Óttast að skipsbruni hafi alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. júní 2021 17:15 Skipið X-Press Pearl er að sökkva við strendur Sri Lanka. Sri Lanka Air Force via AP Skipið X-Press Pearl stóð í ljósum logum í tæpar tvær vikur undir ströndum Srí Lanka áður en tókst að slökkva eldinn. Óttast er að skipsbruninn muni hafa skelfilegar umhverfislegar afleiðingar. Skipið er frá Singapúr og var staðsett nærri ströndum Negombo og Colombo í Srí Lanka. Upptök eldsins eru talin vera leki saltpéturssýru. Um borð í skipinu voru 25 tonn af ætandi sýru sem mætti til dæmis nota við framleiðslu sprengiefna. Áhöfnin er sögð hafa orðið vör við lekann þann 11. maí, en henni neitað um að fara frá borði þangað til að eldurinn braust út. Sjóher Srí Lanka og Indlands hefur barist við eldinn í sameiningu síðustu daga þar til tókst að ráða niðurlögum hans í byrjun vikunnar. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni af slökkvistarfi, verkum við að reyna að vernda umhverfið og öðru. Telur að skoða hefði átt skipið betur Þá hefur verið reynt að koma í veg fyrir að skipið brotni og sökkvi, til þess að lágmarka umhverfislegan skaða atviksins. Útlit er fyrir að skipið muni sökkva, með þeim afleiðingum að hundruð tonna af eldsneytisolíu gætu tekið í sjóinn. Umhverfisverndarsinninn, Dr. Ajantha Perera, telur að allur sá skaðlegi varningur sem er um borð í skipinu muni eyðileggja hafsbotninn ef skipið sekkur. Þá gagnrýnir hún að skipið hafi ekki verið skoðað betur áður en það var sent af stað. Gæti haft slæm áhrif á fiskiðnaðinn Mikil reiði er yfir því að yfirvöld Srí Lanka hafi hleypt skipinu inn á sín mið, þegar tvær þjóðir höfðu hafnað því. Sjávarútvegsráðuneytið í Srí Lanka hefur gripið til neyðarráðstafana og bannað allar veiðar á nærliggjandi svæði. Fiskveiðimenn hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða afleiðingar þetta muni hafa fyrir fiskiðnaðinn. Yfirvöld í Srí Lanka hafa lagt fram kæru á hendur skipstjóranum og bannað honum, ásamt vélstjóranum, að yfirgefa landið. Srí Lanka Singapúr Umhverfismál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Skipið er frá Singapúr og var staðsett nærri ströndum Negombo og Colombo í Srí Lanka. Upptök eldsins eru talin vera leki saltpéturssýru. Um borð í skipinu voru 25 tonn af ætandi sýru sem mætti til dæmis nota við framleiðslu sprengiefna. Áhöfnin er sögð hafa orðið vör við lekann þann 11. maí, en henni neitað um að fara frá borði þangað til að eldurinn braust út. Sjóher Srí Lanka og Indlands hefur barist við eldinn í sameiningu síðustu daga þar til tókst að ráða niðurlögum hans í byrjun vikunnar. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni af slökkvistarfi, verkum við að reyna að vernda umhverfið og öðru. Telur að skoða hefði átt skipið betur Þá hefur verið reynt að koma í veg fyrir að skipið brotni og sökkvi, til þess að lágmarka umhverfislegan skaða atviksins. Útlit er fyrir að skipið muni sökkva, með þeim afleiðingum að hundruð tonna af eldsneytisolíu gætu tekið í sjóinn. Umhverfisverndarsinninn, Dr. Ajantha Perera, telur að allur sá skaðlegi varningur sem er um borð í skipinu muni eyðileggja hafsbotninn ef skipið sekkur. Þá gagnrýnir hún að skipið hafi ekki verið skoðað betur áður en það var sent af stað. Gæti haft slæm áhrif á fiskiðnaðinn Mikil reiði er yfir því að yfirvöld Srí Lanka hafi hleypt skipinu inn á sín mið, þegar tvær þjóðir höfðu hafnað því. Sjávarútvegsráðuneytið í Srí Lanka hefur gripið til neyðarráðstafana og bannað allar veiðar á nærliggjandi svæði. Fiskveiðimenn hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða afleiðingar þetta muni hafa fyrir fiskiðnaðinn. Yfirvöld í Srí Lanka hafa lagt fram kæru á hendur skipstjóranum og bannað honum, ásamt vélstjóranum, að yfirgefa landið.
Srí Lanka Singapúr Umhverfismál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira