Fyrsta konan til að gegna stöðu skólastjóra Eiður Þór Árnason skrifar 21. maí 2021 15:10 Guðrún Inga Sívertsen útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands árið 1997. VÍ Guðrún Inga Sívertsen hefur verið ráðin nýr skólastjóri Verzlunarskóla Íslands (VÍ) og tekur við af Inga Ólafssyni. Hún er fyrsta konan til að gegna starfinu í rúmlega 110 ára sögu VÍ og jafnframt fyrsti skólastjórinn sem hefur útskrifast úr skólanum. Guðrún Inga hefur verið starfsmanna- og þróunarstjóri Verzlunarskólans undanfarin ár og starfað við skólann nær óslitið frá árinu 2002. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verzlunarskólanum. „Það er okkur mikið ánægjuefni að tilkynna um ráðningu Guðrúnar Ingu og með hana við stjórnvölinn getum við ekki annað en verið bjartsýn á framtíð skólans. Ég hlakka mikið til samstarfsins við hana, enda er Guðrún Inga gríðarlega öflugur leiðtogi, með skýra framtíðarsýn og því kjörin til að viðhalda og efla það öfluga starf sem unnið hefur verið innan skólans og gert hann að leiðandi framhaldsskóla hér á landi,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, formaður skólanefndar Verzlunarskóla Íslands, í tilkynningu. Ber sterkar taugar til skólans Guðrún Inga er 45 ára gömul og útskrifaðist sem stúdent af hagfræðibraut Verzlunarskóla Íslands árið 1997. Hún lauk BA prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands, er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu og diplómanám í kennslufræði frá sama skóla og er að ljúka AMP námi frá IESE háskólanum í Barcelona á Spáni. Guðrún Inga er gift Trausta Fannari Valssyni, forseta Lagadeildar Háskóla Íslands, og eiga þau þrjá syni. „Verzlunarskóla Íslands þekki ég vel, bæði sem starfsmaður og fyrrum nemandi, og ber sterkar taugar til hans. Ég hlakka mikið til að taka við starfinu af Inga sem hefur leitt skólann í gegnum miklar breytingar og verið frábær skólastjóri. Nú er það mitt hlutverk að taka við keflinu í síbreytilegu og krefjandi umhverfi og að halda Verzlunarskólanum áfram í fremstu röð og undirbúa nemendur hans sem best fyrir lífið framundan,“ segir Guðrún í tilkynningu. Verzlunarskóli Íslands var stofnaður árið 1905 og hefur útskrifað stúdenta frá árinu 1945. Verzlunarskólinn er bekkjarskóli þar sem um 1.050 nemendur stunda nám í dagskóla og um 1.400 nemendur stunda fjarnám. Þar starfa 120 starfsmenn. Skóla - og menntamál Vistaskipti Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Sjá meira
Guðrún Inga hefur verið starfsmanna- og þróunarstjóri Verzlunarskólans undanfarin ár og starfað við skólann nær óslitið frá árinu 2002. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verzlunarskólanum. „Það er okkur mikið ánægjuefni að tilkynna um ráðningu Guðrúnar Ingu og með hana við stjórnvölinn getum við ekki annað en verið bjartsýn á framtíð skólans. Ég hlakka mikið til samstarfsins við hana, enda er Guðrún Inga gríðarlega öflugur leiðtogi, með skýra framtíðarsýn og því kjörin til að viðhalda og efla það öfluga starf sem unnið hefur verið innan skólans og gert hann að leiðandi framhaldsskóla hér á landi,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, formaður skólanefndar Verzlunarskóla Íslands, í tilkynningu. Ber sterkar taugar til skólans Guðrún Inga er 45 ára gömul og útskrifaðist sem stúdent af hagfræðibraut Verzlunarskóla Íslands árið 1997. Hún lauk BA prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands, er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu og diplómanám í kennslufræði frá sama skóla og er að ljúka AMP námi frá IESE háskólanum í Barcelona á Spáni. Guðrún Inga er gift Trausta Fannari Valssyni, forseta Lagadeildar Háskóla Íslands, og eiga þau þrjá syni. „Verzlunarskóla Íslands þekki ég vel, bæði sem starfsmaður og fyrrum nemandi, og ber sterkar taugar til hans. Ég hlakka mikið til að taka við starfinu af Inga sem hefur leitt skólann í gegnum miklar breytingar og verið frábær skólastjóri. Nú er það mitt hlutverk að taka við keflinu í síbreytilegu og krefjandi umhverfi og að halda Verzlunarskólanum áfram í fremstu röð og undirbúa nemendur hans sem best fyrir lífið framundan,“ segir Guðrún í tilkynningu. Verzlunarskóli Íslands var stofnaður árið 1905 og hefur útskrifað stúdenta frá árinu 1945. Verzlunarskólinn er bekkjarskóli þar sem um 1.050 nemendur stunda nám í dagskóla og um 1.400 nemendur stunda fjarnám. Þar starfa 120 starfsmenn.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Sjá meira