Fréttirnar koma í kjölfar 7-3 sigurs Blika á Val en Vande Velde mun þó ekki verða lögleg fyrr en félagaskiptaglugginn opnar í byrjun júlí. Ef til vill er þetta gert þar sem Blikar munu líkt og mörg önnur lið missa leikmenn út í bandaríska háskólaboltann þegar líður á sumarið.
Chloé er á leið í landsliðsverkefni þar sem Belgía mætir Spáni og Lúxemborg. Að því loknu kemur hún hingað til lands og hefur æfingar með Íslandsmeisturunum. Hún ætti því að vera öllum hnútum kunnug er hún fær keppnisleyfi með liðinu.
„Cholé, sem verur 24 ára í júní, er afar öflugur leikmaður og á að baki 19 landsleiki fyrir Belgíu. Hún gefur liðinu mikla reynslu og aukna breidd fyrir átökin á Íslandsmótinu og í Meistaradeildinni,“ segir í fréttatilkynningu Blika.
Íslandsmeistararnir eru sem stendur í 2. sæti Pepsi Max deildarinnar með 12 stig að loknum fimm leikjum en liðið tapaði óvænt fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum. Selfoss trónir á toppnum um þessar mundir með 13 stig en Valur er í 3. sæti með 10 stig.

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.