Forseti Hæstaréttar dregur úr kennslu við HÍ á næsta skólaári Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. maí 2021 10:47 Benedikt Bogason er forseti Hæstaréttar og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, mun draga úr starfsframlagi sínu við lagadeildina frá og með næsta kennsluári. Hann segir það þó vera óháð nýlegri umræðu um aukastörf dómara. Nokkuð hefur borið á umræðu um að kennslustörf dómara kunni að vera ósamrýmanleg þeirra aðalstarfi, dómarastarfinu, og sitt sýnist hverjum. Þannig hafa ýmsir fræðimenn í greininni lýst skoðunum sínum á aukastörfum dómara, einkum og sér í lagi forseta Hæstaréttar. Í aðsendri grein hér á Vísi gerir Benedikt aukastörf sín við lagadeildina að umfjöllunarefni og segir almenn að dómurum sé óheimilt að taka að sér aukastörf. Nefnd um dómarastörf geti þó veitt undanþágu frá því ef ljóst er að aukastarf sé ekki ósamrýmanlegt stöðu dómara eða leiðir af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi. „Til þessa hefur verið ágreiningslaust að kennsla sé aukastarf sem fyllilega samrýmist dómarastarfi enda verið bent á að þetta sé vel þekkt bæði hér á landi og víða í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Af þessum sökum leiðir af reglum sem gilda um aukastörf dómara að dómari þarf ekki að sækja um sérstaka heimild til að taka að sér slíkt starf heldur nægir honum að tilkynna það,“ skrifar Benedikt. Þá vísar Benedikt til þess sem hann segir viðteknar skoðanir um mikilvægi tengsla háskóla og atvinnulífs, auk ávinnings af því að hluti kennara starfi á því sviði sem kennslan lýtur að. „Framlag dómara við kennslu er því í þágu háskólanna. Með sanni má segja að hér gæti samlegðaráhrifa í senn til hagsbóta fyrir háskóla og dómstóla. Dómari sem sinnir fræðistörfum eflist í dómstörfum sínum á sama tíma og menntastofnun nýtur góðs af kennslu hans. Þetta þekki ég af eigin raun.“ Í þarsíðustu viku var greint frá því að allsherjarnefnd Alþingis hefði samþykkt að kalla Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, auk dómstólasýslunnar og fulltrúa dómarafélagsins fyrir nefndina vegna umræðu um aukastörf dómara. Í samtali við Vísi sagði Páll Magnússon, formaður nefndarinnar, að full ástæða væri til þess að svara ýmsum spurningum og álitaefnum er varða aukastörf dómara við Hæstarétt, sem höfðu þá verið í deiglunni. Aldrei fengið athugasemdir við afköst sín í starfi Í greininni rekur Benedikt svo feril sinn við lagadeild Háskóla Íslands, hvar hann hóf störf 1993. Þar hefur hann starfað síðan og segir starfsframlag sitt hafa verið svipað síðastliðin 20 ár, eða um 49 prósent. „Ég var skipaður héraðsdómari 2001 og síðan hæstaréttardómari árið 2012. Ég hef því verið kennari við lagadeildina allan þann tíma sem ég hef gegnt embætti dómara. Ég gerði áðurgreindri Nefnd um dómarastörf grein fyrir þessu aukastarfi mínu þegar ég var skipaður héraðsdómari og einnig þegar ég var skipaður hæstaréttardómari. Nefndinni er því kunnugt um þessi störf mín og umfang þeirra og hefur aldrei gert athugasemdir við þau, en hún hefur eftirlit með þessu,“ skrifar Benedikt. Hann segir samstarfsmenn sína í dómarastörfum ekki hafa gert athugasemdir við afköst hans í dómstörfum, hvorki þegar hann var við héraðsdóm né Hæstarétt. Þá viti hann ekki annað en að nemendur hans við lagadeild hafi tekið kennslu hans vel, auk þess sem lagadeildin hafi ávallt sóst eftir starfskröftum hans. Benedikt lýkur greininni með því að fjalla um að hann hafi verið kjörinn forseti Hæstaréttar í september 2020 og aðdragandinn að því hafi verið skammur. Þá hafi verið búið að skipuleggja kennslu hans fyrir skólaárið 2020 til 2021 og erfitt að breyta þeirri tilhögun. „Ég hafði hins vegar ávallt og án tillits til þessarar umræðu gert ráð fyrir að draga úr starfsframlagi mínu á næsta kennsluári vegna starfa minna sem forseti réttarins. Þessu kom ég á framfæri við lagadeild Háskóla Íslands strax eftir