Rosengård með fullt hús stiga á toppnum eftir stórsigur | Sveindís Jane sneri aftur í tapi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2021 14:00 Glódís Perla og stöllur hennar hafa unnið alla sjö leiki sína til þessa í deildinni. @FCRosengard Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengård unnu stórsigur á meðan Sveindís Jane Jónsdóttir sneri aftur eftir meiðsli í tapi Kristianstad. Í Stokkhólmi tóku Hallbera Guðný Gísladóttir og stöllur hennar í AIK á móti Glódísi Perlu Viggósdóttur og liðsfélögum hennar í Rosengård. AIK eru nýliðar í deildinni á meðan Rosengård er með betri liðum deildarinnar og til að gera langa sögu stutta þá unnu gestirnir stórsigur. Þrjú mörk í fyrri hálfleik og fjögur í þeim síðari þýddu að lokatölur leiksins voru 7-0 gestunum í vil. Hallbera Guðný spilaði allan leikinn í vinstri vængbakverði AIK á meðan Glódís Perla var á sínum stað í hjarta varnar Rosengård. Glódís Perla stefnir hraðbyr á sænska meistaratitilinn en Rosengård er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga að loknum sjö leikjum. AIk er í 9. sæti deildarinnar með einn sigur, þrjú jafntefli og þrjú töp að loknum sjö leikjum. Fyrir leik kvöldsins hafði liðið fengið á sig 11 mörk og því kom fjöldi marka Rosengård töluvert á óvart. Þá tapaði Kristianstad nokkuð óvænt fyrir Hammarby á útivelli, lokatölur 3-1. Sif Atladóttir lék allan leikinn í vörn Kristanstad og nældi í gult spjald á 71. mínútu leiksins. Sveindís Jane hóf leikinn á bekknum en kom inn þegar tæpur hálftími var til leiksloka. Sveindísi Jane tókst ekki að setja mark sitt á leikinn að þessu sinni en staðan var 3-1 er hún kom inn af varamannabekknum. Um er að ræða fyrsta tap Kristianstad á tímabilinu en liðið er í 4. sæti með 12 stig að loknum sjö leikjum. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Í Stokkhólmi tóku Hallbera Guðný Gísladóttir og stöllur hennar í AIK á móti Glódísi Perlu Viggósdóttur og liðsfélögum hennar í Rosengård. AIK eru nýliðar í deildinni á meðan Rosengård er með betri liðum deildarinnar og til að gera langa sögu stutta þá unnu gestirnir stórsigur. Þrjú mörk í fyrri hálfleik og fjögur í þeim síðari þýddu að lokatölur leiksins voru 7-0 gestunum í vil. Hallbera Guðný spilaði allan leikinn í vinstri vængbakverði AIK á meðan Glódís Perla var á sínum stað í hjarta varnar Rosengård. Glódís Perla stefnir hraðbyr á sænska meistaratitilinn en Rosengård er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga að loknum sjö leikjum. AIk er í 9. sæti deildarinnar með einn sigur, þrjú jafntefli og þrjú töp að loknum sjö leikjum. Fyrir leik kvöldsins hafði liðið fengið á sig 11 mörk og því kom fjöldi marka Rosengård töluvert á óvart. Þá tapaði Kristianstad nokkuð óvænt fyrir Hammarby á útivelli, lokatölur 3-1. Sif Atladóttir lék allan leikinn í vörn Kristanstad og nældi í gult spjald á 71. mínútu leiksins. Sveindís Jane hóf leikinn á bekknum en kom inn þegar tæpur hálftími var til leiksloka. Sveindísi Jane tókst ekki að setja mark sitt á leikinn að þessu sinni en staðan var 3-1 er hún kom inn af varamannabekknum. Um er að ræða fyrsta tap Kristianstad á tímabilinu en liðið er í 4. sæti með 12 stig að loknum sjö leikjum. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn