Vinnumálastofnun hefur svipt 350 atvinnuleitendur tímabundið eða alfarið atvinnuleysisbótum síðustu tvo mánuði því fólk hefur hafnað störfum án skýringa. Rætt verður við forstjóra Vinnumálastofnunar í fréttatímanum.
Einnig verður staðan tekin á kórónuveirufaraldrinum, fjallað um bólusetningar fram undan og velt upp spurningunni hvenær hjarðónæmi sé komið í landinu.
Þá verðum við í beinni útsendingu frá Hallgrímskirkju þar sem fyrrum og núverandi félagar í Mótettukórnum syngja sinn svanasöng.
Þetta og fleira til í þéttum kvöldfréttatíma kl. 18:30 á Stöð 2 og Bylgjunni.