Sjúkdómsvæðing fæðingar í fjölmiðlum Stefanía Ósk Margeirsdóttir skrifar 27. maí 2021 15:00 Það er áhugavert að velta fyrir sér fyrirsögnum blaðamanna í umfjöllun um fæðingar. Fjölmiðlar eiga til að mála upp ákveðna mynd af fæðingum sem einkennist af neikvæðri upplifun, áhættu, dramatík og óbærilegum sársauka. Líkleg skýring er sú að það sem er krassandi vill oft seljast betur. Umfjöllun um fæðingar getur þó haft bein áhrif á viðhorf til fæðingarinnar og því er ábyrgð fjölmiðla mikil þegar öll umfjöllun er sett í neikvætt eða áhættumiðað form. En hverju skiptir þetta máli? Á einhverjum tímapunkti í lífi sínu eru flestir að íhuga barneignir. Þegar fæðingar eru sjúkdómsvæddar og fjölmiðlar draga upp neikvæða umfjöllun um fæðingar hefur það áhrif á ungt fólk og elur á hræðslu varðandi fæðingar og barneignarferlið allt (1). Rannsóknir hafa sýnt að umfjöllun fjölmiðla getur mótað viðhorf kvenna og alið á ótta og ranghugmyndum um fæðingar (2). Í 3. grein í siðareglum Blaðamannafélag Íslands stendur: ,,Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu”. Það má því spyrja sig hvort blaðamenn séu að fara gegn eigin siðareglum þegar þeir endurtekið fjalla um eins venjulegan atburð og fæðingu sem hádramtískan og hættulegan atburð í lífi kvenna. Þetta er ekki bara rangt, heldur getur þetta hreinlega valdið skaða. Á Íslandi eru útkomur kvenna og nýbura góðar. Í samanburði við önnur lönd innan Evrópu er Ísland meðal þeirra landa sem hefur lægstu tíðni keisaraskurða, léttbura, andvana fæðingar og nýburadauða (3). Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að mikill meirihluti kvenna sem verða barnshafandi eru hraustar konur í eðlilegri meðgöngu og því litlar líkur á að þörf sé fyrir bráðahjálp í fæðingu. Fjölmiðlar geta haft veigamikil áhrif á það hvort og hvar kona upplifir sig örugga og bera þar af leiðandi mikla ábyrgð. Mikilvægt er að minna líka á að flestar fæðingar ganga vel fyrir sig og þegar það þarf að grípa inn í er það gert af öryggi og þekkingu hér á landi. Þegar fjölmiðlar draga upp hádramatíska og neikvæða mynd af fæðingum getur það gefið verðandi foreldrum ranga hugmynd um áhættuna sem fylgir fæðingu og skapað óraunhæfan ótta hjá þeim. Þessi ótti getur orðið til þess að konur verði óþarflega hræddar á meðgöngu og í fæðingu sem síðan eykur líkur á fylgikvillum og inngripum. Í ljósi þess skora ég á fjölmiðla að láta af nokkrum flettingum á ári, vanda framsetningu og einbeita sér að ábyrgri umfjöllun þegar kemur að fæðingum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur, Heilsugæslunni í Hamraborg og á Fæðingarvakt Landspítalans. Heimildir: Serçekuş, P. og Okumuş, H. (2009). Fears associated with childbirth among nulliparous women in Turkey. Midwifery, 25(2), 155-162. Stoll, K. og Hall, W. (2013). Vicarious birth experiences and childbirth fear: does it matter how young Canadian women learn about birth? The Journal of perinatal education, 22(4), 226. Euro-Peristat Project. (2018). European Perinatal Health Report. Core indictators of the health and care of pregnant women and babies in Europe in 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Börn og uppeldi Fjölmiðlar Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að velta fyrir sér fyrirsögnum blaðamanna í umfjöllun um fæðingar. Fjölmiðlar eiga til að mála upp ákveðna mynd af fæðingum sem einkennist af neikvæðri