Af tengslum Hæstaréttar og lagadeildar Háskóla Íslands Helgi Áss Grétarsson skrifar 1. júní 2021 15:30 Tengsl Hæstaréttar Íslands og lagadeildar Háskóla Íslands eru rótgróin. Þessu kynntist ég þegar ég starfaði fyrir lagadeildina um margra ára skeið. Tengsl af þessu tagi geta verið tvíeggjað sverð. Akademían nýtur góðs af þeim vegna þess að hún fær aðgang að mannauð með umtalsverða sérþekkingu og reynslu, t.d. þegar hæstaréttardómarar og aðrir starfsmenn dómstóla landsins koma að kennslu og rannsóknum. Á hinn bóginn er hætta á að sjálfstæði akademíunnar veikist séu tengslin of sterk. Á meðan ég starfaði við lagadeildina fannst mér að tengsl deildarinnar við Hæstarétt Íslands ýttu undir að fræðimenn stæðu jafnan með dómskerfinu fremur en að rýna það með gagnrýnum hætti. Tökum dæmi. Dæmi um áhrif þessara tengsla Allt frá efnahagshruninu árið 2008 hafa vaknað ófá álitaefni á sviði réttarfars, m.a. þegar upplýst var í árslok 2016 að tilteknir dómarar við Hæstarétt Íslands hefðu haft fjárhagslega hagsmuni í ákveðnum fjármálastofnunum en eigi að síður dæmt í sakamálum sem vörðuðu stjórnendur þessar stofnana. Umræða skapaðist í kjölfarið um vanhæfi dómaranna og eðlilegt hefði verið að starfandi sérfræðingur á sviði réttarfars við elstu lagadeildina hér á landi hefði tjáð sig um það með einum eða öðrum hætti. Viðkomandi gerði það hins vegar ekki. Annað dæmi er umræðuhefðin um ýmis innri mál réttarkerfisins og veitingu embætta innan þess. Mest undrandi var ég á því hvernig ýmsir akademískir starfsmenn gátu réttlætt þá umsögn dómnefndar vorið 2017 að nákvæmlega 15 umsækjendur um stöðu dómara við Landsrétt væru hæfastir í að gegna embætti við hinn nýstofnaða dómstól. Vel yfir 30 umsækjendur sóttu um dómaraembættin og augljóst mátti vera að þegar skipað væri í svona mörg embætti á sama tíma ætti að gefa ráðherra kost á að velja milli nokkurra umsækjenda sem teldust jafn hæfir, enda voru mun fleiri umsækjendur vel hæfir til að gegna dómaraembætti en skipa átti. Fáir ef nokkrir innan akademíunnar ræddu þetta atriði á sínum tíma með gagnrýnum hætti. Þvert á móti beindu sérfræðingarnir gagnrýninni fremur að hinum lýðræðislegu kjörnu fulltrúum sem vildu ekki að öllu leyti fara eftir umsögn dómnefndarinnar. Álíka viðbrögð urðu einnig ofan á þegar margir hæfir umsækjendur sóttu um embætti átta héraðsdómara síðla árs 2017, en þá taldi dómnefndin sig aftur þess umkomin að telja nákvæmlega átta umsækjendur hæfasta til að fá embættin, þegar ætla hefði mátt að mun fleiri umsækjendur væru a.m.k. jafn hæfir. Þögn akademíunnar um þann framgangsmáta fannst mér vera þrúgandi og sem akademískur starfsmaður var það ekki til eftirbreytni af minni hálfu að hafa einnig þagað. Stærsti vandinn Á mínum starfsferli við Háskóla Íslands kynntist ég mörgum frábærum lögfræðingum. Vandanum sem hér hefur verið lýst hefur aldrei falist í einstaka lögfræðingi sem slíkum. Það er samtryggingarkerfi sérfræðinga sem virðist vera vandamálið. Einnig eru áhrif æðstu aðila innan dómskerfisins á starfsemi lagadeildar Háskóla Íslands of mikil. Við það dregur úr líkum á að akademían verði að virkum og gagnrýnum þátttakanda í opinberri umræðu. