Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júní 2021 19:17 Ragnar Örn Óttósson, faðir sjö ára stúlku sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. VÍSIR/ARNAR Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. Stúlkan sem er sjö ára var á leikvelli í Funafold með bróður sínum og vinkonu þegar atvikið átti sér stað. Ragnar Örn, faðir stúlkunnar, var að vinna á dráttarvél í bakgarði í næsta húsi. „Þegar ég er að bakka vélinni út úr garðinum sé ég skelfingarsvip á húsráðanda, vini mínum, og þá hafði barnið komið til baka grátandi,“ segir Ragnar Örn Ottósson, faðir stúlkunnar. Vinkonan og litli bróðirinn höfðu brugðið sér inn til að fara á klósettið og í sömu andrá hafi maður nálgast dóttur hans. „Hann segir við hana heyrðu viltu ekki koma og sjá hundinn minn. Hún segir nei ég er ekki að fara með þér. Við höfum kennt henni að fara ekki með neinum. Hann grípur þá utan um hana og lyftir henni upp og heldur henni þéttingsfast,“ segir Ragnar. Stúlkan hafi þá brugðist hárrétt við. Leikvöllurinn er í Funafold í Grafarvogi. VÍSIR/ARNAR „Reiðisöskur og grátur og svo gefur hún honum hnéspark í punginn,“ segir Ragnar. Manninum hafi brugðið við og hlaupið á brott. Leit að manninum fór strax af stað og lögreglu bar að garði. Stúlkan gat gefið góða lýsingu á manninum; hann var dökkhærður, klæddur grárri peysu og gráum íþróttabuxum. Ragnar biðlar til nágranna á svæðinu að kanna hvort atvikið hafi mögulega náðst á eftirlitsmyndavélum. Hann furðar sig á því að það sé ekki að minnsta kosti ein myndavél við hvern leikvöll. „Eins og á bensínstöðinni Olís, þar eru örugglega átta myndavélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og netmyndavél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ segir Ragnar. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.Vísir/Arnar Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en maðurinn hefur ekki fundist. Dóttur Ragnars líður ágætlega og segir hann fjölskylduna hafa lagt áherslu á að hrósa henni fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum. „Ég er rosalega stoltur af dóttur minni,“ segir Ragnar. Barnavernd Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
Stúlkan sem er sjö ára var á leikvelli í Funafold með bróður sínum og vinkonu þegar atvikið átti sér stað. Ragnar Örn, faðir stúlkunnar, var að vinna á dráttarvél í bakgarði í næsta húsi. „Þegar ég er að bakka vélinni út úr garðinum sé ég skelfingarsvip á húsráðanda, vini mínum, og þá hafði barnið komið til baka grátandi,“ segir Ragnar Örn Ottósson, faðir stúlkunnar. Vinkonan og litli bróðirinn höfðu brugðið sér inn til að fara á klósettið og í sömu andrá hafi maður nálgast dóttur hans. „Hann segir við hana heyrðu viltu ekki koma og sjá hundinn minn. Hún segir nei ég er ekki að fara með þér. Við höfum kennt henni að fara ekki með neinum. Hann grípur þá utan um hana og lyftir henni upp og heldur henni þéttingsfast,“ segir Ragnar. Stúlkan hafi þá brugðist hárrétt við. Leikvöllurinn er í Funafold í Grafarvogi. VÍSIR/ARNAR „Reiðisöskur og grátur og svo gefur hún honum hnéspark í punginn,“ segir Ragnar. Manninum hafi brugðið við og hlaupið á brott. Leit að manninum fór strax af stað og lögreglu bar að garði. Stúlkan gat gefið góða lýsingu á manninum; hann var dökkhærður, klæddur grárri peysu og gráum íþróttabuxum. Ragnar biðlar til nágranna á svæðinu að kanna hvort atvikið hafi mögulega náðst á eftirlitsmyndavélum. Hann furðar sig á því að það sé ekki að minnsta kosti ein myndavél við hvern leikvöll. „Eins og á bensínstöðinni Olís, þar eru örugglega átta myndavélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og netmyndavél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ segir Ragnar. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.Vísir/Arnar Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en maðurinn hefur ekki fundist. Dóttur Ragnars líður ágætlega og segir hann fjölskylduna hafa lagt áherslu á að hrósa henni fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum. „Ég er rosalega stoltur af dóttur minni,“ segir Ragnar.
Barnavernd Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira