Þörf á alþjóðlegri andstöðu við Lúkasjenka Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2021 20:00 Lúkasjenka sætir aukinni gagnrýni í heimalandinu eftir meint svindl í forsetakosningum síðasta árs. Vísir/Getty Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur óttast dauðadóm eftir að flugvél RyanAir var snúið af leið og lent í Hvíta-Rússlandi. Málið hefur vakið reiði í Evrópu og Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, sætir harðri gagnrýni enn á ný. Lúkasjenka, sem er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um svindl í öllum forsetakosningum utan þeirra fyrstu sem hann vann árið 1994. Hann hefur alltaf átt sér andstæðinga en þeir hafa náð litlum árangri hingað til. Í aðdraganda kosninga síðasta árs myndaðist raunveruleg fjöldahreyfing gegn Lúkasjenka. Fram á mitt sumar var hver frambjóðandinn á fætur öðrum handtekinn og framboð þeirra ógild. Stjórnarandstæðingar sameinuðust á bak við Svíatlönu Tsíkanúskaju, sem tók við framboði eiginmanns síns og naut mikils stuðnings. Lúkasjenka var sagður sigurvegari kosninganna 9. ágúst. hundruð þúsunda um allt land og fá ríki samþykktu niðurstöðurnar. Mótmæli og verkföll hafa verið tíð allar götur síðan. Ritskoðun og pyntingar Stjórnvöld hafa ritskoðað umfjöllun af krafti sem olli því að Telegram-síðan Nexta varð leiðandi í fréttaflutningi af mótmælum og pyntingum sem stjórnarandstæðingar mega þola. Roman Protasevíts, maðurinn sem var handtekinn eftir að flugvél RyanAir var látin lenda í Minsk, var ritstjóri Nexta þegar mótmælin stóðu sem hæst. Hann hefur verið áhrifamikill stjórnarandstæðingur undanfarinn áratug en sótti um hæli í Póllandi í fyrra. Roman Protasevíts, fyrrverandi ritstjóri, er nú í haldi í Minsk.AP/Sergei Gríts Hvítrússar hafa nú birt játningu Protasevíts, sem er meðal annars sakaður um að stofna til óeirða. Stjórnarandstæðingar segja játninguna þvingaða og hann pyntaðan. Handtakan hefur sætt mikilli gagnrýni í Evrópu. Fjöldi flugfélaga hefur hætt ferðum til landsins og hvítrússneskum félögum er bannað að fljúga yfir Evrópusambandsríki. Flugbann leysi ekkert Heimamenn mótmæla stjórn Lúkasjenkas enn á ný og Tsíkanúskaja, sem flúði til Litáens í fyrra, segir þörf á raunverulegum, alþjóðlegum þrýstingi. „Það eitt að banna flug yfir Hvíta-Rússlandi leysir ekkert. Raunverulega vandamálið er hryðjuverkastjórnin sem svindlaði í kosningunum, brýtur gegn stjórnarskránni trekk í trakk og gegn alþjóðalögum sömuleiðis,“ sagði Tsíkanúskaja. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa bannað flugfélögum frá Hvíta-Rússlandi að fljúga í lofthelgi ESB eftir að þarlend stjórnvöld neyddu flugvél til að lenda í Minsk, þar sem einn farþega var handtekinn. 25. maí 2021 06:54 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Lúkasjenka, sem er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um svindl í öllum forsetakosningum utan þeirra fyrstu sem hann vann árið 1994. Hann hefur alltaf átt sér andstæðinga en þeir hafa náð litlum árangri hingað til. Í aðdraganda kosninga síðasta árs myndaðist raunveruleg fjöldahreyfing gegn Lúkasjenka. Fram á mitt sumar var hver frambjóðandinn á fætur öðrum handtekinn og framboð þeirra ógild. Stjórnarandstæðingar sameinuðust á bak við Svíatlönu Tsíkanúskaju, sem tók við framboði eiginmanns síns og naut mikils stuðnings. Lúkasjenka var sagður sigurvegari kosninganna 9. ágúst. hundruð þúsunda um allt land og fá ríki samþykktu niðurstöðurnar. Mótmæli og verkföll hafa verið tíð allar götur síðan. Ritskoðun og pyntingar Stjórnvöld hafa ritskoðað umfjöllun af krafti sem olli því að Telegram-síðan Nexta varð leiðandi í fréttaflutningi af mótmælum og pyntingum sem stjórnarandstæðingar mega þola. Roman Protasevíts, maðurinn sem var handtekinn eftir að flugvél RyanAir var látin lenda í Minsk, var ritstjóri Nexta þegar mótmælin stóðu sem hæst. Hann hefur verið áhrifamikill stjórnarandstæðingur undanfarinn áratug en sótti um hæli í Póllandi í fyrra. Roman Protasevíts, fyrrverandi ritstjóri, er nú í haldi í Minsk.AP/Sergei Gríts Hvítrússar hafa nú birt játningu Protasevíts, sem er meðal annars sakaður um að stofna til óeirða. Stjórnarandstæðingar segja játninguna þvingaða og hann pyntaðan. Handtakan hefur sætt mikilli gagnrýni í Evrópu. Fjöldi flugfélaga hefur hætt ferðum til landsins og hvítrússneskum félögum er bannað að fljúga yfir Evrópusambandsríki. Flugbann leysi ekkert Heimamenn mótmæla stjórn Lúkasjenkas enn á ný og Tsíkanúskaja, sem flúði til Litáens í fyrra, segir þörf á raunverulegum, alþjóðlegum þrýstingi. „Það eitt að banna flug yfir Hvíta-Rússlandi leysir ekkert. Raunverulega vandamálið er hryðjuverkastjórnin sem svindlaði í kosningunum, brýtur gegn stjórnarskránni trekk í trakk og gegn alþjóðalögum sömuleiðis,“ sagði Tsíkanúskaja.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa bannað flugfélögum frá Hvíta-Rússlandi að fljúga í lofthelgi ESB eftir að þarlend stjórnvöld neyddu flugvél til að lenda í Minsk, þar sem einn farþega var handtekinn. 25. maí 2021 06:54 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
„Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45
Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa bannað flugfélögum frá Hvíta-Rússlandi að fljúga í lofthelgi ESB eftir að þarlend stjórnvöld neyddu flugvél til að lenda í Minsk, þar sem einn farþega var handtekinn. 25. maí 2021 06:54