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Dómstólar Háskólar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Tengsl Hæstaréttar Íslands og lagadeildar Háskóla Íslands eru rótgróin. Þessu kynntist ég þegar ég starfaði fyrir lagadeildina um margra ára skeið. Tengsl af þessu tagi geta verið tvíeggjað sverð. Akademían nýtur góðs af þeim vegna þess að hún fær aðgang að mannauð með umtalsverða sérþekkingu og reynslu, t.d. þegar hæstaréttardómarar og aðrir starfsmenn dómstóla landsins koma að kennslu og rannsóknum. Á hinn bóginn er hætta á að sjálfstæði akademíunnar veikist séu tengslin of sterk. Á meðan ég starfaði við lagadeildina fannst mér að tengsl deildarinnar við Hæstarétt Íslands ýttu undir að fræðimenn stæðu jafnan með dómskerfinu fremur en að rýna það með gagnrýnum hætti. Tökum dæmi. Dæmi um áhrif þessara tengsla Allt frá efnahagshruninu árið 2008 hafa vaknað ófá álitaefni á sviði réttarfars, m.a. þegar upplýst var í árslok 2016 að tilteknir dómarar við Hæstarétt Íslands hefðu haft fjárhagslega hagsmuni í ákveðnum fjármálastofnunum en eigi að síður dæmt í sakamálum sem vörðuðu stjórnendur þessar stofnana. Umræða skapaðist í kjölfarið um vanhæfi dómaranna og eðlilegt hefði verið að starfandi sérfræðingur á sviði réttarfars við elstu lagadeildina hér á landi hefði tjáð sig um það með einum eða öðrum hætti. Viðkomandi gerði það hins vegar ekki. Annað dæmi er umræðuhefðin um ýmis innri mál réttarkerfisins og veitingu embætta innan þess. Mest undrandi var ég á því hvernig ýmsir akademískir starfsmenn gátu réttlætt þá umsögn dómnefndar vorið 2017 að nákvæmlega 15 umsækjendur um stöðu dómara við Landsrétt væru hæfastir í að gegna embætti við hinn nýstofnaða dómstól. Vel yfir 30 umsækjendur sóttu um dómaraembættin og augljóst mátti vera að þegar skipað væri í svona mörg embætti á sama tíma ætti að gefa ráðherra kost á að velja milli nokkurra umsækjenda sem teldust jafn hæfir, enda voru mun fleiri umsækjendur vel hæfir til að gegna dómaraembætti en skipa átti. Fáir ef nokkrir innan akademíunnar ræddu þetta atriði á sínum tíma með gagnrýnum hætti. Þvert á móti beindu sérfræðingarnir gagnrýninni fremur að hinum lýðræðislegu kjörnu fulltrúum sem vildu ekki að öllu leyti fara eftir umsögn dómnefndarinnar. Álíka viðbrögð urðu einnig ofan á þegar margir hæfir umsækjendur sóttu um embætti átta héraðsdómara síðla árs 2017, en þá taldi dómnefndin sig aftur þess umkomin að telja nákvæmlega átta umsækjendur hæfasta til að fá embættin, þegar ætla hefði mátt að mun fleiri umsækjendur væru a.m.k. jafn hæfir. Þögn akademíunnar um þann framgangsmáta fannst mér vera þrúgandi og sem akademískur starfsmaður var það ekki til eftirbreytni af minni hálfu að hafa einnig þagað. Stærsti vandinn Á mínum starfsferli við Háskóla Íslands kynntist ég mörgum frábærum lögfræðingum. Vandanum sem hér hefur verið lýst hefur aldrei falist í einstaka lögfræðingi sem slíkum. Það er samtryggingarkerfi sérfræðinga sem virðist vera vandamálið. Einnig eru áhrif æðstu aðila innan dómskerfisins á starfsemi lagadeildar Háskóla Íslands of mikil. Við það dregur úr líkum á að akademían verði að virkum og gagnrýnum þátttakanda í opinberri umræðu. Höfundur er lögfræðingur.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun