Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 16:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á í harðri baráttu við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann segir í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Engin leið hafi verið fyrir framboðið að vita hverjir væru nýskráðir í flokkinn af kjörskrá sem flokkurinn deilir út til frambjóðenda í prófkjörinu. Upplýsingar um nýskráningar voru sendar á frambjóðendurna síðasta mánudag en Sigurður segir að ábendingarnar hafi borist honum mun fyrr. Á félagskrá flokksins eru einnig persónuupplýsingar eins og kennitala, netfang og heimilisfang flokksmanna. „Við höfum fengið staðfest frá starfsmanni á skrifstofu flokksins að Magnús Sigurbjörnsson var með aðgang að flokksskrá flokksins,“ segir Sigurður Helgi við Vísi. Magnús er bróðir Áslaugar en hann var kosningastjóri hennar til að byrja með í prófkjörsbaráttunni. Sjá einnig: Lykilatriði að notendur samfélagsmiðla viti og samþykki að flokkarnir séu að vinna með upplýsingar. Búið að loka aðganginum Sigurður segir að hann hafi fengið þær skýringar á aðgangi Magnúsar að hann hafi verið fenginn til að búa til auðvelda leið fyrir flokkinn til að senda út póst á alla félagsmenn í einu í gegn um forritið Mailchimp. „Verandi lögfræðingur veit ég það að vinnsluaðili með persónuupplýsingar má ekki gefa neinum aðgang að þeim nema það sé nauðsynlegt og þegar vinnslan er búin þá á að loka þeim aðgangi hið snarasta,“ segir Sigurður Helgi. Hann segist vita til þess að búið sé að loka aðgangi Magnúsar að félagaskrá flokksins. Uppfært kl. 17:00: Magnús Sigurbjörnsson segir ekkert til í ásökunum um að hann hafi nýtt sér aðgang að félagatali flokksins fyrir framboð Áslaugar systur sinnar. Hann hafi ekki haft aðgang að tölvukerfinu frá því að hann var starfsmaður flokksins fyrr á þessu ári en vildi ekki svara því hvenær hafi verið lokað fyrir aðgang hans. Yfirkjörstjórn gæti hins vegar staðfest hvenær hann hefði skráð sig inn í kerfið. Uppfært kl. 17:20: Yfirkjörstjórn fundar Vísir náði tali af Kristínu Edwald, formanni yfirkjörstjórnar flokksins, sem staðfesti að kvörtunin hefði borist. Hún vildi ekki segja neitt annað um málið því yfirkjörstjórnin færi nú yfir það á fundi. Guðlaugur sagður nota félagaskrá 2006 Svipað mál kom upp í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 2006 þegar Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi starfsmaður flokksins, hélt því fram að Guðlaugur hefði einn haft aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörinu. Guðlaugur náði þá öðru sæti í prófkjörinu. Sjá einnig: Guðlaugur einn með nýja skrá. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann segir í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Engin leið hafi verið fyrir framboðið að vita hverjir væru nýskráðir í flokkinn af kjörskrá sem flokkurinn deilir út til frambjóðenda í prófkjörinu. Upplýsingar um nýskráningar voru sendar á frambjóðendurna síðasta mánudag en Sigurður segir að ábendingarnar hafi borist honum mun fyrr. Á félagskrá flokksins eru einnig persónuupplýsingar eins og kennitala, netfang og heimilisfang flokksmanna. „Við höfum fengið staðfest frá starfsmanni á skrifstofu flokksins að Magnús Sigurbjörnsson var með aðgang að flokksskrá flokksins,“ segir Sigurður Helgi við Vísi. Magnús er bróðir Áslaugar en hann var kosningastjóri hennar til að byrja með í prófkjörsbaráttunni. Sjá einnig: Lykilatriði að notendur samfélagsmiðla viti og samþykki að flokkarnir séu að vinna með upplýsingar. Búið að loka aðganginum Sigurður segir að hann hafi fengið þær skýringar á aðgangi Magnúsar að hann hafi verið fenginn til að búa til auðvelda leið fyrir flokkinn til að senda út póst á alla félagsmenn í einu í gegn um forritið Mailchimp. „Verandi lögfræðingur veit ég það að vinnsluaðili með persónuupplýsingar má ekki gefa neinum aðgang að þeim nema það sé nauðsynlegt og þegar vinnslan er búin þá á að loka þeim aðgangi hið snarasta,“ segir Sigurður Helgi. Hann segist vita til þess að búið sé að loka aðgangi Magnúsar að félagaskrá flokksins. Uppfært kl. 17:00: Magnús Sigurbjörnsson segir ekkert til í ásökunum um að hann hafi nýtt sér aðgang að félagatali flokksins fyrir framboð Áslaugar systur sinnar. Hann hafi ekki haft aðgang að tölvukerfinu frá því að hann var starfsmaður flokksins fyrr á þessu ári en vildi ekki svara því hvenær hafi verið lokað fyrir aðgang hans. Yfirkjörstjórn gæti hins vegar staðfest hvenær hann hefði skráð sig inn í kerfið. Uppfært kl. 17:20: Yfirkjörstjórn fundar Vísir náði tali af Kristínu Edwald, formanni yfirkjörstjórnar flokksins, sem staðfesti að kvörtunin hefði borist. Hún vildi ekki segja neitt annað um málið því yfirkjörstjórnin færi nú yfir það á fundi. Guðlaugur sagður nota félagaskrá 2006 Svipað mál kom upp í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 2006 þegar Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi starfsmaður flokksins, hélt því fram að Guðlaugur hefði einn haft aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörinu. Guðlaugur náði þá öðru sæti í prófkjörinu. Sjá einnig: Guðlaugur einn með nýja skrá.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent