Francisca Lara skoraði eina mark Le Havre í 1-0 sigir liðsins á París FC í kvöld. Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir léku báðar allan leikinn í liði Le Havre. Sú fyrrnefnda fékk gult spjald á 56. mínútu leiksins.
Þá vann Lyon 1-0 sigur á Bordeaux þökk sé marki Eugenie Le Sommer á 9. mínútu. Svava Rós hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið en kom inn af bekknum á 84. mínútu leiksins.
Sara Björk Gunnarsdóttir lék ekki með Lyon en hún er ólétt og mun ekki leika meira með liðinu á þessari leiktíð.
Lyon er stigi á eftir París Saint-Germain en bæði lið eiga tvo leiki eftir. Bordeaux hefur nú þegar tryggt sér 3. sæti deildarinnar. Le Havre situr enn á botni deildarinnar en sigurinn þýðir að liðið gæti lyft sér upp fyrir Issy í lokaumferðinni.
Það á eftir að koma í ljós hvort það dugi til að Le Havre haldi sæti sínu þar sem óvíst er hversu mörg lið fara niður sökum kórónufaraldursins.
Fréttin hefur verið uppfærð.