Áslaug Arna leitar að nýjum upplýsingafulltrúa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2021 18:39 Hafliði segir óvíst hvað tekur við hjá sér, en dómsmálaráðuneytið leitar nú eftirmanns hans í starf upplýsingafulltrúa. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Samsett Dómsmálaráðuneytið auglýsir nú eftir upplýsingafulltrúa. Umsóknarfrestur vegna starfsins rennur út í lok dags. Hafliði Helgason hefur gegnt starfinu frá því í ágúst 2018. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Hafliði ekkert ákveðið um framhaldið hjá sér, en þrjú ár séu ágætur tími í ráðuneytinu og hann vilji prófa ýmislegt annað. „Ég er með leiðsögumannspróf og meirapróf og er m.a. til í að nýta það áður en það verður of gamalt. Annars opinn fyrir öllu sem er skemmtilegt og spennandi. Starfsævin styttist í annan endann og maður á enn eftir að prófa margt,“ segir Hafliði. Reynsla af blaðamennsku og háskólapróf Í auglýsingu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að upplýsingafulltrúi beri ábyrgð á fjölmiðlatengslum ráðuneytisins og ritstýri vefjum þess. „Viðkomandi fylgist með fréttaflutningi sem tengist starfsemi ráðuneytisins og ráðherra og veitir fjölmiðlum og almenningi upplýsingar. Leitað er að einstaklingi með áhuga á að móta starfið með starfsmönnum ráðuneytisins. Um fullt starf er að ræða.“ Meðal hæfniskrafna eru háskólanám sem nýtist í starfinu, og er meistaragráða sögð æskileg. Þá er reynsla af blaða/fréttamennsku talin vera kostur í starfinu, sem og þekking á málefnasviðum ráðuneytisins. Auglýstu starfið tvisvar Áður en Haflið var ráðinn í starfið sumarið 2018 hafði ráðuneytið auglýst eftir umsækjendum í mars sama ár. Hópur umsækjenda sótti þá um starfið, sem var auglýst aftur í apríl, þá með útvíkkuðum hæfnisskilyrðum. Þá var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Þá bar ráðuneytið því við að það teldi rétt að víkka út skilyrðin og gera ítarlega grein fyrir því hvað felst í starfinu og freista þess þannig að hafa úr stærri hóp að velja. Í upphafi sóttu 25 um starfið en svo var starfið auglýst aftur. Tveir drógu umsókn sína til baka og stóðu því eftir 23 umsækjendur. 23 bættust við hópinn eftir síðari auglýsingu og voru því umsækjendur um starfið 46. Hafliði var á meðal þeirra sem sóttu um starfið eftir seinni auglýsinguna. Vinnumarkaður Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Sjá meira
Hafliði Helgason hefur gegnt starfinu frá því í ágúst 2018. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Hafliði ekkert ákveðið um framhaldið hjá sér, en þrjú ár séu ágætur tími í ráðuneytinu og hann vilji prófa ýmislegt annað. „Ég er með leiðsögumannspróf og meirapróf og er m.a. til í að nýta það áður en það verður of gamalt. Annars opinn fyrir öllu sem er skemmtilegt og spennandi. Starfsævin styttist í annan endann og maður á enn eftir að prófa margt,“ segir Hafliði. Reynsla af blaðamennsku og háskólapróf Í auglýsingu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að upplýsingafulltrúi beri ábyrgð á fjölmiðlatengslum ráðuneytisins og ritstýri vefjum þess. „Viðkomandi fylgist með fréttaflutningi sem tengist starfsemi ráðuneytisins og ráðherra og veitir fjölmiðlum og almenningi upplýsingar. Leitað er að einstaklingi með áhuga á að móta starfið með starfsmönnum ráðuneytisins. Um fullt starf er að ræða.“ Meðal hæfniskrafna eru háskólanám sem nýtist í starfinu, og er meistaragráða sögð æskileg. Þá er reynsla af blaða/fréttamennsku talin vera kostur í starfinu, sem og þekking á málefnasviðum ráðuneytisins. Auglýstu starfið tvisvar Áður en Haflið var ráðinn í starfið sumarið 2018 hafði ráðuneytið auglýst eftir umsækjendum í mars sama ár. Hópur umsækjenda sótti þá um starfið, sem var auglýst aftur í apríl, þá með útvíkkuðum hæfnisskilyrðum. Þá var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Þá bar ráðuneytið því við að það teldi rétt að víkka út skilyrðin og gera ítarlega grein fyrir því hvað felst í starfinu og freista þess þannig að hafa úr stærri hóp að velja. Í upphafi sóttu 25 um starfið en svo var starfið auglýst aftur. Tveir drógu umsókn sína til baka og stóðu því eftir 23 umsækjendur. 23 bættust við hópinn eftir síðari auglýsingu og voru því umsækjendur um starfið 46. Hafliði var á meðal þeirra sem sóttu um starfið eftir seinni auglýsinguna.
Vinnumarkaður Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Sjá meira