150 mega hittast og almenn grímuskylda heyrir sögunni til Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 11:05 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti afléttingu takmarkana vegna kórónuveirunnar eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm 150 mega koma saman frá og með næsta þriðjudegi og fyrstu skref verða tekin í að aflétta grímuskyldu. Þetta staðfesti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra rétt í þessu. Ríkisstjórnarfundi lauk nú fyrir stuttu þar sem tillögur sóttvarnalæknis um afléttingu takmarkana voru til umræðu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti nýjar reglur nú fyrir stuttu. Þessar nýju takmarkanir taka gildi næsta þriðjudag, 25. maí, og munu gilda fram til 16. júní hið minnsta. Fyrstu skrefin verða tekin í að aflétta grímuskyldu og nú verður grímuskylda aðeins í gildi á svæðum þar sem fólk er í merktum sætum, til dæmis á tónleikum, í leikhúsi, nuddi og klippingu og svo framvegis. Fólk mun hins vegar ekki þurfa að bera grímu í verslunum til dæmis. Á sitjandi viðburðum fara fjöldatakmarkanir upp í 300 manns og þá verður leyfilegur fjöldi aukinn í sundlaugum, á líkamsræktarstöðvum og á skíðasvæðum þannig að starfsemi verður óskert. Fólk mun þó þurfa að halda áfram að skrá sig í tíma en starfsemin verður að öðru leyti óskert. Tveggja metra reglan verður einnig tekin úr gildi á veitingastöðum sem Svandís segir mikilvægt fyrir rekstur þeirra. Veitingastaðir munu einnig fá að hafa opið lengur. Frá og með næsta þriðjudegi munu síðustu gestir fá að ganga inn klukkan 23 en allir þurfa að vera farnir út af veitingastöðum á miðnætti. Hér má sjá tilkynninguna frá heilbrigðisráðuneytinu í heild sinni: Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni. Takmörkunum á gestafjölda sund- og baðstaða, skíða- og tjaldsvæða og safna verður aflétt og sömuleiðis á líkamsræktarstöðvum nema hvar þar mega að hámarki vera 150 manns í hverju rými. Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi og veitingasala í hléi verður heimil. Veitingastöðum verður kleift að lengja afgreiðslutíma sinn til kl. 23. Í verslunum verður grímuskylda afnumin og regla um 200 manna hámarksfjölda viðskiptavina fellur úr gildi. Þetta er megininntak tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi frá og með 25. maí næstkomandi samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra og í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Reglugerð um þessar breytingar gildir til 16. júní. Sóttvarnalæknir segir í minnisblaði sínu til ráðherra þótt fá smit hafi greinst undanfarið sé ekki búið að uppræta kórónaveiruna úr samfélaginu. Því þurfi að fara varlega í afléttingar þar til bólusetning verður orðin almennari þannig að um 60–70% þjóðarinnar (um 220.000 manns) hafi fengið a.m.k. eina sprautu. Gera megi ráð fyrir að það markmið náist síðari hlutann í júní. Helstu breytingar sem taka gildi 25. maí: Hér eru raktar helstu breytingarnar sem taka gildi 25. maí. Athygli er vakin á því að núgildandi reglur um skráningu gesta og viðskiptavina gilda áfram óbreyttar. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Börn fædd 2015 og verða áfram undanþegin. Nándarregla: Tveggja metra nándarmörk verða áfram meginregla nema á veitingastöðum, sitjandi viðburðum, í skólastarfi og á sund- og baðstöðum þar sem nándarmörkin verða einn metri. Grímuskylda: Létt verður á grímuskyldu og hún fellur m.a. niður í verslunum og á vinnustöðum. Einungis er gerð krafa um grímu á sitjandi viðburðum, s.s. leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Einnig er skylt að bera grímu vegna þjónustu sem krefst mikillar nándar, t.d. á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Heilbrigðisstofnanir geta gert ríkari kröfur um grímunotkun. Sund- og baðstaðir, tjaldstæði, skíðasvæði og söfn mega opna fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í stað kröfu um 75% áður. Líkamsræktarstöðvar mega opna miðað við leyfilegan hámarksfjölda gesta, í stað 75%, en þó þannig að ekki séu fleiri en 150 manns í hverju rými. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Veitingar, þ.m.t. vínveitingar heimilar í hléi. Hér gildir grímuskylda. Verslanir: Enginn hámarksfjöldi verður á viðskiptavinum í verslunum í stað 200 manns. Áfram verður þó regla um fjölda viðskiptavina á fermetra. Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 22 til kl. 23. