafundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í dag. Þrátt fyrir þetta væri herafli NATO ríkja efldur við landamærinn að Rússlandi. Sergei Lavrov hvetur til athafna í stað orða í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands.norðurskautsráðið „Áform um að koma fyrir umfangsmiklum umframherafla í Póllandi sem nú eru til umræðu í Washington eru hrein og klár brot á grundvallarsamkomulagi Rússlands og NATO frá árinu 1997. Ég vona að allar NATO þjóðir geri sér grein fyrir að þetta er ekki spurning um gagnkvæmni, þetta snertir margháttaðar skuldbindingar NATO blokkarinnar gagnvart Rússlandi,“ sagði Lavrov. Rússar vildu endurvekja reglulega fundi yfirmanna herafla ríkja Norðurskautsráðsins til að samræma reglur og aðgerðir í loftferðar- og björgunarmálum. En þeim fundum var hætt eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014. Guðlaugur Þór Þórðarson undirstrikaði mikilvægi þess að óskyldum deilumálum ríkja um öryggis- og varnarmál yrði ekki hleypt inn í Norðurskautsráðið þar sem samstaða hafi ríkt um málefni þess.norðurskautsráðið Guðlaugur Þór brást við þessu með því að minna á að frá stofnun Norðurskautsráðsins hefði ríkt eining um að öryggismál væru þar ekki til umræðu. „Allt annað sem einstök ríki geta gert til að draga úr spennu milli landa er sjálfsagt. Stöðugleiki er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að horfa til með jákvæðum hætti en ég tel mikilvægt að við höldum Norðurskautsráðinu eins og það er,“ sagði Guðlaugur Þór. Þetta er í samræmi við málflutning Bandaríkjastjórnar sem þó hefur aukið viðveru herskipa Atlantshafsflotans í nágrenni Rússlands. Tvíhliða fundur Lavrovs og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Hörpu í gærkvöldi var sagður góður þrátt fyrir greinilega spennu milli ríkjanna. „Við erum þeirrar skoðunar að leiðtogar Rússlands og Bandaríkjanna geti unnið saman og átt samvinnu. Þjóðir okkar, heimsbyggðin öll geta verið öruggari en nú og það er það sem við stefnum að,“ sagði Blinken fyrir fund hans og Lavrovs. Lavrov sagði Rússa og Bandaríkjamenn greina alvarlega á um mat á stöðu alþjóðamála og hvernig koma mætti samskiptum þjóðanna í eðlilegt horf. Tíma yfirlýsinga væri liðinn og tími athafna runninn upp. „Okkar afstaða er mjög einfööld. Við erum reiðubúnir til að ræða öll málefni án undantekninga en með þeim skilyrðum að þær viðræður verði heiðarlegar, með staðreyndir á borðinu og byggi að sjálfsögðu á gagnkvæmri virðingu,“ sagði Sergei Lavrov. Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Rússland Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Sergei Lavrov gagnrýndi viðvarandi staðsetningu herafla Bandaríkjanna og annarra NATO ríkja í Noregi sem hann sagði stefnubreytingu að hálfu Norðmanna. „Að sjálfsögðu látum við okkur það mest varða sem er að gerast næst landamærunum að okkurþ Noregur er okkar nálægasti nágranni sem við höfum mjög góð samskipti við,“ sagði Lavrov á fréttamannafundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í dag. Þrátt fyrir þetta væri herafli NATO ríkja efldur við landamærinn að Rússlandi. Sergei Lavrov hvetur til athafna í stað orða í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands.norðurskautsráðið „Áform um að koma fyrir umfangsmiklum umframherafla í Póllandi sem nú eru til umræðu í Washington eru hrein og klár brot á grundvallarsamkomulagi Rússlands og NATO frá árinu 1997. Ég vona að allar NATO þjóðir geri sér grein fyrir að þetta er ekki spurning um gagnkvæmni, þetta snertir margháttaðar skuldbindingar NATO blokkarinnar gagnvart Rússlandi,“ sagði Lavrov. Rússar vildu endurvekja reglulega fundi yfirmanna herafla ríkja Norðurskautsráðsins til að samræma reglur og aðgerðir í loftferðar- og björgunarmálum. En þeim fundum var hætt eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014. Guðlaugur Þór Þórðarson undirstrikaði mikilvægi þess að óskyldum deilumálum ríkja um öryggis- og varnarmál yrði ekki hleypt inn í Norðurskautsráðið þar sem samstaða hafi ríkt um málefni þess.norðurskautsráðið Guðlaugur Þór brást við þessu með því að minna á að frá stofnun Norðurskautsráðsins hefði ríkt eining um að öryggismál væru þar ekki til umræðu. „Allt annað sem einstök ríki geta gert til að draga úr spennu milli landa er sjálfsagt. Stöðugleiki er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að horfa til með jákvæðum hætti en ég tel mikilvægt að við höldum Norðurskautsráðinu eins og það er,“ sagði Guðlaugur Þór. Þetta er í samræmi við málflutning Bandaríkjastjórnar sem þó hefur aukið viðveru herskipa Atlantshafsflotans í nágrenni Rússlands. Tvíhliða fundur Lavrovs og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Hörpu í gærkvöldi var sagður góður þrátt fyrir greinilega spennu milli ríkjanna. „Við erum þeirrar skoðunar að leiðtogar Rússlands og Bandaríkjanna geti unnið saman og átt samvinnu. Þjóðir okkar, heimsbyggðin öll geta verið öruggari en nú og það er það sem við stefnum að,“ sagði Blinken fyrir fund hans og Lavrovs. Lavrov sagði Rússa og Bandaríkjamenn greina alvarlega á um mat á stöðu alþjóðamála og hvernig koma mætti samskiptum þjóðanna í eðlilegt horf. Tíma yfirlýsinga væri liðinn og tími athafna runninn upp. „Okkar afstaða er mjög einfööld. Við erum reiðubúnir til að ræða öll málefni án undantekninga en með þeim skilyrðum að þær viðræður verði heiðarlegar, með staðreyndir á borðinu og byggi að sjálfsögðu á gagnkvæmri virðingu,“ sagði Sergei Lavrov.
Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Rússland Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent