Veðjum á ungt fólk Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 27. maí 2021 16:30 Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram þessari vegferð í átt að sterkara og réttlátara samfélagi. Ég tel að við þurfum sérstaklega að huga að málefnum ungs fólks, einkum að húsnæðismálunum og menntamálunum. Húsnæði eru mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur alls ekki setið auðum höndum í húsnæðismálum. Síður en svo. Á þessu kjörtímabili hefur réttarstaða leigjenda verið efld, áframhaldandi uppbygging í almenna íbúðakerfinu átt sér stað og nýtt úrræði, hlutdeildarlán, litið dagsins ljós sem gagnast sérstaklega þeim tekjulágu og við fyrstu kaup og stendur til boða um allt land. En betur má ef duga skal. Því miður er það of algengt að fólk, og þá sérstaklega ungt fólk, eigi ekki aðgang að mannsæmandi húsnæði á skikkanlegum kjörum eða greiði of háa leigu fyrir óviðunandi húsnæði. Ungt fólk hefur í auknu mæli leitast eftir því að stofna sitt heimili á landsbyggðunum og þá þarf að haldast í hendur framboð á húsnæðis ,atvinna og góð opinber þjónusta. Við Vinstri græn leggjum áherslu á að öll eigi rétt á öruggu og heilsusamlegu heimili, enda eru það mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Því verðum við að halda áfram uppbyggingu á húsnæði sem og fjölgun og eflingu húsnæðisúrræða á næsta kjörtímabili með félagslegar lausnir að leiðarljósi til að tryggja ungu fólki viðunandi húsnæði. Sú uppbygging þarf að eiga sér stað hringinn í kringum landið enda á fólk að hafa raunverulegt val um búsetu og geta stigið fyrstu skrefin á húsnæðismarkaði í heimabyggð. Þá tel ég eðlilegt að miða við að greiðslubyrði vegna húsnæðis eigi ekki að fara umfram fjórðung ráðstöfunartekna fólks líkt og miðað er við í almenna íbúðakerfinu. Námslánakerfið eflt Á þessu kjörtímabili voru gerðar góðar breytingar á lánakerfi námsmanna. Nú breytist hluti námsláns í styrk við lok náms og foreldrum býðst barnastyrkur á meðan þeir eru í námi. Þetta eru skref í rétta átt og sem við verðum að halda áfram eftir næstu kosningar. Við Vinstri græn teljum að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Það er einnig mikilvægt að tryggja framfærslu nemenda allan ársins hring og við erum tilbúin að skoða ólíkar leiðir í þeim efnum. Það skiptir miklu máli að ungt fólk geti sótt menntun nálægt sínum átthögum og stuðningskerfi námsanna þarf að styðja sérstaklega við þau sem sækja nám fjarri heimabyggð. Enda eiga öll að geta sótt nám óháð stétt og stöðu í samfélaginu. Í næstu kosningum munum við takast á um ólíka strauma, stefnur og hugmyndir. Eins og við Vinstri græn höfum sýnt á kjörtímabilinu þá erum við óhrædd við að forgangsraða fjármunum í þágu fólks og bæta þannig lífsgæði. Við viljum halda áfram á þeirri braut á næsta kjörtímabili til að byggja sterkara og réttlátara samfélag. Ég tel að við getum bætt lífskjör ungs fólks til muna með réttum áherslum og pólitískri stefnumótun, að við getum tryggt öllum mannsæmandi húsnæði á sanngjörnum kjörum og gert öllum kleift að sækja sér gjaldfrjálst nám við hæfi, óháð búsetu eða fjárhagsstöðu. Höfundur er Alþingismaður fyrir Vinstri græna og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Lilja Rafney Magnúsdóttir Félagsmál Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram þessari vegferð í átt að sterkara og réttlátara samfélagi. Ég tel að við þurfum sérstaklega að huga að málefnum ungs fólks, einkum að húsnæðismálunum og menntamálunum. Húsnæði eru mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur alls ekki setið auðum höndum í húsnæðismálum. Síður en svo. Á þessu kjörtímabili hefur réttarstaða leigjenda verið efld, áframhaldandi uppbygging í almenna íbúðakerfinu átt sér stað og nýtt úrræði, hlutdeildarlán, litið dagsins ljós sem gagnast sérstaklega þeim tekjulágu og við fyrstu kaup og stendur til boða um allt land. En betur má ef duga skal. Því miður er það of algengt að fólk, og þá sérstaklega ungt fólk, eigi ekki aðgang að mannsæmandi húsnæði á skikkanlegum kjörum eða greiði of háa leigu fyrir óviðunandi húsnæði. Ungt fólk hefur í auknu mæli leitast eftir því að stofna sitt heimili á landsbyggðunum og þá þarf að haldast í hendur framboð á húsnæðis ,atvinna og góð opinber þjónusta. Við Vinstri græn leggjum áherslu á að öll eigi rétt á öruggu og heilsusamlegu heimili, enda eru það mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Því verðum við að halda áfram uppbyggingu á húsnæði sem og fjölgun og eflingu húsnæðisúrræða á næsta kjörtímabili með félagslegar lausnir að leiðarljósi til að tryggja ungu fólki viðunandi húsnæði. Sú uppbygging þarf að eiga sér stað hringinn í kringum landið enda á fólk að hafa raunverulegt val um búsetu og geta stigið fyrstu skrefin á húsnæðismarkaði í heimabyggð. Þá tel ég eðlilegt að miða við að greiðslubyrði vegna húsnæðis eigi ekki að fara umfram fjórðung ráðstöfunartekna fólks líkt og miðað er við í almenna íbúðakerfinu. Námslánakerfið eflt Á þessu kjörtímabili voru gerðar góðar breytingar á lánakerfi námsmanna. Nú breytist hluti námsláns í styrk við lok náms og foreldrum býðst barnastyrkur á meðan þeir eru í námi. Þetta eru skref í rétta átt og sem við verðum að halda áfram eftir næstu kosningar. Við Vinstri græn teljum að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Það er einnig mikilvægt að tryggja framfærslu nemenda allan ársins hring og við erum tilbúin að skoða ólíkar leiðir í þeim efnum. Það skiptir miklu máli að ungt fólk geti sótt menntun nálægt sínum átthögum og stuðningskerfi námsanna þarf að styðja sérstaklega við þau sem sækja nám fjarri heimabyggð. Enda eiga öll að geta sótt nám óháð stétt og stöðu í samfélaginu. Í næstu kosningum munum við takast á um ólíka strauma, stefnur og hugmyndir. Eins og við Vinstri græn höfum sýnt á kjörtímabilinu þá erum við óhrædd við að forgangsraða fjármunum í þágu fólks og bæta þannig lífsgæði. Við viljum halda áfram á þeirri braut á næsta kjörtímabili til að byggja sterkara og réttlátara samfélag. Ég tel að við getum bætt lífskjör ungs fólks til muna með réttum áherslum og pólitískri stefnumótun, að við getum tryggt öllum mannsæmandi húsnæði á sanngjörnum kjörum og gert öllum kleift að sækja sér gjaldfrjálst nám við hæfi, óháð búsetu eða fjárhagsstöðu. Höfundur er Alþingismaður fyrir Vinstri græna og formaður atvinnuveganefndar.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun