Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2021 19:55 Úr leik kvöldsins. Tim Nwachukwu/Getty Images Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. Gestirnir byrjuðu vægast sagt með látum og voru 15 stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta. Staðan þá 42-27 og ekki skánaði það fyrir heimamenn í öðrum leikhluta, munurinn orðinn 20 stig í hálfleik og ljóst að Philadelphia þurfti á kraftaverki að halda í síðari hálfleik. Hægt og rólega tókst heimamönnum að minnka forskot gestanna og var munurinn kominn niður í 10 stig þegar tvær mínútur og 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Rúmri mínútu síðar var munurinn kominn niður í fimm stig og Joel Embiid minnkaði muninn í þrjú stig skömmu síðar. Bogdanovic with a CLUTCH triple pic.twitter.com/5iZDpnbu3a— NBA TV (@NBATV) June 6, 2021 Bogdan Bogdanović setti svo niður risastóra þriggja stiga körfu og kom gestunum sex stigum yfir þegar 41 sekúndu lifði leiks. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi en þegar 14.9 sekúndur voru eftir var staðan orðin 126-119 Hawks í vil. Embiid og Ben Simmons tókst einhvern veginn að minnka muninn í 126-124 áður en Bogdanović kláraði leikinn af vítalínunni. Frábær endasprettur 76ers dugði ekki til og Hawks er því komið 1-0 yfir í einvíginu, lokatölur 128-124. Trae Young var að venju frábær í liði Hawks með 35 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Bogdan Bogdanović og John Collins vor báðir með 21 stig og Clint Capela var með tvöfalda tvennu, 11 stig og tíu fráköst. TRAE YOUNG. FEELING IT. He's got 25 points at the half.3Q of Game 1 underway on ABC. pic.twitter.com/68hS95NaJd— NBA (@NBA) June 6, 2021 Hjá Philadelphia var Embiid með 39 stig, Seth Curry skoraði 21 og Tobias Harris 20 ásamt því að taka tíu fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira
Gestirnir byrjuðu vægast sagt með látum og voru 15 stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta. Staðan þá 42-27 og ekki skánaði það fyrir heimamenn í öðrum leikhluta, munurinn orðinn 20 stig í hálfleik og ljóst að Philadelphia þurfti á kraftaverki að halda í síðari hálfleik. Hægt og rólega tókst heimamönnum að minnka forskot gestanna og var munurinn kominn niður í 10 stig þegar tvær mínútur og 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Rúmri mínútu síðar var munurinn kominn niður í fimm stig og Joel Embiid minnkaði muninn í þrjú stig skömmu síðar. Bogdanovic with a CLUTCH triple pic.twitter.com/5iZDpnbu3a— NBA TV (@NBATV) June 6, 2021 Bogdan Bogdanović setti svo niður risastóra þriggja stiga körfu og kom gestunum sex stigum yfir þegar 41 sekúndu lifði leiks. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi en þegar 14.9 sekúndur voru eftir var staðan orðin 126-119 Hawks í vil. Embiid og Ben Simmons tókst einhvern veginn að minnka muninn í 126-124 áður en Bogdanović kláraði leikinn af vítalínunni. Frábær endasprettur 76ers dugði ekki til og Hawks er því komið 1-0 yfir í einvíginu, lokatölur 128-124. Trae Young var að venju frábær í liði Hawks með 35 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Bogdan Bogdanović og John Collins vor báðir með 21 stig og Clint Capela var með tvöfalda tvennu, 11 stig og tíu fráköst. TRAE YOUNG. FEELING IT. He's got 25 points at the half.3Q of Game 1 underway on ABC. pic.twitter.com/68hS95NaJd— NBA (@NBA) June 6, 2021 Hjá Philadelphia var Embiid með 39 stig, Seth Curry skoraði 21 og Tobias Harris 20 ásamt því að taka tíu fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira