„Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 25. maí 2021 20:18 Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri P. Petersen sem rekur Petersen svítuna. Vísir/Stöð 2 Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. Samkvæmt nýjum sóttvarnareglum sem tóku gildi á miðnætti mega veitingastaðir nú vera opnir til klukkan 23:00 og þurfa gestir að hafa yfirgefið stað fyrir miðnætti. Á sama tíma var slakað á grímuskyldu og fjöldatakmarkanir hækkaðar úr fimmtíu í 150 manns. „Hver klukkustund gefur betur í kassann,“ sagði Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri P. Petersen sem rekur Petersen svítuna við Ingólfsstræti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Breytingin hjálpaði ekki aðeins rekstrinum heldur væru viðskiptavinir líka ánægðari að þurfa ekki að „rjúka út úr húsi einn, tveir og þrír“, að sögn Guðvarðs. Aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hefur sett flest stærri mannamót á ís um margra mánaða skeið. Guðvarður sagði að öllum brúðkaupum, ráðstefnum og tónleikum sem voru bókuð í veislusal Petersen hefði verið aflýst í faraldrinum en nú væri fólk byrjað að bóka viðburði aftur. „Núna ganga inn pantanir, sérstaklega fyrir árshátíðir í september, október og nóvember. Í ágúst detta brúðkaupin aðeins inn aftur en ekki eins mörg og þurftu frá að hverfa,“ sagði hann. Fólk biði enn með að bóka fram á sumarið þegar slakað gæti verið enn meira á sóttvarnaaðgerðum. „Það vill klára þetta fyrst held ég, ég held að það skipti öllu máli,“ sagði Guðvarður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Samkvæmt nýjum sóttvarnareglum sem tóku gildi á miðnætti mega veitingastaðir nú vera opnir til klukkan 23:00 og þurfa gestir að hafa yfirgefið stað fyrir miðnætti. Á sama tíma var slakað á grímuskyldu og fjöldatakmarkanir hækkaðar úr fimmtíu í 150 manns. „Hver klukkustund gefur betur í kassann,“ sagði Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri P. Petersen sem rekur Petersen svítuna við Ingólfsstræti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Breytingin hjálpaði ekki aðeins rekstrinum heldur væru viðskiptavinir líka ánægðari að þurfa ekki að „rjúka út úr húsi einn, tveir og þrír“, að sögn Guðvarðs. Aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hefur sett flest stærri mannamót á ís um margra mánaða skeið. Guðvarður sagði að öllum brúðkaupum, ráðstefnum og tónleikum sem voru bókuð í veislusal Petersen hefði verið aflýst í faraldrinum en nú væri fólk byrjað að bóka viðburði aftur. „Núna ganga inn pantanir, sérstaklega fyrir árshátíðir í september, október og nóvember. Í ágúst detta brúðkaupin aðeins inn aftur en ekki eins mörg og þurftu frá að hverfa,“ sagði hann. Fólk biði enn með að bóka fram á sumarið þegar slakað gæti verið enn meira á sóttvarnaaðgerðum. „Það vill klára þetta fyrst held ég, ég held að það skipti öllu máli,“ sagði Guðvarður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira