Fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis í 22 ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2021 19:30 Ekkert annað félag á markaði er með höfuðstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Tímamót urðu í Kauphöllinni í morgun þegar viðskipti hófust með bréf í Síldarvinnslunni. Þetta er fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis á markaðítuttugu og tvö ár og fyrsta skráning í Kauphöllinni fráárinu 2019. Bjöllu Kauphallarinnar var hringt af togaranum Berki við Neskaupstað þegar fyrstu viðskipti með bréf í Síldarvinnslunni hófust. Aðeins um hálftíma síðar höfðu farið fram viðskipti fyrir rúmar 300 milljónir króna en rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir bréfum Síldarvinnslunnar í hlutfjárútboði fyrr í þessum mánuði. „Áhugi á nýjum fjárfestingum og fjárfestingum almennt er talsvert mikill og sérstaklega áhugavert að fylgjast með hvað almenningur er að koma sterkt inn í útboðin og markaðinn almennt,” segir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöll Íslands. Samherji og Kjálkanes voru og verða áfram stærstu hluthafar félagsins, með tæplega 52 prósenta hlut samanlagt og Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað verður áfram þriðji stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar, með 11 prósenta eignarhlut. Þá á Gildi lífeyrissjóður 9,9 prósenta hlut og Eignarhaldsfélagið Snæfugl 4,3 prósent. Hluthafarnir eru í heildina um 6500 talsins. „Þetta er þá með þeim félögum sem er með flesta hluthafa í dag, held í topp þrjú eða fjögur,” segir Baldur. Skráning Síldarvinnslunnar er að vissu leyti söguleg, því ekkert annað félag á markaði er með höfuðstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er aðeins eitt annað sjávarútvegsfyrirtæki skráð í Kauphöllina. Þá eru tvö ár síðan síðasta skráning í Kauphöll átti sér stað. „Þetta er nefnilega fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis hér frá árinu 1999. Þegar mest lét voru held ég nítján sjávarútvegsfyrirtæki, svo fækkaði þeim statt og stöðugt, þar til bara Brim var eftir. Þannig að í dag höfum við tvöfaldað fjöldann.” Sjávarútvegur Kauphöllin Fjarðabyggð Síldarvinnslan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Bjöllu Kauphallarinnar var hringt af togaranum Berki við Neskaupstað þegar fyrstu viðskipti með bréf í Síldarvinnslunni hófust. Aðeins um hálftíma síðar höfðu farið fram viðskipti fyrir rúmar 300 milljónir króna en rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir bréfum Síldarvinnslunnar í hlutfjárútboði fyrr í þessum mánuði. „Áhugi á nýjum fjárfestingum og fjárfestingum almennt er talsvert mikill og sérstaklega áhugavert að fylgjast með hvað almenningur er að koma sterkt inn í útboðin og markaðinn almennt,” segir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöll Íslands. Samherji og Kjálkanes voru og verða áfram stærstu hluthafar félagsins, með tæplega 52 prósenta hlut samanlagt og Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað verður áfram þriðji stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar, með 11 prósenta eignarhlut. Þá á Gildi lífeyrissjóður 9,9 prósenta hlut og Eignarhaldsfélagið Snæfugl 4,3 prósent. Hluthafarnir eru í heildina um 6500 talsins. „Þetta er þá með þeim félögum sem er með flesta hluthafa í dag, held í topp þrjú eða fjögur,” segir Baldur. Skráning Síldarvinnslunnar er að vissu leyti söguleg, því ekkert annað félag á markaði er með höfuðstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er aðeins eitt annað sjávarútvegsfyrirtæki skráð í Kauphöllina. Þá eru tvö ár síðan síðasta skráning í Kauphöll átti sér stað. „Þetta er nefnilega fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis hér frá árinu 1999. Þegar mest lét voru held ég nítján sjávarútvegsfyrirtæki, svo fækkaði þeim statt og stöðugt, þar til bara Brim var eftir. Þannig að í dag höfum við tvöfaldað fjöldann.”
Sjávarútvegur Kauphöllin Fjarðabyggð Síldarvinnslan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira