Langflestir vilja að Katrín leiði næstu ríkisstjórn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. maí 2021 18:36 Hvítu tölurnar sýna fylgi í könnun Maskínu í desember og þær lituðu fylgi ráðherranna í könnun sem var gerð í maí. Grænar tölur benda til hækkandi fylgis og þær ræðu til lækkandi. Þátttakendur voru spurðir hvaða stjórnmálaleiðtogi ætti að verða forsætisráðherra eftir kosningar í haust. vísir Langflestir eða nærri helmingur aðspurðra í nýrri könnun Maskínu vilja Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forsætisráðherra landsins. Stuðningur við formann Samfylkingarinnar helmingast á milli kannana. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunar vilja flestir og umtalsvert fleiri en í síðustu könnun að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, leiði næstu ríkisstjórn eftir kosningar. Í desember sögðust um þrjátíu prósent aðspurða vilja Katrínu sem forsætisráðherra næstu ríkisstjórnar, en nú um 46 prósent. Næstflestir vilja að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gegni forrystu í næstu ríkisstjórn. Stuðningur við hann minnkar þó á milli kannana og fer úr sextán í tólf prósent. Um fjórfalt fleiri vilja því Katrínu í ráðherrastólinn. Nærri helmingur aðspurða telur að Katrín eigi áfram að verma stól forsætisráðherra eftir kosningar í haust.vísir/Vilhelm Stuðningur við Loga Einarsson, formann Samfylkarinnar, dregst mest saman á milli kannana. Í desember sögðust um ellefu prósent vilja Loga sem næsta forsætisráðherra en nú ríflega fimm prósent. Stuðningur við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, minnkar aðeins á mili kannana, og fer úr ríflega tíu prósentum í átta og hálft prósent. Það dregur einnig úr stuðningi við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, sem fer úr átta prósentum í sex og hálft prósent. Í desember sögðust 11,1% telja að Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, ætti að verða næsti forsætisráðherra. Nú voru 5,4% á þeirri skoðun.vísir/Vilhelm Álíka margir vilja sjá Sigurð Inga Jóhannsson sem næsta forsætisráðherra nú og í síðustu könnun, eða um sex og hálft prósent. Ívið færri vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, leiði næstu ríkisstjórn, eða sex prósent. Fæstir vilja að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verði næsti forsætisráðherra en stuðningurinn helst þó nokkuð stöðugur í ríflega þremur prósentum. Könnunin fór fram dagana 26. apríl til 4. maí og svarendur voru 878 talsins. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunar vilja flestir og umtalsvert fleiri en í síðustu könnun að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, leiði næstu ríkisstjórn eftir kosningar. Í desember sögðust um þrjátíu prósent aðspurða vilja Katrínu sem forsætisráðherra næstu ríkisstjórnar, en nú um 46 prósent. Næstflestir vilja að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gegni forrystu í næstu ríkisstjórn. Stuðningur við hann minnkar þó á milli kannana og fer úr sextán í tólf prósent. Um fjórfalt fleiri vilja því Katrínu í ráðherrastólinn. Nærri helmingur aðspurða telur að Katrín eigi áfram að verma stól forsætisráðherra eftir kosningar í haust.vísir/Vilhelm Stuðningur við Loga Einarsson, formann Samfylkarinnar, dregst mest saman á milli kannana. Í desember sögðust um ellefu prósent vilja Loga sem næsta forsætisráðherra en nú ríflega fimm prósent. Stuðningur við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, minnkar aðeins á mili kannana, og fer úr ríflega tíu prósentum í átta og hálft prósent. Það dregur einnig úr stuðningi við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, sem fer úr átta prósentum í sex og hálft prósent. Í desember sögðust 11,1% telja að Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, ætti að verða næsti forsætisráðherra. Nú voru 5,4% á þeirri skoðun.vísir/Vilhelm Álíka margir vilja sjá Sigurð Inga Jóhannsson sem næsta forsætisráðherra nú og í síðustu könnun, eða um sex og hálft prósent. Ívið færri vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, leiði næstu ríkisstjórn, eða sex prósent. Fæstir vilja að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verði næsti forsætisráðherra en stuðningurinn helst þó nokkuð stöðugur í ríflega þremur prósentum. Könnunin fór fram dagana 26. apríl til 4. maí og svarendur voru 878 talsins.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira