H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 11:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. Þrír greindust með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Síðastliðna viku hafa níu greinst, þar af fjórir utan sóttkvíar. Að sögn Þórólfs virðast smitin öll tengjast smiti sem hefur verið kennt við verslunina H&M. Þetta hefur smitrakning og raðgreining leitt í ljós, sagði hann á upplýsingafundi fyrir stundu. Veiran sem verið hefur að greinast innanlands er af breska afbrigðinu og má rekja til landamæranna. Þar greindust þrír í gær, allir í fyrri skimun. 700 sýni voru tekin á landamærunum en 1.300 innanlands. Þar sem aukning hefur orðið á smitum í Færeyjum hefur landið aftur verið fært á hááhættulista og eina landið sem íslensk yfirvöld flokka „grænt“ um þessar mundir er Grænland. Meira smitandi en ekki alvarlegra Bæði Þórólfur og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, lýstu yfir nokkrum áhyggjum vegna smitanna sem upp hafa komið í vikunni, ekki síst í ljósi þeirra afléttinga sem tóku gildi á þriðjudag. Víðir biðlaði til fólks að sinna áfram persónubundum sóttvörnum og fara varlega á samkomum um helgina. Þá hvatti hann alla, og sérstaklega þá sem ætla „á djammið“, til að sækja og virkja smitrakningarappið. Þórólfur sagði fulla ástæðu til að fara áfram varlega en sagðist telja að ef allir sinntu persónubundnum sóttvörnum ætti að takast að kveða niður þær hópsýkingar sem kynnu að koma upp. Hann sagði sérstaklega mikilvægt að halda sig til hlés við minnstu einkenni og fara í sýnatöku. Þórólfur sagði bólusetningar ganga vel; minna hefði verið bólusett í þessari viku en undanfarið vegna skorts á bóluefni en næsta vika yrði stærri. Hann sagði erlendar rannsóknir benda til þess að það virtist vera í góðu lagi að blanda saman bóluefnum; það er að segja fá eitt í fyrri sprautu og annað í seinni, en aukaverkanir á borð við hita, beinverki og slappleika gætu orðið meiri. Þá sagði hann æskilegast að halda sig við sama efnið, ekki síst í ljósi þess að alvarleg blóðsegavandamál væru enn sjaldgæfari við seinni sprautuna en fyrri. Sóttvarnalæknir sagði rannsóknir einnig benda til þess að indverska afbrigðið væri meira smitandi en hið breska en góðu fréttirnar væru þær að það virtist ekki valda alvarlegri veikindum né vera ónæmt fyrir bóluefnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Þrír greindust með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Síðastliðna viku hafa níu greinst, þar af fjórir utan sóttkvíar. Að sögn Þórólfs virðast smitin öll tengjast smiti sem hefur verið kennt við verslunina H&M. Þetta hefur smitrakning og raðgreining leitt í ljós, sagði hann á upplýsingafundi fyrir stundu. Veiran sem verið hefur að greinast innanlands er af breska afbrigðinu og má rekja til landamæranna. Þar greindust þrír í gær, allir í fyrri skimun. 700 sýni voru tekin á landamærunum en 1.300 innanlands. Þar sem aukning hefur orðið á smitum í Færeyjum hefur landið aftur verið fært á hááhættulista og eina landið sem íslensk yfirvöld flokka „grænt“ um þessar mundir er Grænland. Meira smitandi en ekki alvarlegra Bæði Þórólfur og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, lýstu yfir nokkrum áhyggjum vegna smitanna sem upp hafa komið í vikunni, ekki síst í ljósi þeirra afléttinga sem tóku gildi á þriðjudag. Víðir biðlaði til fólks að sinna áfram persónubundum sóttvörnum og fara varlega á samkomum um helgina. Þá hvatti hann alla, og sérstaklega þá sem ætla „á djammið“, til að sækja og virkja smitrakningarappið. Þórólfur sagði fulla ástæðu til að fara áfram varlega en sagðist telja að ef allir sinntu persónubundnum sóttvörnum ætti að takast að kveða niður þær hópsýkingar sem kynnu að koma upp. Hann sagði sérstaklega mikilvægt að halda sig til hlés við minnstu einkenni og fara í sýnatöku. Þórólfur sagði bólusetningar ganga vel; minna hefði verið bólusett í þessari viku en undanfarið vegna skorts á bóluefni en næsta vika yrði stærri. Hann sagði erlendar rannsóknir benda til þess að það virtist vera í góðu lagi að blanda saman bóluefnum; það er að segja fá eitt í fyrri sprautu og annað í seinni, en aukaverkanir á borð við hita, beinverki og slappleika gætu orðið meiri. Þá sagði hann æskilegast að halda sig við sama efnið, ekki síst í ljósi þess að alvarleg blóðsegavandamál væru enn sjaldgæfari við seinni sprautuna en fyrri. Sóttvarnalæknir sagði rannsóknir einnig benda til þess að indverska afbrigðið væri meira smitandi en hið breska en góðu fréttirnar væru þær að það virtist ekki valda alvarlegri veikindum né vera ónæmt fyrir bóluefnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda