Ágústa vill þriðja til fimmta sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2021 22:57 Ágústa Ágústsdóttir. aðsend Ágústa Ágústsdóttir, sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-5. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Í tilkynningu frá Ágústu kemur fram að hún hafi tekið ákvörðun um að gefa kost á sér vegna fjölda áskorana. „Sem fæddur Reykvíkingur, stoltur Vestur-Skaftfellingur og Austfirðingur sem festi rætur sínar við hinn fallega Öxarfjörð 2003 er ég auðmjúk og mikið þakklát fyrir allar þær kveðjur, hvatningu og stuðning sem ég hef ég fengið og mun sannarlega taka það með mér inn í komandi og skemmtilega tíma framundan,“ segir Ágústa í tilkynningu til fjölmiðla. „Ég er sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi með brennandi áhuga á landsbyggðarmálum, náttúru, lýðræði og mannlegri reisn. Ég er menntaður jógakennari og stunda nám á heilsunuddbraut í fjarnámi. Ég er menntaður meirarprófsbílstjóri og hef unnið fjölbreytta vinnu því tengdu um ævina. Síðastliðin fjögur ár hef ég einnig unnið sem sjálfstæður verktaki við skólaakstur. Ég trúi því að styrkur okkar felist í smæðinni og að aldrei hafi verið eins mikilvægt og nú að berjast gegn sístækkandi ríkisbákninu og stofnanavæðingu landsins. Styrkja þarf einstaklinga og minni fyrirtæki svo þau geti með einfaldari hætti haslað sér völl og styrkt samfélögin sín með störfum, aukinni flóru og tryggari búsetuskilyrðum. Bregðast þarf við með alvöru hvötum í stað þeirrar íþyngjandi „grænu“ skattastefnu sem ríkt hefur um allt of langt skeið. Við búum öll á sömu eyjunni og því er jöfnun viðskipta- og búsetuskilyrða algjört lykilatriði. Ég trúi á mannlega reisn og mikilvægi þess að fá að ákveða sjálf hvort og þá hvenær ég yfirgef vinnuvettvang minn eftir ævilanga þjónustu. Aðskilnaðarstefnu síðustu áratuga gagnvart eldri borgurum þarf að ljúka. Kjör þeirra þarf að leiðrétta eftir áralöng svikin loforð. Ég trúi því að andlegur styrkur barna okkar sé lykilatriði þess að út í lífið gangi einstaklingar mótaðir af eigin hugsjónum, sjálfstæði og þori óháð bakgrunni eða aðstæðum. Inn í skólakerfið allt þarf að innleiða núvitundar- og hugleiðslutækni sem eðlilegan og fastan grunn á menntunarvegi kynslóða sem þurfa í sívaxandi mæli að takast á við óeðlilegan hraða og blekkjandi flæði nútímans, í samfélagi lituðu af stressi, álagi og óraunhæfum kröfum. Góð andleg heilsa og verkfæri til að takast á við vandamálin í núinu er brýnasta nauðsyn barna okkar. Ég vil beita mér fyrir breytingum á lögum um húsnæðisbætur þannig að m.a. námsmenn í löglegum íbúðarhúsnæðum eigi kost á að nýta sér húsnæðisbætur. Í dag eru lögleg íbúðarhús sett undir sama hatt og ólögleg atvinnuhúsnæði. Þessu þarf að breyta. Ég vil vernda náttúru og hálendi Íslands. Þess vegna leggst ég gegn Miðhálendisþjóðgarði og þeim öflum sem vilja stofnanavæða frelsið sem þar býr. Engin ógalin þjóð myndi að mínu mati gefa um 50% af heildarflatarmáli lands síns til ríkisstofnunar og eyða með því stórum hluta lýðræðisrekins lands. Það er sannarleg landeyðing að mínu mati svo ekki sé talað um það vantraust sem komandi kynslóðum er sýnd með slíkum gjörningi,“ segir í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Kröfug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Sjá meira
Í tilkynningu frá Ágústu kemur fram að hún hafi tekið ákvörðun um að gefa kost á sér vegna fjölda áskorana. „Sem fæddur Reykvíkingur, stoltur Vestur-Skaftfellingur og Austfirðingur sem festi rætur sínar við hinn fallega Öxarfjörð 2003 er ég auðmjúk og mikið þakklát fyrir allar þær kveðjur, hvatningu og stuðning sem ég hef ég fengið og mun sannarlega taka það með mér inn í komandi og skemmtilega tíma framundan,“ segir Ágústa í tilkynningu til fjölmiðla. „Ég er sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi með brennandi áhuga á landsbyggðarmálum, náttúru, lýðræði og mannlegri reisn. Ég er menntaður jógakennari og stunda nám á heilsunuddbraut í fjarnámi. Ég er menntaður meirarprófsbílstjóri og hef unnið fjölbreytta vinnu því tengdu um ævina. Síðastliðin fjögur ár hef ég einnig unnið sem sjálfstæður verktaki við skólaakstur. Ég trúi því að styrkur okkar felist í smæðinni og að aldrei hafi verið eins mikilvægt og nú að berjast gegn sístækkandi ríkisbákninu og stofnanavæðingu landsins. Styrkja þarf einstaklinga og minni fyrirtæki svo þau geti með einfaldari hætti haslað sér völl og styrkt samfélögin sín með störfum, aukinni flóru og tryggari búsetuskilyrðum. Bregðast þarf við með alvöru hvötum í stað þeirrar íþyngjandi „grænu“ skattastefnu sem ríkt hefur um allt of langt skeið. Við búum öll á sömu eyjunni og því er jöfnun viðskipta- og búsetuskilyrða algjört lykilatriði. Ég trúi á mannlega reisn og mikilvægi þess að fá að ákveða sjálf hvort og þá hvenær ég yfirgef vinnuvettvang minn eftir ævilanga þjónustu. Aðskilnaðarstefnu síðustu áratuga gagnvart eldri borgurum þarf að ljúka. Kjör þeirra þarf að leiðrétta eftir áralöng svikin loforð. Ég trúi því að andlegur styrkur barna okkar sé lykilatriði þess að út í lífið gangi einstaklingar mótaðir af eigin hugsjónum, sjálfstæði og þori óháð bakgrunni eða aðstæðum. Inn í skólakerfið allt þarf að innleiða núvitundar- og hugleiðslutækni sem eðlilegan og fastan grunn á menntunarvegi kynslóða sem þurfa í sívaxandi mæli að takast á við óeðlilegan hraða og blekkjandi flæði nútímans, í samfélagi lituðu af stressi, álagi og óraunhæfum kröfum. Góð andleg heilsa og verkfæri til að takast á við vandamálin í núinu er brýnasta nauðsyn barna okkar. Ég vil beita mér fyrir breytingum á lögum um húsnæðisbætur þannig að m.a. námsmenn í löglegum íbúðarhúsnæðum eigi kost á að nýta sér húsnæðisbætur. Í dag eru lögleg íbúðarhús sett undir sama hatt og ólögleg atvinnuhúsnæði. Þessu þarf að breyta. Ég vil vernda náttúru og hálendi Íslands. Þess vegna leggst ég gegn Miðhálendisþjóðgarði og þeim öflum sem vilja stofnanavæða frelsið sem þar býr. Engin ógalin þjóð myndi að mínu mati gefa um 50% af heildarflatarmáli lands síns til ríkisstofnunar og eyða með því stórum hluta lýðræðisrekins lands. Það er sannarleg landeyðing að mínu mati svo ekki sé talað um það vantraust sem komandi kynslóðum er sýnd með slíkum gjörningi,“ segir í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Kröfug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Sjá meira