að ég tók við embætti forseta og mun það ganga eftir,“ skrifar Benedikt að lokum. Aukastörf dómara Dómstólar Háskólar Tengdar fréttir Í tilefni af umræðu um aukastörf dómara Á síðustu dögum hefur nokkur umræða farið fram um kennslu- og fræðistörf dómara. Þannig gagnrýndi Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, kennslustörf hæstaréttardómara í síðustu viku og þeir Bjarni Már Magnússon og Haukur Logi Karlsson, doktorar við lagadeild HR, tóku í sama streng í grein í Morgunblaðinu 20. maí sl. 21. maí 2021 16:30 Benedikt Bogason með 423 þúsund krónur á mánuði hjá HÍ Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar prófessor í 48 prósenta starfshlutfalli og þiggur fyrir það mánaðarlaun sem nema 423.003 krónum. 17. maí 2021 10:55 Reglur um aukastörf dómara „talsvert strangari“ en hjá nágrannaþjóðum „Þetta snýst alltaf um sjálfstæði og óhæði dómaranna. Að borgarinn geti treyst því að hann njóti og geti flutt mál sitt og fengið úrlausn hjá sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól,“ segir Berglind Svavarsdóttir fráfarandi formaður Lögmannafélagsins um aukastörf dómara. 30. maí 2021 14:51 Akademísk aukastörf í lögfræði Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um tengsl íslenskra dómstóla og lagadeilda háskólanna, m.a. Lagadeildar Háskóla Íslands. Af því tilefni er rétt að halda til haga nokkrum sjónarmiðum sem máli geta skipt fyrir upplýsta umræðu. 25. maí 2021 09:01 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Nokkuð hefur borið á umræðu um að kennslustörf dómara kunni að vera ósamrýmanleg þeirra aðalstarfi, dómarastarfinu, og sitt sýnist hverjum. Þannig hafa ýmsir fræðimenn í greininni lýst skoðunum sínum á aukastörfum dómara, einkum og sér í lagi forseta Hæstaréttar. Í aðsendri grein hér á Vísi gerir Benedikt aukastörf sín við lagadeildina að umfjöllunarefni og segir almenn að dómurum sé óheimilt að taka að sér aukastörf. Nefnd um dómarastörf geti þó veitt undanþágu frá því ef ljóst er að aukastarf sé ekki ósamrýmanlegt stöðu dómara eða leiðir af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi. „Til þessa hefur verið ágreiningslaust að kennsla sé aukastarf sem fyllilega samrýmist dómarastarfi enda verið bent á að þetta sé vel þekkt bæði hér á landi og víða í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Af þessum sökum leiðir af reglum sem gilda um aukastörf dómara að dómari þarf ekki að sækja um sérstaka heimild til að taka að sér slíkt starf heldur nægir honum að tilkynna það,“ skrifar Benedikt. Þá vísar Benedikt til þess sem hann segir viðteknar skoðanir um mikilvægi tengsla háskóla og atvinnulífs, auk ávinnings af því að hluti kennara starfi á því sviði sem kennslan lýtur að. „Framlag dómara við kennslu er því í þágu háskólanna. Með sanni má segja að hér gæti samlegðaráhrifa í senn til hagsbóta fyrir háskóla og dómstóla. Dómari sem sinnir fræðistörfum eflist í dómstörfum sínum á sama tíma og menntastofnun nýtur góðs af kennslu hans. Þetta þekki ég af eigin raun.“ Í þarsíðustu viku var greint frá því að allsherjarnefnd Alþingis hefði samþykkt að kalla Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, auk dómstólasýslunnar og fulltrúa dómarafélagsins fyrir nefndina vegna umræðu um aukastörf dómara. Í samtali við Vísi sagði Páll Magnússon, formaður nefndarinnar, að full ástæða væri til þess að svara ýmsum spurningum og álitaefnum er varða aukastörf dómara við Hæstarétt, sem höfðu þá verið í deiglunni. Aldrei fengið athugasemdir við afköst sín í starfi Í greininni rekur Benedikt svo feril sinn við lagadeild Háskóla Íslands, hvar hann hóf störf 1993. Þar hefur hann starfað síðan og segir starfsframlag sitt hafa verið svipað síðastliðin 20 ár, eða um 49 prósent. „Ég var skipaður héraðsdómari 2001 og síðan hæstaréttardómari árið 2012. Ég hef því verið kennari við lagadeildina allan þann tíma sem ég hef gegnt embætti dómara. Ég gerði áðurgreindri