„Make JL-húsið Great Again“ Snorri Másson skrifar 12. júní 2021 07:30 Árni Kristjánsson, Bragi Ægisson og Haukur Már Gestsson, þrír eigenda Skor í JL-húsinu. Aðsend mynd Rekstur er hafinn á enn einum pílustaðnum á höfuðborgarsvæðinu, sem út af fyrir sig væri ekki í frásögur færandi enda spretta þeir upp eins og gorkúlur nú um mundir. Pílubarinn Skor er hins vegar boðberi nýrra tíma að því leyti að eigendur hans ákváðu að koma honum á kopp í JL-húsinu við Hringbraut, á gríðarstórri jarðhæð sem staðið hefur auð í nokkur ár. „Ég held að þetta JL-hús sé bara mjög vanmetið. Ég held að það hafi kannski verið einhver neikvæðni í garð hússins en hún á ekki rétt á sér,“ segir Bragi Ægisson, framkvæmdastjóri 0101 ehf., sem rekur Skor. Það eru allir í pílu.Aðsend mynd „Nú er bara að Make JL-húsið Great Again,“ segir Bragi, sem býður einnig upp á karókí í rýminu. Áður var Skor í tímabundnu húsnæði á Hafnartorgi. Á árum áður var verslun Nóatúns lengi í húsnæðinu, alveg þar til hótelið Oddsson tók við og var með móttöku og veitingastað í rýminu. Frá dögum Oddsson eru enn innréttingar fyrir karókí, sem eru færðar í nyt í nýrri starfsemi. Hótelið hætti starfsemi á staðnum 2018. „Pílan er náttúrulega búin að vera vinsæl. Að mörgu leyti er það vegna sjónvarpsins. En hérna er þetta ekki endilega bara pílan. Þetta er bara stemning sem hentar vel fyrir hópa,“ segir Bragi. Cariokeí-málið Hóparnir finna sig einmitt einnig í karókí, eða „cariokeí“, eins og stendur utan á staðnum. Sá ritháttur hefur farið öfugt ofan í suma. Bragi: „Er þetta ekki skrifað svona? Þetta var okkar besta gisk, alla vega.“ „Við erum að tala um cariokeí,“ sagði maðurinn. Bragi útskýrir að enginn viti hvernig eigi að skrifa karókí en á það má benda að íslensk orðabók talar um „karókí“. En eigi óhefðbundinn rithátturinn að vekja athygli í þessu tilviki, hefur það ætlunarverk tekist. Staðurinn opnaði í síðustu viku og var fullur alla helgi eins og mátti búast við af Íslendingum í afléttingarfasa eftir fimbulvetur. Bragi og félagar vilja hreiðra almennilega um sig í JL-húsinu og ætla að stækka staðinn hægt og rólega, enda nægt svigrúm innan rýmisins til slíks. HVERS KONAR GLÆPUR ER ÞETTA? CARIOKEÍ? Ég er traumatized. pic.twitter.com/5ZrqOZQJS0— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) June 6, 2021 Reykjavík Pílukast Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið hjá Oddsson í JL-húsinu og Þjóðverjar mæta á svæðið Eigandinn þögull sem gröfinn um hvað til stendur. 14. september 2018 11:45 XO á Hringbraut kveður Forsvarsmenn XO hafa lokað veitingastað sínum við Hringbraut í JL-húsinu í vesturbænum í Reykjavík. Ástæðan er sögð breytingar á rekstri í húsnæðinu. 1. júlí 2019 16:34 Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Pílubarinn Skor er hins vegar boðberi nýrra tíma að því leyti að eigendur hans ákváðu að koma honum á kopp í JL-húsinu við Hringbraut, á gríðarstórri jarðhæð sem staðið hefur auð í nokkur ár. „Ég held að þetta JL-hús sé bara mjög vanmetið. Ég held að það hafi kannski verið einhver neikvæðni í garð hússins en hún á ekki rétt á sér,“ segir Bragi Ægisson, framkvæmdastjóri 0101 ehf., sem rekur Skor. Það eru allir í pílu.Aðsend mynd „Nú er bara að Make JL-húsið Great Again,“ segir Bragi, sem býður einnig upp á karókí í rýminu. Áður var Skor í tímabundnu húsnæði á Hafnartorgi. Á árum áður var verslun Nóatúns lengi í húsnæðinu, alveg þar til hótelið Oddsson tók við og var með móttöku og veitingastað í rýminu. Frá dögum Oddsson eru enn innréttingar fyrir karókí, sem eru færðar í nyt í nýrri starfsemi. Hótelið hætti starfsemi á staðnum 2018. „Pílan er náttúrulega búin að vera vinsæl. Að mörgu leyti er það vegna sjónvarpsins. En hérna er þetta ekki endilega bara pílan. Þetta er bara stemning sem hentar vel fyrir hópa,“ segir Bragi. Cariokeí-málið Hóparnir finna sig einmitt einnig í karókí, eða „cariokeí“, eins og stendur utan á staðnum. Sá ritháttur hefur farið öfugt ofan í suma. Bragi: „Er þetta ekki skrifað svona? Þetta var okkar besta gisk, alla vega.“ „Við erum að tala um cariokeí,“ sagði maðurinn. Bragi útskýrir að enginn viti hvernig eigi að skrifa karókí en á það má benda að íslensk orðabók talar um „karókí“. En eigi óhefðbundinn rithátturinn að vekja athygli í þessu tilviki, hefur það ætlunarverk tekist. Staðurinn opnaði í síðustu viku og var fullur alla helgi eins og mátti búast við af Íslendingum í afléttingarfasa eftir fimbulvetur. Bragi og félagar vilja hreiðra almennilega um sig í JL-húsinu og ætla að stækka staðinn hægt og rólega, enda nægt svigrúm innan rýmisins til slíks. HVERS KONAR GLÆPUR ER ÞETTA? CARIOKEÍ? Ég er traumatized. pic.twitter.com/5ZrqOZQJS0— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) June 6, 2021
Reykjavík Pílukast Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið hjá Oddsson í JL-húsinu og Þjóðverjar mæta á svæðið Eigandinn þögull sem gröfinn um hvað til stendur. 14. september 2018 11:45 XO á Hringbraut kveður Forsvarsmenn XO hafa lokað veitingastað sínum við Hringbraut í JL-húsinu í vesturbænum í Reykjavík. Ástæðan er sögð breytingar á rekstri í húsnæðinu. 1. júlí 2019 16:34 Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Ballið búið hjá Oddsson í JL-húsinu og Þjóðverjar mæta á svæðið Eigandinn þögull sem gröfinn um hvað til stendur. 14. september 2018 11:45
XO á Hringbraut kveður Forsvarsmenn XO hafa lokað veitingastað sínum við Hringbraut í JL-húsinu í vesturbænum í Reykjavík. Ástæðan er sögð breytingar á rekstri í húsnæðinu. 1. júlí 2019 16:34
Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16