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir miðnætti. Skólastarf: Reglugerð um takmarkanir á skólastarfi fellur brott. Þess í stað gilda um skólastarf almennar reglur um samkomutakmarkanir. Hér er hægt að skoða minnisblað sóttvarnalæknis og reglugerð um breytingar í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Ríkisstjórnarfundi lauk nú fyrir stuttu þar sem tillögur sóttvarnalæknis um afléttingu takmarkana voru til umræðu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti nýjar reglur nú fyrir stuttu. Þessar nýju takmarkanir taka gildi næsta þriðjudag, 25. maí, og munu gilda fram til 16. júní hið minnsta. Fyrstu skrefin verða tekin í að aflétta grímuskyldu og nú verður grímuskylda aðeins í gildi á svæðum þar sem fólk er í merktum sætum, til dæmis á tónleikum, í leikhúsi, nuddi og klippingu og svo framvegis. Fólk mun hins vegar ekki þurfa að bera grímu í verslunum til dæmis. Á sitjandi viðburðum fara fjöldatakmarkanir upp í 300 manns og þá verður leyfilegur fjöldi aukinn í sundlaugum, á líkamsræktarstöðvum og á skíðasvæðum þannig að starfsemi verður óskert. Fólk mun þó þurfa að halda áfram að skrá sig í tíma en starfsemin verður að öðru leyti óskert. Tveggja metra reglan verður einnig tekin úr gildi á veitingastöðum sem Svandís segir mikilvægt fyrir rekstur þeirra. Veitingastaðir munu einnig fá að hafa opið lengur. Frá og með næsta þriðjudegi munu síðustu gestir fá að ganga inn klukkan 23 en allir þurfa að vera farnir út af veitingastöðum á miðnætti. Hér má sjá tilkynninguna frá heilbrigðisráðuneytinu í heild sinni: Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni. Takmörkunum á gestafjölda sund- og baðstaða, skíða- og tjaldsvæða og safna verður aflétt og sömuleiðis á líkamsræktarstöðvum nema hvar þar mega að hámarki vera 150 manns í hverju rými. Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi og veitingasala í hléi verður heimil. Veitingastöðum verður kleift að lengja afgreiðslutíma sinn til kl. 23. Í verslunum verður grímuskylda afnumin og regla um 200 manna hámarksfjölda viðskiptavina fellur úr gildi. Þetta er megininntak tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi frá og með 25. maí næstkomandi samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra og í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Reglugerð um þessar breytingar gildir til 16. júní. Sóttvarnalæknir segir í minnisblaði sínu til ráðherra þótt fá smit hafi greinst undanfarið sé ekki búið að uppræta kórónaveiruna úr samfélaginu. Því þurfi að fara varlega í afléttingar þar til bólusetning verður orðin almennari þannig að um 60–70% þjóðarinnar (um 220.000 manns) hafi fengið a.m.k. eina sprautu. Gera megi ráð fyrir að það markmið náist síðari hlutann í júní. Helstu breytingar sem taka gildi 25. maí: Hér eru raktar helstu breytingarnar sem taka gildi 25. maí. Athygli er vakin á því að núgildandi reglur um skráningu gesta og viðskiptavina gilda áfram óbreyttar. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Börn fædd 2015 og verða áfram undanþegin. Nándarregla: Tveggja metra nándarmörk verða áfram meginregla nema á veitingastöðum, sitjandi viðburðum, í skólastarfi og á sund- og baðstöðum þar sem nándarmörkin verða einn metri. Grímuskylda: Létt verður á grímuskyldu og hún fellur m.a. niður í verslunum og á vinnustöðum. Einungis er gerð krafa um grímu á sitjandi viðburðum, s.s. leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Einnig er skylt að bera grímu vegna þjónustu sem krefst mikillar nándar, t.d. á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Heilbrigðisstofnanir geta gert ríkari kröfur um grímunotkun. Sund- og baðstaðir, tjaldstæði, skíðasvæði og söfn mega opna fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í stað kröfu um 75% áður. Líkamsræktarstöðvar mega opna miðað við leyfilegan hámarksfjölda gesta, í stað 75%, en þó þannig að ekki séu fleiri en 150 manns í hverju rými. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Veitingar, þ.m.t. vínveitingar heimilar í hléi. Hér gildir grímuskylda. Verslanir: Enginn hámarksfjöldi verður á viðskiptavinum í verslunum í stað 200 manns. Áfram verður þó regla um fjölda viðskiptavina á fermetra. Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 22 til kl. 23. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir miðnætti. Skólastarf: Reglugerð um takmarkanir á skólastarfi fellur brott. Þess í stað gilda um skólastarf almennar reglur um samkomutakmarkanir. Hér er hægt að skoða minnisblað sóttvarnalæknis og reglugerð um breytingar í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira