Inzaghi að taka við meisturum Inter | Allegri snýr aftur á gamlar slóðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2021 07:00 Það stefnir allt í að Simone Inzaghi verði næsti stjóri Inter Milan. EPA-EFE/MAURIZIO BRAMBATTI Allt stefnir í að Simone Inzaghi sé að taka við Ítalíumeisturum Inter Mílan en Lazio tilkynnti fyrr í kvöld að Inzaghi hefði yfirgefið félagið. Þá virðist sem Massimiliano Allegri sé að taka við Juventus á nýjan leik en hann hefur verið orðaður við stjórastöðu Real Madrid undanfarið. Official. Inzaghi leaves Lazio and he s gonna sign as new Inter manager.Allegri will be announced soon as new Juventus manager - Pirlo will be sacked.Spalletti is one step away from joining Napoli as new manager.Antonio Conte will decide his future in the next few days .— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2021 Hinn 45 ára gamli Inzaghi virðist bara eiga eftir að setja penna á blað áður en Inter tilkynnir að hann sé nýr þjálfari. Antonio Conte ákvað að segja upp skömmu eftir að tryggja félaginu Ítalíumeistaratitilinn þar sem fjárhagsstaða félagsins er slæm og stefnir í að það þurfi að selja fjölda leikmanna í sumar. Inzaghi hefur verið þjálfari Lazio frá 2016 og náð eftirtektarverðum árangri. Til að mynda varð félagið bikarmeistari 2019 undir hans stjórn. Þá komst liðið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 13 ár undir stjórn Inzaghi. Með lítið fé milli handanna tókst Inzaghi samt að stríða toppliðunum trekk í trekk og vonast Inter eflaust til að hann geti haldið liðinu í toppbaráttunni þó það þurfi að selja suma af sínum bestu mönnum í sumar. Hvað varðar Allegri þá virtist nær öruggt að hann yrði næsti stjóri Real Madrid þar sem Zinedine Zidane hefur ákveðið að kalla þetta gott sem stjóri liðsins. Það kom því töluvert á óvart þegar þær fregnir bárust að Juventus ætlaði sér að reka Andrea Pirlo og ráða Allegri á nýjan leik. Allegri stýrði Juventus frá 2014 til 2019. Liðið varð Ítalíumeistari öll fimm árin ásamt því að verða bikarmeistari fjórum sinnum og komast tvívegis í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Barcelona og Real Madrid. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Sjá meira
Þá virðist sem Massimiliano Allegri sé að taka við Juventus á nýjan leik en hann hefur verið orðaður við stjórastöðu Real Madrid undanfarið. Official. Inzaghi leaves Lazio and he s gonna sign as new Inter manager.Allegri will be announced soon as new Juventus manager - Pirlo will be sacked.Spalletti is one step away from joining Napoli as new manager.Antonio Conte will decide his future in the next few days .— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2021 Hinn 45 ára gamli Inzaghi virðist bara eiga eftir að setja penna á blað áður en Inter tilkynnir að hann sé nýr þjálfari. Antonio Conte ákvað að segja upp skömmu eftir að tryggja félaginu Ítalíumeistaratitilinn þar sem fjárhagsstaða félagsins er slæm og stefnir í að það þurfi að selja fjölda leikmanna í sumar. Inzaghi hefur verið þjálfari Lazio frá 2016 og náð eftirtektarverðum árangri. Til að mynda varð félagið bikarmeistari 2019 undir hans stjórn. Þá komst liðið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 13 ár undir stjórn Inzaghi. Með lítið fé milli handanna tókst Inzaghi samt að stríða toppliðunum trekk í trekk og vonast Inter eflaust til að hann geti haldið liðinu í toppbaráttunni þó það þurfi að selja suma af sínum bestu mönnum í sumar. Hvað varðar Allegri þá virtist nær öruggt að hann yrði næsti stjóri Real Madrid þar sem Zinedine Zidane hefur ákveðið að kalla þetta gott sem stjóri liðsins. Það kom því töluvert á óvart þegar þær fregnir bárust að Juventus ætlaði sér að reka Andrea Pirlo og ráða Allegri á nýjan leik. Allegri stýrði Juventus frá 2014 til 2019. Liðið varð Ítalíumeistari öll fimm árin ásamt því að verða bikarmeistari fjórum sinnum og komast tvívegis í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Barcelona og Real Madrid. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Sjá meira