Sævar Atli: Getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2021 22:01 Sævar Atli Magnússon hefur skorað fimm mörk í jafn mörgum leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. vísir/hulda margrét Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, brosti breitt eftir sigurinn á FH, 2-1, í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Leiknismanna í leiknum. „Ég veit það nú ekki. Ég held að fyrsti leikurinn í efstu deild 2015 sé enn það stærsta,“ sagði Sævar Atli aðspurður hvort sigurinn á FH hafi verið stærsta stundin á hans fótboltaferli. Leiknismenn hafa fengið sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum. „Þetta var geðveikt. Við erum búnir að mæta þremur hörkuliðum en við ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli, sama hver mótherjinn er.“ FH komst yfir á 21. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sævar Atli eftir frábæran undirbúning Emils Berger. „Það var ógeðslega mikilvægt að jafna strax. Mér leið samt vel koma inn í leikinn og þegar við fengum á okkur mark hugsaði ég að við myndum bara halda áfram,“ sagði Sævar Atli. „Við sköpuðum okkur mjög góð færi í fyrri hálfleik, skoruðum rangstöðumark og ég klúðraði líka færi. En við vorum þéttir í dag.“ Leiknismenn voru minna með boltann í leiknum í kvöld en sköpuðu sér hættulegri færi. „Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka og leyfa þeim að vera með boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við vorum mjög góðir í skyndisóknunum og nýttum okkur þær mjög vel. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í dag og varnarleikurinn okkar var flottur,“ sagði Sævar Atli. Leiknir er með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar í Pepsi Max-deildinni. Sævar Atli segir að byrjunin komi Leiknismönnum ekki á óvart. „Alls ekki. Ég er búinn að segja þetta nokkrum sinnum að við bjuggumst alveg við að okkur yrði spáð falli en það var kannski svekkjandi hvað fólk og fjölmiðlar vissu lítið um okkur. Við vorum búnir að vera lengi í næstefstu deild en við erum með hörkuflott lið,“ sagði Sævar Atli. „Þú getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu. Við tökum vel á móti öllum og þetta er bara geðveikt sumar.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
„Ég veit það nú ekki. Ég held að fyrsti leikurinn í efstu deild 2015 sé enn það stærsta,“ sagði Sævar Atli aðspurður hvort sigurinn á FH hafi verið stærsta stundin á hans fótboltaferli. Leiknismenn hafa fengið sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum. „Þetta var geðveikt. Við erum búnir að mæta þremur hörkuliðum en við ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli, sama hver mótherjinn er.“ FH komst yfir á 21. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sævar Atli eftir frábæran undirbúning Emils Berger. „Það var ógeðslega mikilvægt að jafna strax. Mér leið samt vel koma inn í leikinn og þegar við fengum á okkur mark hugsaði ég að við myndum bara halda áfram,“ sagði Sævar Atli. „Við sköpuðum okkur mjög góð færi í fyrri hálfleik, skoruðum rangstöðumark og ég klúðraði líka færi. En við vorum þéttir í dag.“ Leiknismenn voru minna með boltann í leiknum í kvöld en sköpuðu sér hættulegri færi. „Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka og leyfa þeim að vera með boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við vorum mjög góðir í skyndisóknunum og nýttum okkur þær mjög vel. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í dag og varnarleikurinn okkar var flottur,“ sagði Sævar Atli. Leiknir er með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar í Pepsi Max-deildinni. Sævar Atli segir að byrjunin komi Leiknismönnum ekki á óvart. „Alls ekki. Ég er búinn að segja þetta nokkrum sinnum að við bjuggumst alveg við að okkur yrði spáð falli en það var kannski svekkjandi hvað fólk og fjölmiðlar vissu lítið um okkur. Við vorum búnir að vera lengi í næstefstu deild en við erum með hörkuflott lið,“ sagði Sævar Atli. „Þú getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu. Við tökum vel á móti öllum og þetta er bara geðveikt sumar.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37