Nefnd um dómarastörf grein fyrir þessu aukastarfi mínu þegar ég var skipaður héraðsdómari og einnig þegar ég var skipaður hæstaréttardómari. Nefndinni er því kunnugt um þessi störf mín og umfang þeirra og hefur aldrei gert athugasemdir við þau, en hún hefur eftirlit með þessu,“ skrifar Benedikt. Hann segir samstarfsmenn sína í dómarastörfum ekki hafa gert athugasemdir við afköst hans í dómstörfum, hvorki þegar hann var við héraðsdóm né Hæstarétt. Þá viti hann ekki annað en að nemendur hans við lagadeild hafi tekið kennslu hans vel, auk þess sem lagadeildin hafi ávallt sóst eftir starfskröftum hans. Benedikt lýkur greininni með því að fjalla um að hann hafi verið kjörinn forseti Hæstaréttar í september 2020 og aðdragandinn að því hafi verið skammur. Þá hafi verið búið að skipuleggja kennslu hans fyrir skólaárið 2020 til 2021 og erfitt að breyta þeirri tilhögun. „Ég hafði hins vegar ávallt og án tillits til þessarar umræðu gert ráð fyrir að draga úr starfsframlagi mínu á næsta kennsluári vegna starfa minna sem forseti réttarins. Þessu kom ég á framfæri við lagadeild Háskóla Íslands strax eftir að ég tók við embætti forseta og mun það ganga eftir,“ skrifar Benedikt að lokum.
Aukastörf dómara Dómstólar Háskólar Tengdar fréttir Í tilefni af umræðu um aukastörf dómara Á síðustu dögum hefur nokkur umræða farið fram um kennslu- og fræðistörf dómara. Þannig gagnrýndi Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, kennslustörf hæstaréttardómara í síðustu viku og þeir Bjarni Már Magnússon og Haukur Logi Karlsson, doktorar við lagadeild HR, tóku í sama streng í grein í Morgunblaðinu 20. maí sl. 21. maí 2021 16:30 Benedikt Bogason með 423 þúsund krónur á mánuði hjá HÍ Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar prófessor í 48 prósenta starfshlutfalli og þiggur fyrir það mánaðarlaun sem nema 423.003 krónum. 17. maí 2021 10:55 Reglur um aukastörf dómara „talsvert strangari“ en hjá nágrannaþjóðum „Þetta snýst alltaf um sjálfstæði og óhæði dómaranna. Að borgarinn geti treyst því að hann njóti og geti flutt mál sitt og fengið úrlausn hjá sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól,“ segir Berglind Svavarsdóttir fráfarandi formaður Lögmannafélagsins um aukastörf dómara. 30. maí 2021 14:51 Akademísk aukastörf í lögfræði Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um tengsl íslenskra dómstóla og lagadeilda háskólanna, m.a. Lagadeildar Háskóla Íslands. Af því tilefni er rétt að halda til haga nokkrum sjónarmiðum sem máli geta skipt fyrir upplýsta umræðu. 25. maí 2021 09:01 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í tilefni af umræðu um aukastörf dómara Á síðustu dögum hefur nokkur umræða farið fram um kennslu- og fræðistörf dómara. Þannig gagnrýndi Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, kennslustörf hæstaréttardómara í síðustu viku og þeir Bjarni Már Magnússon og Haukur Logi Karlsson, doktorar við lagadeild HR, tóku í sama streng í grein í Morgunblaðinu 20. maí sl. 21. maí 2021 16:30
Benedikt Bogason með 423 þúsund krónur á mánuði hjá HÍ Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar prófessor í 48 prósenta starfshlutfalli og þiggur fyrir það mánaðarlaun sem nema 423.003 krónum. 17. maí 2021 10:55
Reglur um aukastörf dómara „talsvert strangari“ en hjá nágrannaþjóðum „Þetta snýst alltaf um sjálfstæði og óhæði dómaranna. Að borgarinn geti treyst því að hann njóti og geti flutt mál sitt og fengið úrlausn hjá sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól,“ segir Berglind Svavarsdóttir fráfarandi formaður Lögmannafélagsins um aukastörf dómara. 30. maí 2021 14:51
Akademísk aukastörf í lögfræði Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um tengsl íslenskra dómstóla og lagadeilda háskólanna, m.a. Lagadeildar Háskóla Íslands. Af því tilefni er rétt að halda til haga nokkrum sjónarmiðum sem máli geta skipt fyrir upplýsta umræðu. 25. maí 2021 09:01