Telur frumvarp um hálendisþjóðgarð dautt og að því verði skipt út fyrir þingsályktun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júní 2021 18:40 Formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs dauðadæmt. Hann á von á því að málinu verði skipt út fyrir þingsályktunartillögu. Mælt er fyrir um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og málið hefur verið stórt hagsmunamál Vinstri grænna. Frumvarpið hefur hins vegar verið umdeilt og til marks um það bárust um 170 umsagnir sem flestar eru neikvæðar. Gestakomum vegna þess er ekki lokið hjá umhverfis- og samgöngunefnd þrátt fyrir að þinglok séu á næsta leyti og nefndarformaður segir málið enn í upplausn. „Ég held að þetta mál sé dautt eins og það liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Af hverju fór þetta svona? „Ég held að það hafi verið klaufalega unnið á fyrri stigum, samráðið var ekki eins og það hefði þurft að vera og allt of lítið tillit tekið annars vegar til sveitarfélaga á þessum nærsvæðum og hins vegar félagasamtaka sem starfa á þessum svæðum. Svo voru sjónarmið bænda að stóru leyti látin liggja á milli hluta.“ Græna svæðið markar hálendisþjóðgarðinn eins og hann ætti að líta út samkvæmt frumvarpinu. Hann telur að frumvarpið muni daga upp í nefnd en á von á nýjum snúningi á málinu. „Það sem meirihlutaflokkarnir virðast vera að skoða núna sín á milli er að færa málið með einhverjum hætti yfir í þingsályktunartillögu. Það er format sem er ekki algengt, ef það hefur verið reynt áður hér í þinginu, þannig við nefndarmenn verðum aðeins að sjá með hvaða hætti það verður lagt fram, væntanlega á morgun eða á fundi á föstudaginn.“ Þingsályktunartillagan gæti þá verið á þann veg að Alþingi feli ráðherra að hefja undirbúning að stofnun miðhálendisþjóðgarðs. „Þetta er nú alveg örugglega ekki það sem umhverfisráðherra sá fyrir sér þegar hann mælti fyrir málinu í desember. En mögulega tekst mönnum að bjarga andlitinu á síðustu metrum þingsins. Menn þurfa að geta horft framan í kjósendur sína. Og það auðvitað hefur legið fyrir að ýmsir fyrirvarar samstarfsflokka Vinstri grænna hafa komið fram svona á seinni stigum en ekki strax í upphafi,“ segir Bergþór. Hálendisþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira
Mælt er fyrir um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og málið hefur verið stórt hagsmunamál Vinstri grænna. Frumvarpið hefur hins vegar verið umdeilt og til marks um það bárust um 170 umsagnir sem flestar eru neikvæðar. Gestakomum vegna þess er ekki lokið hjá umhverfis- og samgöngunefnd þrátt fyrir að þinglok séu á næsta leyti og nefndarformaður segir málið enn í upplausn. „Ég held að þetta mál sé dautt eins og það liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Af hverju fór þetta svona? „Ég held að það hafi verið klaufalega unnið á fyrri stigum, samráðið var ekki eins og það hefði þurft að vera og allt of lítið tillit tekið annars vegar til sveitarfélaga á þessum nærsvæðum og hins vegar félagasamtaka sem starfa á þessum svæðum. Svo voru sjónarmið bænda að stóru leyti látin liggja á milli hluta.“ Græna svæðið markar hálendisþjóðgarðinn eins og hann ætti að líta út samkvæmt frumvarpinu. Hann telur að frumvarpið muni daga upp í nefnd en á von á nýjum snúningi á málinu. „Það sem meirihlutaflokkarnir virðast vera að skoða núna sín á milli er að færa málið með einhverjum hætti yfir í þingsályktunartillögu. Það er format sem er ekki algengt, ef það hefur verið reynt áður hér í þinginu, þannig við nefndarmenn verðum aðeins að sjá með hvaða hætti það verður lagt fram, væntanlega á morgun eða á fundi á föstudaginn.“ Þingsályktunartillagan gæti þá verið á þann veg að Alþingi feli ráðherra að hefja undirbúning að stofnun miðhálendisþjóðgarðs. „Þetta er nú alveg örugglega ekki það sem umhverfisráðherra sá fyrir sér þegar hann mælti fyrir málinu í desember. En mögulega tekst mönnum að bjarga andlitinu á síðustu metrum þingsins. Menn þurfa að geta horft framan í kjósendur sína. Og það auðvitað hefur legið fyrir að ýmsir fyrirvarar samstarfsflokka Vinstri grænna hafa komið fram svona á seinni stigum en ekki strax í upphafi,“ segir Bergþór.
Hálendisþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira