Handbolti

„Var þetta ekki bara frábær handbolti?“

Einar Kárason skrifar
Kristinn Guðmundsson.
Kristinn Guðmundsson. vísir/Bára.

Leikur ÍBV og FH var æsispennandi eins og við var að búast. Jafntefli, 31-31, var niðurstaðan í Vestmannaeyjum í kvöld.

„Þetta var frábær handboltaleikur," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum.

„Við vorum í vandræðum með að stöðva þá varnarlega og áttum erfitt með að slíta þá frá okkur. FH er frábært lið og mér líður ágætlega eftir þennan leik. Hefði vilja vinna hann og allt það en var þetta ekki bara frábær handbolti?"“

Eyjamenn leiddu mest allan leikinn en misstu forskotið niður undir lokin.

„Við þurfum að skoða hvað við getum gert betur fyrir seinni leikinn. Það er nú galdurinn í þessu. Nú er hálfleikur og við þurfum að leggjast yfir hlutina og gera okkar besta í að loka ákveðnum hlutum hjá þeim. Bæði lið hafa örugglega áhuga á að laga varnarleik sinn og finna lausnir og slíkt."

Úrslitakeppnin í ár er með öðru sniði og engir oddaleikir verða.

„Nei nei," sagði sagði Kristinn aðspurður hvort undirbúningur hefði verið öðruvísi en áður. „Þegar þú ert að keppa við FH þarftu bara að hugsa um næstu sókn og næstu vörn. Þetta er meira spurning um hvernig þú notar leikmannahópinn. Ég er nokkuð ánægður með rúllið á okkur í dag og menn ættu að vera ferskir í næsta leik.“

Talandi um næsta leik.

„Það er allt undir. Svoleiðis á úrslitakeppnin að vera. Það hlýtur að vera frábær stemning sem myndast fyrir þennan leik á fimmtudaginn. Það er gaman að koma í Kaplakrika og spila þar og sérstaklega þegar leikirnir skipa máli. Það að fá að mæta þeim á fimmtudaginn er sannur heiður og ég hlakka gríðarlega til."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×