Umdeildur dómur hafði mikið að segja á Hlíðarenda Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 12:45 Hér veður Helena að körfunni og Hearn verður fyrir. Vísir/Skjáskot Valskonur unnu 78-74 sigur á Fjölni í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Valur fékk tvö vítaköst undir lok leiks, í stöðunni 74-74, sem réðu miklu um úrslitin. Rýnt var í dóminn í Domino's körfuboltakvöldi í gærkvöld. Valskonan Helena Sverrisdóttir sótti að körfunni þegar um 45 sekúndur lifðu leiks í gær og fór heldur harkalega í Ariel Hearn, leikmann Fjölnis, sem stóð kyrr undir körfunni. Annar dómara leiksins dæmdi ruðning en hinn brot og tvö vítaskot. Það var alveg á mörkunum hvort Hearn væri innan bogans undir körfunni, en stæði hún innan hans er dómurinn réttur en ef fyrir utan væri um ruðning að ræða. „Þetta er auðvitað risaatriði þegar það er jafnt, 74-74, og lítið eftir,“ sagði fyrrum landsliðskonan Berglind LáruGunnarsdóttir um atvikið og bætti við: „Það er erfitt að segja en fólk verður svolítið að meta þetta sjálft, en ég get ekki alveg sagt hvort hún er fyrir utan hringinn eða ekki.“ „Þetta er risastór dómur í jafnri stöðu þegar 44 sekúndur eru eftir, ef Fjölnir hefðu fengið boltann. Þarna var 'mómentið' með Fjölniskonum, þetta hefði breytt leiknum gríðarlega.“ sagði þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir og sérfræðingurinn Bryndís Guðmundsdóttir tók undir: „Algjörlega, þarna voru Fjölniskonur að sækja á Valskonurnar og ég er eiginlega viss um að þær hefðu unnið þennan leik ef þær hefðu fengið boltann. Meðbyrinn var með þeim á þessu augnabliki.“ sagði Bryndís. Valskonur mæta Haukum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík í gær. Einvígið hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verður sýnt á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Atvikið og umræðuna um það í heild sinni má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Umdeildur dómur Valur - Fjölnir Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Valskonan Helena Sverrisdóttir sótti að körfunni þegar um 45 sekúndur lifðu leiks í gær og fór heldur harkalega í Ariel Hearn, leikmann Fjölnis, sem stóð kyrr undir körfunni. Annar dómara leiksins dæmdi ruðning en hinn brot og tvö vítaskot. Það var alveg á mörkunum hvort Hearn væri innan bogans undir körfunni, en stæði hún innan hans er dómurinn réttur en ef fyrir utan væri um ruðning að ræða. „Þetta er auðvitað risaatriði þegar það er jafnt, 74-74, og lítið eftir,“ sagði fyrrum landsliðskonan Berglind LáruGunnarsdóttir um atvikið og bætti við: „Það er erfitt að segja en fólk verður svolítið að meta þetta sjálft, en ég get ekki alveg sagt hvort hún er fyrir utan hringinn eða ekki.“ „Þetta er risastór dómur í jafnri stöðu þegar 44 sekúndur eru eftir, ef Fjölnir hefðu fengið boltann. Þarna var 'mómentið' með Fjölniskonum, þetta hefði breytt leiknum gríðarlega.“ sagði þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir og sérfræðingurinn Bryndís Guðmundsdóttir tók undir: „Algjörlega, þarna voru Fjölniskonur að sækja á Valskonurnar og ég er eiginlega viss um að þær hefðu unnið þennan leik ef þær hefðu fengið boltann. Meðbyrinn var með þeim á þessu augnabliki.“ sagði Bryndís. Valskonur mæta Haukum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík í gær. Einvígið hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verður sýnt á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Atvikið og umræðuna um það í heild sinni má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Umdeildur dómur Valur - Fjölnir Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira