Gefast upp á dónalegum og óhlýðnum ferðamönnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2021 11:43 Meðan borðinn var enn uppi létu margir sér fátt um finnast og fóru samt upp á „Gónhól,“ eins og hann hefur verið kallaður. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk við gosstöðvarnar á Reykjanesi mætir nokkrum dónaskap þegar það reynir að leiðbeina fólki um hvar sé óhætt að vera á gosstöðvunum. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að lögregluborði sem settur var upp milli tveggja hóla á gossvæðinu hafi verið tekinn niður, þar sem illa hafi gengið að fá fólk til að virða lokanir og tilmæli björgunarsveitarfólks. Fólk sé því á eigin ábyrgð á svæðinu. Borðinn var settur upp þar sem hraun gæti farið á milli hólanna tveggja með þeim afleiðingum að fólk festist á öðrum hólnum, sem viðbragðsaðilar á svæðinu hafa tekið upp á að kalla Gónhól. „Það getur skeð hvenær sem er. Hugsanlega opnum við þetta aftur, við erum bara svona að meta það í dag,“ segir Bogi og bætir við að björgunarsveitarfólk mæti miklum dónaskap hjá fólki sem ætli sér ekki að virða tilmæli um öryggi og lokanir á svæðinu. Fólki er enn ráðið frá því að fara upp á hólinn en borðinn hefur verið fjarlægður. „Við mætum bara verulega miklum dónaskap frá fólki út af þessu. Það er bara þannig að fólk er bara dónalegt.“ Eins og sjá má er ekki útilokað að hraun geti flætt milli hólanna tveggja. Myndin er tekin af öðrum hólnum en hóllinn fjær er hinn svokallaði Gónhóll.Vísir/Vilhelm Bogi segir að vegna þessa hafi borðinn verið fjarlægður og fólk fari einfaldlega upp á hólinn á eigin ábyrgð. Hann segir meirihluta fólks sýna aðilum á svæðinu mikla kurteisi, en dónaskapurinn sitji lengur eftir hjá björgunarsveitarfólki. „Við erum náttúrulega ekki að framfylgja svona hlutum fyrir okkur. Þetta er fyrir fólkið, við erum að reyna að halda því náttúrulega öruggu,“ segir Bogi. Stöðug umferð Bogi segir að umferð um svæðið hafi verið nokkuð stöðug upp á síðkastið og að umferðin um svæðið sé engu minni en hún var þegar styttra var frá upphafi gossins í mars á þessu ári. „Þetta helst stöðugt. Svona þúsund manns á virkum dögum og allt upp í þrjú og fimm um helgar,“ segir Bogi. Hann segir að mikið sé um erlenda túrista á svæðinu á virkum dögum en mun blandaðri hópur láti sjá sig á svæðinu um helgar. Gossvæðið er opið fyrir umferð í dag, en Bogi ítrekar við fólk að fara varlega og gæta að sér. Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, tók af gosstöðvunum í gær. Vísir/RAX Vísir/RAX Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að lögregluborði sem settur var upp milli tveggja hóla á gossvæðinu hafi verið tekinn niður, þar sem illa hafi gengið að fá fólk til að virða lokanir og tilmæli björgunarsveitarfólks. Fólk sé því á eigin ábyrgð á svæðinu. Borðinn var settur upp þar sem hraun gæti farið á milli hólanna tveggja með þeim afleiðingum að fólk festist á öðrum hólnum, sem viðbragðsaðilar á svæðinu hafa tekið upp á að kalla Gónhól. „Það getur skeð hvenær sem er. Hugsanlega opnum við þetta aftur, við erum bara svona að meta það í dag,“ segir Bogi og bætir við að björgunarsveitarfólk mæti miklum dónaskap hjá fólki sem ætli sér ekki að virða tilmæli um öryggi og lokanir á svæðinu. Fólki er enn ráðið frá því að fara upp á hólinn en borðinn hefur verið fjarlægður. „Við mætum bara verulega miklum dónaskap frá fólki út af þessu. Það er bara þannig að fólk er bara dónalegt.“ Eins og sjá má er ekki útilokað að hraun geti flætt milli hólanna tveggja. Myndin er tekin af öðrum hólnum en hóllinn fjær er hinn svokallaði Gónhóll.Vísir/Vilhelm Bogi segir að vegna þessa hafi borðinn verið fjarlægður og fólk fari einfaldlega upp á hólinn á eigin ábyrgð. Hann segir meirihluta fólks sýna aðilum á svæðinu mikla kurteisi, en dónaskapurinn sitji lengur eftir hjá björgunarsveitarfólki. „Við erum náttúrulega ekki að framfylgja svona hlutum fyrir okkur. Þetta er fyrir fólkið, við erum að reyna að halda því náttúrulega öruggu,“ segir Bogi. Stöðug umferð Bogi segir að umferð um svæðið hafi verið nokkuð stöðug upp á síðkastið og að umferðin um svæðið sé engu minni en hún var þegar styttra var frá upphafi gossins í mars á þessu ári. „Þetta helst stöðugt. Svona þúsund manns á virkum dögum og allt upp í þrjú og fimm um helgar,“ segir Bogi. Hann segir að mikið sé um erlenda túrista á svæðinu á virkum dögum en mun blandaðri hópur láti sjá sig á svæðinu um helgar. Gossvæðið er opið fyrir umferð í dag, en Bogi ítrekar við fólk að fara varlega og gæta að sér. Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, tók af gosstöðvunum í gær. Vísir/RAX Vísir/RAX
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira