Fylgi Miðflokksins, sem hefur verið á niðurleið, hækkar aftur á móti úr 5,3 prósentum í 6,8 prósent. Sósíalistar bæta einnig við sig og fara úr 4,1 prósenti í 5,5 prósent.
Fylgi Vinstri grænna mælist þá 14,4 prósent, samanborið við 15,2 prósent í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum tíunda úr prósentustigi og mælist með 11,2 prósent fylgi. Samfylkingin og Viðreisn mælast með ríflega tólf prósenta fylgi, Píratar með tæp ellefu prósent og Flokkur fólksins með fimm prósent, líkt og í síðustu könnun.

Tæpur helmingur ánægður með ríkisstjórnina
Tæpur helmingur svarenda, eða 47,7 prósent, kveðst ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. Minnihluti kveðst óánægður, eða 22,6 prósent. Þá sögðust 29,7 prósent svarenda í meðallagi ánægð með störf ríkisstjórnarinnar.
Rúmlega helmingur svarenda, 50,1 prósent, kvaðst í meðallagi ánægður með störf stjórnarandstöðunnar á þingi. Þá segjast 15,3 prósent ánægð með störf hennar en 34,6 prósent óánægð.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, hóp fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Á netinu. Þátttakendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin inniheldur tvær mælingar. Sú fyrri fór fram dagana 26. apríl til 5. maí 2021 og sú síðari 10. til 19. maí. Svarendur voru 1.715 talsins.