Kristoffer Velde kom heimamönnum yfir á 24. mínútu eftir stoðsendingu frá Niklas Sandberg.
Veton Berisha jafnaði metin fyrir gestina úr vítaspyrnu á 38. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Kristoffer Velde kom Haugesund aftur í forystu á 60. mínútu, aftur eftir stoðsendingu frá Niklas Sandberg.
Sandberg lagði svo upp sitt þriðja mark fjórum mínútum seinna, en þá var það Ibrahima Wadji sem kom boltanum í netið.
Alioune Ndour gerði út um leikinn á 91. mínútu þegar hann kom heimamönnum í 4-1. Veton Berisha minnkaði muninn á fimmtu mínútu uppbótartíma og þar við sat.
Þetta var fyrsti sigur Haugesund á tímabilinu. Þeir sitja nú í tíunda sæti með fimm stig, fjórum stigum minna en Viking í sjötta sætinu.