Vinnumálastofnun hefur svipt 350 manns bótum sem hafa hafnað vinnu án fullnægjandi skýringa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. maí 2021 18:30 Vinnumálastofnun hefur svipt þrjúhundruð og fimmtíu atvinnuleitendur tímabundið eða alfarið atvinnuleysisbótum síðustu tvo mánuði því fólk hefur hafnað störfum án tilhlýðilegra skýringa. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir brýnt að fyrirtæki láti stofnunina vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggur ekki vinnu. Í apríl voru 17.700 manns án atvinnu á landinu samkvæmt Hagstofu Íslands sem jafngildir 8,6% atvinnuleysi. Fram hefur komið að það sárvantar fólk í ferðaþjónustu og í dag kom fram hjá framkvæmdastjóra hjá Ferðaþjónustufyrirtæki í þættinum í Bítinu að afar erfitt væri að fá fólk á atvinnuleysiskrá til starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 352 verið sviptir atvinnuleysisbótum því fólk hefur hafnað starfi án fullnægjandi skýringa. Ef viðkomandi hafnar starfi einu sinni án fullnægjandi skýringa getur hann misst bætur í tvo mánuði, gerist það tvisvar falla þær niður í þrjá mánuði og alfarið ef það gerist þrisvar. „Við látum einstaklinginn vita að við höfum heyrt að hann hafi hafnað starfi og óskum skýringa. Ef viðkomandi kemur ekki með fullnægjandi skýringar þá úrskurðum við um viðurlög samkvæmt lögum,“ segir Unnur. Mikilvægt að fyrirtæki láti vita af því ef fólk þiggur ekki störf Unnur segir afar mikilvægt að forráðamenn fyrirtækja láti vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggur ekki störf í boði eða svarar ekki skilaboðum. „Það hefur verið töluvert um slíkar ábendingar og við tökum þær allar til skoðunar og það fer svo sína réttu leið gegnum okkar kerfi. Það er alveg nauðsynlegt að atvinnurekendur láti okkur vita ef fólk er ekki að þiggja störf svo við getum tekið á því,“ segir Unnur.. Hún segir vinnumarkaðinn mun líflegri en gert hafði verið ráð fyrir. „Það hefur komið mér á óvart hversu hratt störfin hafa komið inn en við erum með mannskap sem er að hamast við að koma fólki í störf. Alls hafa fyrirtæki óskað eftir 8500 stöðugildum síðustu tvo mánuði hjá Vinnumálastofnun og ráðið hefur verið í 2350 störf. Unnur segir að mögulega séu fleiri komnir með störf en talan segir til um. „Það tekur tíma frá því starf kemur og það er að fullu komið inn í okkar kerfi,“ segir Unnur að lokum. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Tengdar fréttir „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. 31. maí 2021 14:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Í apríl voru 17.700 manns án atvinnu á landinu samkvæmt Hagstofu Íslands sem jafngildir 8,6% atvinnuleysi. Fram hefur komið að það sárvantar fólk í ferðaþjónustu og í dag kom fram hjá framkvæmdastjóra hjá Ferðaþjónustufyrirtæki í þættinum í Bítinu að afar erfitt væri að fá fólk á atvinnuleysiskrá til starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 352 verið sviptir atvinnuleysisbótum því fólk hefur hafnað starfi án fullnægjandi skýringa. Ef viðkomandi hafnar starfi einu sinni án fullnægjandi skýringa getur hann misst bætur í tvo mánuði, gerist það tvisvar falla þær niður í þrjá mánuði og alfarið ef það gerist þrisvar. „Við látum einstaklinginn vita að við höfum heyrt að hann hafi hafnað starfi og óskum skýringa. Ef viðkomandi kemur ekki með fullnægjandi skýringar þá úrskurðum við um viðurlög samkvæmt lögum,“ segir Unnur. Mikilvægt að fyrirtæki láti vita af því ef fólk þiggur ekki störf Unnur segir afar mikilvægt að forráðamenn fyrirtækja láti vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggur ekki störf í boði eða svarar ekki skilaboðum. „Það hefur verið töluvert um slíkar ábendingar og við tökum þær allar til skoðunar og það fer svo sína réttu leið gegnum okkar kerfi. Það er alveg nauðsynlegt að atvinnurekendur láti okkur vita ef fólk er ekki að þiggja störf svo við getum tekið á því,“ segir Unnur.. Hún segir vinnumarkaðinn mun líflegri en gert hafði verið ráð fyrir. „Það hefur komið mér á óvart hversu hratt störfin hafa komið inn en við erum með mannskap sem er að hamast við að koma fólki í störf. Alls hafa fyrirtæki óskað eftir 8500 stöðugildum síðustu tvo mánuði hjá Vinnumálastofnun og ráðið hefur verið í 2350 störf. Unnur segir að mögulega séu fleiri komnir með störf en talan segir til um. „Það tekur tíma frá því starf kemur og það er að fullu komið inn í okkar kerfi,“ segir Unnur að lokum.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Tengdar fréttir „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. 31. maí 2021 14:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00
Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. 31. maí 2021 14:00