Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júní 2021 19:05 Ráðherrarnir Guðlaugur og Áslaug berjast um leiðtogasæti flokksins í Reykjavík. vísir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 1.502 atkvæði höfðu verið talin klukkan 19 en gert er ráð fyrir að um 7.500 hafi tekið þátt í prófkjörinu. Guðlaugur leiðir með 765 atkvæði í fyrsta sætið. Áslaug kemur þar á eftir með 1.001 atkvæði í fyrsta til annað sætið. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, er í þriðja sætinu með 601 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Brynjar Níelsson þingmaður er í fjórða sæti eftir fyrstu tölur, Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra í því fimmta, Birgir Ármannsson þingmaður í sjötta sæti, Kjartan Magnússon, fyrrum borgarfulltrúi, í því sjöunda og í áttunda sætinu er þingmaðurinn Sigríður Á Andersen. Nóttin er ung „Þetta eru nú bara fyrstu tölur. Aðalatriðið er þetta, að þetta er búið að vera stórt prófkjör og mikill gangur. Það hefur verið afskaplega gaman að starfa í þessu, mikil gleði og við höldum bara áfram í því. En eins og ég segi: nóttin er ung og þetta eru bara fyrstu tölur. Það getur allt breyst í þessu," sagði Guðlaugur Þór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Rúv þar sem tölurnar voru kynntar. Atkvæðin sem hafa verið talin eru utankjörfundaratkvæði sem greidd voru fyrr í vikunni og einhver þeirra atkvæða sem greidd voru á kjörstöðum í gær. „Það eru auðvitað tvö oddvitasæti í þessum kjördæmum þannig þetta er bara glæsilegt prófkjör og við getum verið afar stolt af þessu," sagði Áslaug Arna. Næstu tölur verða birtar klukkan 21 og 23 í kvöld. Hér má sjá hvernig atkvæðin skiptast milli efstu átta frambjóðanda samkvæmt fyrstu tölum: Guðlaugur Þór Þórðarson: 765 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 1.001 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 601 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 573 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 753 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 885 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 777 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 675 atkvæði í 1.-8. sæti. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kjörstaðir opnir lengur vegna langra raða Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjörstaði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfirkjörstjórn flokksins. 5. júní 2021 18:38 Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
1.502 atkvæði höfðu verið talin klukkan 19 en gert er ráð fyrir að um 7.500 hafi tekið þátt í prófkjörinu. Guðlaugur leiðir með 765 atkvæði í fyrsta sætið. Áslaug kemur þar á eftir með 1.001 atkvæði í fyrsta til annað sætið. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, er í þriðja sætinu með 601 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Brynjar Níelsson þingmaður er í fjórða sæti eftir fyrstu tölur, Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra í því fimmta, Birgir Ármannsson þingmaður í sjötta sæti, Kjartan Magnússon, fyrrum borgarfulltrúi, í því sjöunda og í áttunda sætinu er þingmaðurinn Sigríður Á Andersen. Nóttin er ung „Þetta eru nú bara fyrstu tölur. Aðalatriðið er þetta, að þetta er búið að vera stórt prófkjör og mikill gangur. Það hefur verið afskaplega gaman að starfa í þessu, mikil gleði og við höldum bara áfram í því. En eins og ég segi: nóttin er ung og þetta eru bara fyrstu tölur. Það getur allt breyst í þessu," sagði Guðlaugur Þór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Rúv þar sem tölurnar voru kynntar. Atkvæðin sem hafa verið talin eru utankjörfundaratkvæði sem greidd voru fyrr í vikunni og einhver þeirra atkvæða sem greidd voru á kjörstöðum í gær. „Það eru auðvitað tvö oddvitasæti í þessum kjördæmum þannig þetta er bara glæsilegt prófkjör og við getum verið afar stolt af þessu," sagði Áslaug Arna. Næstu tölur verða birtar klukkan 21 og 23 í kvöld. Hér má sjá hvernig atkvæðin skiptast milli efstu átta frambjóðanda samkvæmt fyrstu tölum: Guðlaugur Þór Þórðarson: 765 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 1.001 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 601 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 573 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 753 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 885 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 777 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 675 atkvæði í 1.-8. sæti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Guðlaugur Þór Þórðarson: 765 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 1.001 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 601 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 573 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 753 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 885 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 777 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 675 atkvæði í 1.-8. sæti.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kjörstaðir opnir lengur vegna langra raða Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjörstaði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfirkjörstjórn flokksins. 5. júní 2021 18:38 Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Kjörstaðir opnir lengur vegna langra raða Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjörstaði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfirkjörstjórn flokksins. 5. júní 2021 18:38
Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01
Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00