upplifun, áhættu, dramatík og óbærilegum sársauka. Líkleg skýring er sú að það sem er krassandi vill oft seljast betur. Umfjöllun um fæðingar getur þó haft bein áhrif á viðhorf til fæðingarinnar og því er ábyrgð fjölmiðla mikil þegar öll umfjöllun er sett í neikvætt eða áhættumiðað form. En hverju skiptir þetta máli? Á einhverjum tímapunkti í lífi sínu eru flestir að íhuga barneignir. Þegar fæðingar eru sjúkdómsvæddar og fjölmiðlar draga upp neikvæða umfjöllun um fæðingar hefur það áhrif á ungt fólk og elur á hræðslu varðandi fæðingar og barneignarferlið allt (1). Rannsóknir hafa sýnt að umfjöllun fjölmiðla getur mótað viðhorf kvenna og alið á ótta og ranghugmyndum um fæðingar (2). Í 3. grein í siðareglum Blaðamannafélag Íslands stendur: ,,Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu”. Það má því spyrja sig hvort blaðamenn séu að fara gegn eigin siðareglum þegar þeir endurtekið fjalla um eins venjulegan atburð og fæðingu sem hádramtískan og hættulegan atburð í lífi kvenna. Þetta er ekki bara rangt, heldur getur þetta hreinlega valdið skaða. Á Íslandi eru útkomur kvenna og nýbura góðar. Í samanburði við önnur lönd innan Evrópu er Ísland meðal þeirra landa sem hefur lægstu tíðni keisaraskurða, léttbura, andvana fæðingar og nýburadauða (3). Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að mikill meirihluti kvenna sem verða barnshafandi eru hraustar konur í eðlilegri meðgöngu og því litlar líkur á að þörf sé fyrir bráðahjálp í fæðingu. Fjölmiðlar geta haft veigamikil áhrif á það hvort og hvar kona upplifir sig örugga og bera þar af leiðandi mikla ábyrgð. Mikilvægt er að minna líka á að flestar fæðingar ganga vel fyrir sig og þegar það þarf að grípa inn í er það gert af öryggi og þekkingu hér á landi. Þegar fjölmiðlar draga upp hádramatíska og neikvæða mynd af fæðingum getur það gefið verðandi foreldrum ranga hugmynd um áhættuna sem fylgir fæðingu og skapað óraunhæfan ótta hjá þeim. Þessi ótti getur orðið til þess að konur verði óþarflega hræddar á meðgöngu og í fæðingu sem síðan eykur líkur á fylgikvillum og inngripum. Í ljósi þess skora ég á fjölmiðla að láta af nokkrum flettingum á ári, vanda framsetningu og einbeita sér að ábyrgri umfjöllun þegar kemur að fæðingum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur, Heilsugæslunni í Hamraborg og á Fæðingarvakt Landspítalans. Heimildir: Serçekuş, P. og Okumuş, H. (2009). Fears associated with childbirth among nulliparous women in Turkey. Midwifery, 25(2), 155-162. Stoll, K. og Hall, W. (2013). Vicarious birth experiences and childbirth fear: does it matter how young Canadian women learn about birth? The Journal of perinatal education, 22(4), 226. Euro-Peristat Project. (2018). European Perinatal Health Report. Core indictators of the health and care of pregnant women and babies in Europe in 2015.
Heimildir: Serçekuş, P. og Okumuş, H. (2009). Fears associated with childbirth among nulliparous women in Turkey. Midwifery, 25(2), 155-162. Stoll, K. og Hall, W. (2013). Vicarious birth experiences and childbirth fear: does it matter how young Canadian women learn about birth? The Journal of perinatal education, 22(4), 226. Euro-Peristat Project. (2018). European Perinatal Health Report. Core indictators of the health and care of pregnant women and babies in Europe in 2015.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun