Svanasöngur og kosningaloforð í síðustu eldhúsdagsumræðum kjörtímabilsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2021 12:11 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri Grænna tók þátt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í hinsta sinn. Hann kveður stjórnmálin að loknu kjörtímabili eftir hátt í fjörutíu ára þingsetu. vísir/vilhelm Kosningaloforð og gagnrýni á ríkisstjórnina lituðu síðustu eldhúsdagsumræður kjörtímabilsins sem fóru fram á Alþingi í gærkvöldi. Steingrímur J. Sigfússon flutti þar hinstu uppgjörsræðuna eftir hátt í fjörtíu ára þingsetu. Í eldhúsdagsumræðum er þingveturinn gerður upp og nú sá síðasti á kjörtímabilinu. Einungis þrír þingfundir eru eftir samkvæmt starfsáætlun Alþingis þótt líklegt sé að einhverjum dögum verði bætt við til þess að afgreiða ókláruð mál. Umræður gærkvöldsins lituðust af þessu og fast var skotið á ríkisstjórnina á köflum. Það gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem steig fyrstur í pontu. „Núverandi ríkisstjórn hefur ekki reynst vel. Hún hefur átt sína bestu daga í skjóli faraldursins. Því minna sem rætt var um stjórnmál, því betra fyrir ríkisstjórnina, stjórn sem mynduð var sem kerfisstjórn, hagsmunabandalag sem snerist um að skipta á milli sín ráðherrastólum fremur en pólitíska sýn,“ sagði Sigmundur Davíð. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata sem sagði sig úr Vinstri Grænum á kjörtímabilinu, sagði ótta sinn um að flokkurinn yrði samdauna samstarfsflokkum sínum hafa raungerst; þeirra helstu áherslur hafi ekki náð í gegnum þingið. „Meira að segja mál sem áttu að vera vel varin í stjórnarsáttmálanum hafa átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu. Eins og sést kannski skýrast á hálendisþjóðgarðinum, þar sem andstaðan hefur verið lang mest innan stjórnarliðsins,“ sagði Andrés. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, sló á þetta „Ég tel að það sem þetta kjörtímabil hafi sannað er að Vinstri hreyfingin grænt framboð er afl sem þorir því þarf kjark til þess að stíga inn og leiða umdeilt ríkisstjórnarsamstarf með pólitískum andstæðingum,“ sagði Bjarkey. Hún benti á mál sem hafa verið kláruð á kjörtímabilinu, líkt og lenging fæðingarorlofs, þrepaskipt skattkerfi, hækkun barnabóta, hlutdeildarlán til íbúðarkaupa og sagði forrystuna í faraldrinum hafa verið trausta. „Takk Svandís, takk þríeyki og takk þið öll sem hafið staðið ykkur svo frábærlega vel í gegnum þennan faraldur,“ sagði Bjarkey. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi framgöngu ríkisstjórnarinnar í málum Samherja, sagði hana hafa kæft einkaframtak í heilbrigðiskerfinu og lagði áherslu á evruna. „Viðreisn vill tryggja stöðugleika og sambærilegt viðskiptafrelsi og nágrannalönd okkar njóta, með því að víkka út EES-samninginn og semja við Evrópusambandið um að tengja krónuna við evru, eins og Danir gera,“ sagði Þorgerður Katrín. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri Grænna, flutti sína síðustu ræðu á eldhúsdegi eftir 38 ára ára þingsetu og hvatti þingmenn til að vinna að því að auka traust og virðingu Alþingis. „Jafn eðlilegt og það er að takast á og nauðsynlegt að gagnrýna það sem er gagnrýnivert er það á hinn bóginn skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað, sem það er ekki, og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. Látum af því,“ sagði Steingrímur. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Í eldhúsdagsumræðum er þingveturinn gerður upp og nú sá síðasti á kjörtímabilinu. Einungis þrír þingfundir eru eftir samkvæmt starfsáætlun Alþingis þótt líklegt sé að einhverjum dögum verði bætt við til þess að afgreiða ókláruð mál. Umræður gærkvöldsins lituðust af þessu og fast var skotið á ríkisstjórnina á köflum. Það gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem steig fyrstur í pontu. „Núverandi ríkisstjórn hefur ekki reynst vel. Hún hefur átt sína bestu daga í skjóli faraldursins. Því minna sem rætt var um stjórnmál, því betra fyrir ríkisstjórnina, stjórn sem mynduð var sem kerfisstjórn, hagsmunabandalag sem snerist um að skipta á milli sín ráðherrastólum fremur en pólitíska sýn,“ sagði Sigmundur Davíð. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata sem sagði sig úr Vinstri Grænum á kjörtímabilinu, sagði ótta sinn um að flokkurinn yrði samdauna samstarfsflokkum sínum hafa raungerst; þeirra helstu áherslur hafi ekki náð í gegnum þingið. „Meira að segja mál sem áttu að vera vel varin í stjórnarsáttmálanum hafa átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu. Eins og sést kannski skýrast á hálendisþjóðgarðinum, þar sem andstaðan hefur verið lang mest innan stjórnarliðsins,“ sagði Andrés. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, sló á þetta „Ég tel að það sem þetta kjörtímabil hafi sannað er að Vinstri hreyfingin grænt framboð er afl sem þorir því þarf kjark til þess að stíga inn og leiða umdeilt ríkisstjórnarsamstarf með pólitískum andstæðingum,“ sagði Bjarkey. Hún benti á mál sem hafa verið kláruð á kjörtímabilinu, líkt og lenging fæðingarorlofs, þrepaskipt skattkerfi, hækkun barnabóta, hlutdeildarlán til íbúðarkaupa og sagði forrystuna í faraldrinum hafa verið trausta. „Takk Svandís, takk þríeyki og takk þið öll sem hafið staðið ykkur svo frábærlega vel í gegnum þennan faraldur,“ sagði Bjarkey. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi framgöngu ríkisstjórnarinnar í málum Samherja, sagði hana hafa kæft einkaframtak í heilbrigðiskerfinu og lagði áherslu á evruna. „Viðreisn vill tryggja stöðugleika og sambærilegt viðskiptafrelsi og nágrannalönd okkar njóta, með því að víkka út EES-samninginn og semja við Evrópusambandið um að tengja krónuna við evru, eins og Danir gera,“ sagði Þorgerður Katrín. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri Grænna, flutti sína síðustu ræðu á eldhúsdegi eftir 38 ára ára þingsetu og hvatti þingmenn til að vinna að því að auka traust og virðingu Alþingis. „Jafn eðlilegt og það er að takast á og nauðsynlegt að gagnrýna það sem er gagnrýnivert er það á hinn bóginn skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað, sem það er ekki, og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. Látum af því,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira