Lögregluyfirvöld léku á glæpahópa með njósnaforriti Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 8. júní 2021 08:39 Ríkislögreglustjórinn Reece Kershaw og forsætisráðherrann Scott Morrison greina frá aðgerðinni á blaðamannafundi. epa/Dean Lewins Lögregluyfirvöld víða um heim hafa handtekið hundruð glæpamanna þökk sé smáforriti sem starfrækt var af bandarísku alríkislögreglunni. Um var að ræða spjallforrit sem komið var í dreifingu meðal glæpahópa og gat lögregla þannig njósnað um öll samtöl sem fóru fram í forritinu. Notkun löggæsluyfirvalda á appinu hefur leitt til handtaka í átján ríkjum. Í Ástralíu hafa 224 verið handteknir og þá hefur lögregla þar í landi gripið til aðgerða í tuttugu tilvikum þar sem rætt var um morð. Forsætisráðherra landsins, Scott Morrisson, segir um að ræða þungt högg fyrir skipulagða glæpastarfsemi en áströlsk lögreguyfirvöld skipulögðu aðgerðina í samvinnu við FBI. Von er á frekari upplýsingum um málið frá FBI og Europol í dag. Meðal handteknu eru einstaklingar sem eru taldir vera tengdir mafíunni og skipulögðum glæpahópum. Þá hefur einnig verið lagt hald á vopn, eiturlyf og reiðufé þökk sé appinu, sem ber heitið ANOM. Samkvæmt lögregluyfirvöldum á Nýja-Sjálandi, sem hafa handtekið 35 í tengslum við aðgerðina, hóf FBI að starfrækja ANOM eftir að hafa lokað tveimur öðrum spjallþjónustum sem glæpamenn nýttu sér. Tækjum með appinu var dreift í „undirheimum“ og fyrst notað af hátt settum einstaklingum áður en aðrir fengu traust á því og fóru að nota það. Ástralski fíkniefnasmyglarinn Hakan Ayik er sagður hafa gengt lykilhlutverki í aðgerðinni, þar sem hann mælti óafvitandi með appinu við félaga sína eftir að hafa fengið síma hjá dulbúnum lögreglumönnum. Að sögn lögreglu var aðeins hægt að nálgast umrædda síma hjá öðrum glæpamönnum og hvorki hægt að nota þá til að hringja eða senda tölvupóst, aðeins nota ANOM. Eftir að símarnir komust í dreifingu gat lögregla fylgst með milljónum skilaboða í rauntíma, þar sem lagt var á ráðin um morð, fíkniefnainnflutning og aðra glæpastarfsemi. Lögregla hefur hvatt Ayik til að gefa sig fram en hans sé leitað í undirheimum. Ítarlega frétt um málið er að finna hjá BBC. Bandaríkin Ástralía Nýja-Sjáland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Notkun löggæsluyfirvalda á appinu hefur leitt til handtaka í átján ríkjum. Í Ástralíu hafa 224 verið handteknir og þá hefur lögregla þar í landi gripið til aðgerða í tuttugu tilvikum þar sem rætt var um morð. Forsætisráðherra landsins, Scott Morrisson, segir um að ræða þungt högg fyrir skipulagða glæpastarfsemi en áströlsk lögreguyfirvöld skipulögðu aðgerðina í samvinnu við FBI. Von er á frekari upplýsingum um málið frá FBI og Europol í dag. Meðal handteknu eru einstaklingar sem eru taldir vera tengdir mafíunni og skipulögðum glæpahópum. Þá hefur einnig verið lagt hald á vopn, eiturlyf og reiðufé þökk sé appinu, sem ber heitið ANOM. Samkvæmt lögregluyfirvöldum á Nýja-Sjálandi, sem hafa handtekið 35 í tengslum við aðgerðina, hóf FBI að starfrækja ANOM eftir að hafa lokað tveimur öðrum spjallþjónustum sem glæpamenn nýttu sér. Tækjum með appinu var dreift í „undirheimum“ og fyrst notað af hátt settum einstaklingum áður en aðrir fengu traust á því og fóru að nota það. Ástralski fíkniefnasmyglarinn Hakan Ayik er sagður hafa gengt lykilhlutverki í aðgerðinni, þar sem hann mælti óafvitandi með appinu við félaga sína eftir að hafa fengið síma hjá dulbúnum lögreglumönnum. Að sögn lögreglu var aðeins hægt að nálgast umrædda síma hjá öðrum glæpamönnum og hvorki hægt að nota þá til að hringja eða senda tölvupóst, aðeins nota ANOM. Eftir að símarnir komust í dreifingu gat lögregla fylgst með milljónum skilaboða í rauntíma, þar sem lagt var á ráðin um morð, fíkniefnainnflutning og aðra glæpastarfsemi. Lögregla hefur hvatt Ayik til að gefa sig fram en hans sé leitað í undirheimum. Ítarlega frétt um málið er að finna hjá BBC.
Bandaríkin Ástralía Nýja-Sjáland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila