Telur frumvarp um hálendisþjóðgarð dautt og að því verði skipt út fyrir þingsályktun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júní 2021 18:40 Formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs dauðadæmt. Hann á von á því að málinu verði skipt út fyrir þingsályktunartillögu. Mælt er fyrir um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og málið hefur verið stórt hagsmunamál Vinstri grænna. Frumvarpið hefur hins vegar verið umdeilt og til marks um það bárust um 170 umsagnir sem flestar eru neikvæðar. Gestakomum vegna þess er ekki lokið hjá umhverfis- og samgöngunefnd þrátt fyrir að þinglok séu á næsta leyti og nefndarformaður segir málið enn í upplausn. „Ég held að þetta mál sé dautt eins og það liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Af hverju fór þetta svona? „Ég held að það hafi verið klaufalega unnið á fyrri stigum, samráðið var ekki eins og það hefði þurft að vera og allt of lítið tillit tekið annars vegar til sveitarfélaga á þessum nærsvæðum og hins vegar félagasamtaka sem starfa á þessum svæðum. Svo voru sjónarmið bænda að stóru leyti látin liggja á milli hluta.“ Græna svæðið markar hálendisþjóðgarðinn eins og hann ætti að líta út samkvæmt frumvarpinu. Hann telur að frumvarpið muni daga upp í nefnd en á von á nýjum snúningi á málinu. „Það sem meirihlutaflokkarnir virðast vera að skoða núna sín á milli er að færa málið með einhverjum hætti yfir í þingsályktunartillögu. Það er format sem er ekki algengt, ef það hefur verið reynt áður hér í þinginu, þannig við nefndarmenn verðum aðeins að sjá með hvaða hætti það verður lagt fram, væntanlega á morgun eða á fundi á föstudaginn.“ Þingsályktunartillagan gæti þá verið á þann veg að Alþingi feli ráðherra að hefja undirbúning að stofnun miðhálendisþjóðgarðs. „Þetta er nú alveg örugglega ekki það sem umhverfisráðherra sá fyrir sér þegar hann mælti fyrir málinu í desember. En mögulega tekst mönnum að bjarga andlitinu á síðustu metrum þingsins. Menn þurfa að geta horft framan í kjósendur sína. Og það auðvitað hefur legið fyrir að ýmsir fyrirvarar samstarfsflokka Vinstri grænna hafa komið fram svona á seinni stigum en ekki strax í upphafi,“ segir Bergþór. Hálendisþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Mælt er fyrir um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og málið hefur verið stórt hagsmunamál Vinstri grænna. Frumvarpið hefur hins vegar verið umdeilt og til marks um það bárust um 170 umsagnir sem flestar eru neikvæðar. Gestakomum vegna þess er ekki lokið hjá umhverfis- og samgöngunefnd þrátt fyrir að þinglok séu á næsta leyti og nefndarformaður segir málið enn í upplausn. „Ég held að þetta mál sé dautt eins og það liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Af hverju fór þetta svona? „Ég held að það hafi verið klaufalega unnið á fyrri stigum, samráðið var ekki eins og það hefði þurft að vera og allt of lítið tillit tekið annars vegar til sveitarfélaga á þessum nærsvæðum og hins vegar félagasamtaka sem starfa á þessum svæðum. Svo voru sjónarmið bænda að stóru leyti látin liggja á milli hluta.“ Græna svæðið markar hálendisþjóðgarðinn eins og hann ætti að líta út samkvæmt frumvarpinu. Hann telur að frumvarpið muni daga upp í nefnd en á von á nýjum snúningi á málinu. „Það sem meirihlutaflokkarnir virðast vera að skoða núna sín á milli er að færa málið með einhverjum hætti yfir í þingsályktunartillögu. Það er format sem er ekki algengt, ef það hefur verið reynt áður hér í þinginu, þannig við nefndarmenn verðum aðeins að sjá með hvaða hætti það verður lagt fram, væntanlega á morgun eða á fundi á föstudaginn.“ Þingsályktunartillagan gæti þá verið á þann veg að Alþingi feli ráðherra að hefja undirbúning að stofnun miðhálendisþjóðgarðs. „Þetta er nú alveg örugglega ekki það sem umhverfisráðherra sá fyrir sér þegar hann mælti fyrir málinu í desember. En mögulega tekst mönnum að bjarga andlitinu á síðustu metrum þingsins. Menn þurfa að geta horft framan í kjósendur sína. Og það auðvitað hefur legið fyrir að ýmsir fyrirvarar samstarfsflokka Vinstri grænna hafa komið fram svona á seinni stigum en ekki strax í upphafi,“ segir Bergþór.
Hálendisþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira