„Covid lýkur ekki fyrr en því lýkur alls staðar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2021 09:00 Víðir Reynisson minnir á að þegar baráttunni gegn Covid er lokið, svona að mestu, hér á landi muni baráttan færast út fyrir landsteinana. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir baráttuna við kórónuveiruna hvergi nærri búna, þrátt fyrir að bjartari tímar séu fram undan hér á landi. Enn sé langt í land og segir Víðir að við verðum að taka þátt í alþjóðlegri baráttu gegn veirunni. „Covid lýkur hvergi fyrr en því lýkur alls staðar. Við verðum að átta okkur á því að við erum hér í júní 2021 að horfa fram á það að vera búin að bólusetja megnið af þjóðinni og sennilega alla þá sem má bólusetja eftir nokkrar vikur, með fyrstu sprautu,“ sagði Víðir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Á sama tíma er Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að segja það að ef bólusetningarnar ganga vel alls staðar í heiminum að þá í árslok verðum við búin að bólusetja 10 prósent af mannkyninu. Við berum líka mjög mikla ábyrgð á þessu alþjóðasamfélagið sem við erum þátttakendur í.“ Hann segir auðvitað eðlilegt að við einblínum á okkur sjálf til að byrja með en þegar að allir verði orðnir bólusettir hér á landi muni bardaginn færast út fyrir landsteinana. „Við verðum að taka ábyrgð og taka þátt í að bólusetja í öllum löndum. Við verðum að nýta það bóluefni og fjárhagsmöguleika sem við eigum til þess að aðstoða við það að koma bóluefni til allra þeirra landa þar sem þetta gengur mjög hægt,“ segir Víðir. Hann segir ljóst að takist ekki að bólusetja mikinn meirihluta, og minnst einhverja í öllum samfélögum, sé hætta á að veiran malli einhvers staðar og nýtt afbrigði myndist. „Eins og við erum bara búin að sjá síðasta mánuðinn, þá koma upp nú afbrigði sem menn eru meira að segja að velta fyrir sér hvort bóluefni virkar fyrir. Það virðist nú gera í þeim tilfellum sem við erum að sjá núna en við verðum að halda vöku okkar og halda áfram að taka þátt í alþjóðsamfélaginu og berjast gegn þessu, þó svo að baráttan færist út fyrir okkar landamæri og eitthvert annað.“ Telur engin hópsmit hafa komið upp á útskriftahelginni stóru Nú eru um tvær vikur síðan nýjar tilslakanir tóku gildi og segir Víðir það ráðast á næstu dögum hvort við komumst heil út úr þeim. „Nú eru liðnir fjórtán dagar frá því að við fórum í tilslakanir og við erum ekki farin að sjá neitt bakslag ennþá. Ég held að ef tölur gærdagsins eru eins og mér sýnist þær vera að þá er það mjög jákvætt,“ segir hann. „Síðan þegar við sjáum hverjar tölur dagsins í dag verða þá verðum við komin fram yfir þennan venjulega tíma sem við höfum séð í ferli á smiti eftir þessa fyrstu stóru helgi eftir tilslakanir.“ Hann segir útlit fyrir það að engin fjölmenn hópsmit hafi komið upp helgina eftir tilslakanirnar, þegar fjölmörg ungmenni útskrifuðust úr menntaskóla og skemmtanir voru víða um borgina. „Þessar áhyggjur sem við höfðum af þessari útskriftahelgi að þar var að safnast saman gríðarlega stór hópur ungs fólks sem var ekki búinn að fá bólusetningu. Það fólk sem var mest á ferðinni þar, nýstúdentarnir og árgangarnir þar fyrir ofan voru óbólusetti,“ segir Víðir. „Það er reyndar þannig að mikið af ungu fólki er búið að fá bólusetningu vegna sumarvinnunnar sinnar. Það auðvitað hjálpar til við að slíta keðjuna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Covid lýkur hvergi fyrr en því lýkur alls staðar. Við verðum að átta okkur á því að við erum hér í júní 2021 að horfa fram á það að vera búin að bólusetja megnið af þjóðinni og sennilega alla þá sem má bólusetja eftir nokkrar vikur, með fyrstu sprautu,“ sagði Víðir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Á sama tíma er Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að segja það að ef bólusetningarnar ganga vel alls staðar í heiminum að þá í árslok verðum við búin að bólusetja 10 prósent af mannkyninu. Við berum líka mjög mikla ábyrgð á þessu alþjóðasamfélagið sem við erum þátttakendur í.“ Hann segir auðvitað eðlilegt að við einblínum á okkur sjálf til að byrja með en þegar að allir verði orðnir bólusettir hér á landi muni bardaginn færast út fyrir landsteinana. „Við verðum að taka ábyrgð og taka þátt í að bólusetja í öllum löndum. Við verðum að nýta það bóluefni og fjárhagsmöguleika sem við eigum til þess að aðstoða við það að koma bóluefni til allra þeirra landa þar sem þetta gengur mjög hægt,“ segir Víðir. Hann segir ljóst að takist ekki að bólusetja mikinn meirihluta, og minnst einhverja í öllum samfélögum, sé hætta á að veiran malli einhvers staðar og nýtt afbrigði myndist. „Eins og við erum bara búin að sjá síðasta mánuðinn, þá koma upp nú afbrigði sem menn eru meira að segja að velta fyrir sér hvort bóluefni virkar fyrir. Það virðist nú gera í þeim tilfellum sem við erum að sjá núna en við verðum að halda vöku okkar og halda áfram að taka þátt í alþjóðsamfélaginu og berjast gegn þessu, þó svo að baráttan færist út fyrir okkar landamæri og eitthvert annað.“ Telur engin hópsmit hafa komið upp á útskriftahelginni stóru Nú eru um tvær vikur síðan nýjar tilslakanir tóku gildi og segir Víðir það ráðast á næstu dögum hvort við komumst heil út úr þeim. „Nú eru liðnir fjórtán dagar frá því að við fórum í tilslakanir og við erum ekki farin að sjá neitt bakslag ennþá. Ég held að ef tölur gærdagsins eru eins og mér sýnist þær vera að þá er það mjög jákvætt,“ segir hann. „Síðan þegar við sjáum hverjar tölur dagsins í dag verða þá verðum við komin fram yfir þennan venjulega tíma sem við höfum séð í ferli á smiti eftir þessa fyrstu stóru helgi eftir tilslakanir.“ Hann segir útlit fyrir það að engin fjölmenn hópsmit hafi komið upp helgina eftir tilslakanirnar, þegar fjölmörg ungmenni útskrifuðust úr menntaskóla og skemmtanir voru víða um borgina. „Þessar áhyggjur sem við höfðum af þessari útskriftahelgi að þar var að safnast saman gríðarlega stór hópur ungs fólks sem var ekki búinn að fá bólusetningu. Það fólk sem var mest á ferðinni þar, nýstúdentarnir og árgangarnir þar fyrir ofan voru óbólusetti,“ segir Víðir. „Það er reyndar þannig að mikið af ungu fólki er búið að fá bólusetningu vegna sumarvinnunnar sinnar. Það auðvitað hjálpar til við að slíta keðjuna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira