Helmingur stráka í 10. bekk horfir á klám nokkrum sinnum í viku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2021 20:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Vísir/egill Um helmingur stráka í 10. bekk horfir á klám nokkrum sinnum í viku. Verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar hefur áhyggjur af stöðunni. Börnin séu að horfa á brenglaða hluti og klámáhorfið leiði til breyttrar hegðunar. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Rannsóknar- og greininga sem gerð var í febrúar 2021 horfa þrettán prósent stráka í 10. bekk á klám daglega eða oft á dag og sjö prósent stráka í 8 bekk. Fjörutíu og tvö prósent stráka í 10. bekk horfa á klám nokkrum sinnum í viku. „Það er hópur þarna sem við höfum áhyggjur af sem er að horfa nánast daglega á klám og það er bæði 9. bekkur og 10. bekkur og það er um helmingur,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Börn niður í átta ára horfi á klám Stúlkur á þessum aldri horfi talsvert minna á klám. „Þannig þetta er kynbundið vandamál,“ segir Kolbrún Hrund. Dæmi séu um að börn niður í 8 ára horfi á klám. Hún hefur áhyggjur af stöðinni. Börn séu ekki einungis að horfa á klám fyrir kynferðislega örvun heldur einnig til að læra um kynlíf. „Þetta er að birtast í kynferðisbrotum og bæði inni á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og á Stígamótum eru þau að sjá miklar breytingu á kynferðisbrotum þar sem brotaþolar eru að lýsa nánast klámmynd,“ segir Kolbrún Hrund. Klippa: Gaurar læra aldrei meira um að ríða Börnin sjái brenglaða hluti Kyrkingartök og grófara kynferðisofbeldi sjáist nú í auknum mæli. Þá birtist aukið klámáhorf barna í breyttri hegðun. „Ég er að fá símtöl til mín um það að það sé mikið klámfengið tal og mikil kvenfyrirlitning,“ segir Kolbrún Hrund. Börnin sjái oft mjög brenglaða hluti. „Það er mikil ofbeldi og við erum sjá mörg klámmyndbönd sem tengja fjölskyldumeðlimi saman. Fyrsta skipti með afa eða mamma kennir syni sínum að gera þetta og svo framvegis,“ segir Kolbrún. Ungir karlar lendi í risvandamálum Í dag geti börn nálgast klám hvar og hvenær sem er hafi þau aðgang að netinu. Rannsóknir sýni að klámáhorf svo unga barna geti leitt til oförvunar á kynsvörunarsvæði í heila þeirra. Það þýði að þegar börnin verði fullorðin þurfi þau margfalt meiri örvun til að líkaminn bregðist við. „Sem þýðir að ungir karlar eru að lenda í risvandamálum, annað hvort ná ekki risi eða að halda risi, eða ná ekki að fá fullnægjunu í kynlífi,“ segir Kolbrún Hrund. Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum könnunar Rannsóknar- og greininga sem gerð var í febrúar 2021 horfa þrettán prósent stráka í 10. bekk á klám daglega eða oft á dag og sjö prósent stráka í 8 bekk. Fjörutíu og tvö prósent stráka í 10. bekk horfa á klám nokkrum sinnum í viku. „Það er hópur þarna sem við höfum áhyggjur af sem er að horfa nánast daglega á klám og það er bæði 9. bekkur og 10. bekkur og það er um helmingur,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Börn niður í átta ára horfi á klám Stúlkur á þessum aldri horfi talsvert minna á klám. „Þannig þetta er kynbundið vandamál,“ segir Kolbrún Hrund. Dæmi séu um að börn niður í 8 ára horfi á klám. Hún hefur áhyggjur af stöðinni. Börn séu ekki einungis að horfa á klám fyrir kynferðislega örvun heldur einnig til að læra um kynlíf. „Þetta er að birtast í kynferðisbrotum og bæði inni á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og á Stígamótum eru þau að sjá miklar breytingu á kynferðisbrotum þar sem brotaþolar eru að lýsa nánast klámmynd,“ segir Kolbrún Hrund. Klippa: Gaurar læra aldrei meira um að ríða Börnin sjái brenglaða hluti Kyrkingartök og grófara kynferðisofbeldi sjáist nú í auknum mæli. Þá birtist aukið klámáhorf barna í breyttri hegðun. „Ég er að fá símtöl til mín um það að það sé mikið klámfengið tal og mikil kvenfyrirlitning,“ segir Kolbrún Hrund. Börnin sjái oft mjög brenglaða hluti. „Það er mikil ofbeldi og við erum sjá mörg klámmyndbönd sem tengja fjölskyldumeðlimi saman. Fyrsta skipti með afa eða mamma kennir syni sínum að gera þetta og svo framvegis,“ segir Kolbrún. Ungir karlar lendi í risvandamálum Í dag geti börn nálgast klám hvar og hvenær sem er hafi þau aðgang að netinu. Rannsóknir sýni að klámáhorf svo unga barna geti leitt til oförvunar á kynsvörunarsvæði í heila þeirra. Það þýði að þegar börnin verði fullorðin þurfi þau margfalt meiri örvun til að líkaminn bregðist við. „Sem þýðir að ungir karlar eru að lenda í risvandamálum, annað hvort ná ekki risi eða að halda risi, eða ná ekki að fá fullnægjunu í kynlífi,“ segir Kolbrún Hrund.
Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira