Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2021 19:01 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu sagði í vikunni að starfsfólk í þúsundatali vantaði í geirann - en að ekki væri hlaupið að því að ráða fólk. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir staðbundið atvinnuleysi geta verið eina skýringu á þessu. „Eðlilega þar sem fæstir eru á atvinnuleysisskrá, þar er erfiðara að ráða en svo er líka til í því að fólk sem er af erlendu bergi brotið, sem var að vinna þessi störf fyrir Covid, það hafi flutt heim þegar fór að lengjast í faraldrinum. Það eru ýmsar skýringar sem geta verið á þessu. Og ef fólk er að hafna starfi eða lætur ekki ná í sig í síma þá er aðalatriðið að láta okkur vita, atvinnurekendur verða að láta vita.“ Skiptingin sú sama og áður Allt árið 2019 fluttu talsvert fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en fluttu frá því en mismunurinn var 5.020 samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Munurinn snarminnkaði hins vegar niður í 1.350 í kórónuveirufaraldrinum í fyrra – og hefur haldist á svipuðu róli það sem af er þessu ári. Sama hlutfall erlendra og íslenskra ríkisborgara er þó á leið aftur inn á vinnumarkað í gegnum Vinnumálastofnun nú og var áður. „Fjörutíu prósent er fyrir fólk sem er erlendis frá og sextíu prósent Íslendingar,“ segir Unnur. Rúmlega 7.000 störf eru nú skráð hjá Vinnumálastofnun í gegnum átak stjórnvalda, Hefjum störf, og um 2.300 samningar hafa verið gerðir það sem af er ári. Þeir voru 2.000 í byrjun mánaðar og Unnur segir mikið í farvatninu. „Það er bara bjartari staða en hefur verið síðustu fimmtán mánuði, það er nú bara þannig.“ Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira
Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu sagði í vikunni að starfsfólk í þúsundatali vantaði í geirann - en að ekki væri hlaupið að því að ráða fólk. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir staðbundið atvinnuleysi geta verið eina skýringu á þessu. „Eðlilega þar sem fæstir eru á atvinnuleysisskrá, þar er erfiðara að ráða en svo er líka til í því að fólk sem er af erlendu bergi brotið, sem var að vinna þessi störf fyrir Covid, það hafi flutt heim þegar fór að lengjast í faraldrinum. Það eru ýmsar skýringar sem geta verið á þessu. Og ef fólk er að hafna starfi eða lætur ekki ná í sig í síma þá er aðalatriðið að láta okkur vita, atvinnurekendur verða að láta vita.“ Skiptingin sú sama og áður Allt árið 2019 fluttu talsvert fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en fluttu frá því en mismunurinn var 5.020 samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Munurinn snarminnkaði hins vegar niður í 1.350 í kórónuveirufaraldrinum í fyrra – og hefur haldist á svipuðu róli það sem af er þessu ári. Sama hlutfall erlendra og íslenskra ríkisborgara er þó á leið aftur inn á vinnumarkað í gegnum Vinnumálastofnun nú og var áður. „Fjörutíu prósent er fyrir fólk sem er erlendis frá og sextíu prósent Íslendingar,“ segir Unnur. Rúmlega 7.000 störf eru nú skráð hjá Vinnumálastofnun í gegnum átak stjórnvalda, Hefjum störf, og um 2.300 samningar hafa verið gerðir það sem af er ári. Þeir voru 2.000 í byrjun mánaðar og Unnur segir mikið í farvatninu. „Það er bara bjartari staða en hefur verið síðustu fimmtán mánuði, það er nú bara þannig.“
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira