Hvað hafa fordæmalausu tímarnir kennt okkur? Stöldrum við! Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar 9. júní 2021 07:00 Kröfurnar herja á okkur úr öllum áttum og fyrir mörg okkar er vinnudagurinn sannarlega ekki búinn þegar við stimplum okkur út. Mögulega þarf að klára einhverja vinnu heima, svara nokkrum póstum á milli baða hjá börnunum og aðeins ná upp lestrinum á fréttamiðlunum. Svo þarf að hlusta á hlaðvarpið sem vinnufélaginn mælti með. Þá tekur við fundur hjá einhverju félagasamtakanna, nefndarfundir ýmis konar, foreldrafélagið og bekkjarkvöld. Svo þarf hugsanlega að sinna veikum ættingja, já og klára háskólanámið eða bæta við sig diplómu í fjarnámi með vinnu, að ógleymdri ræktinni og vinahittingum ýmis konar, svo dæmi séu tekin. Þá á jafnframt eftir að finna tíma fyrir gæðastundir með börnunum sem mögulega flækjast með í allt hitt, jafn þreytt og úrill eftir daginn og við sjálf. Sum þeirra þurfa að vísu að skjótast í tómstundirnar á meðan mamma eða pabbi hlaupa í æðibunugangi um ganga matvöruverslana. Þá er það kvöldmaturinn sem á að innihalda staðgóða næringu og mæta þörfum allra í fjölskyldunni. Já og að ógleymdum makanum; það þarf jú að rækta sambandið og viðhalda nándinni. Svo koma upp hlutir sem við getum ekki stjórnað svo sem verkföll, veikindi og heimsfaraldur. Covid ofan á kröfurnar sem fyrir voru Líf okkar flestra var alveg nógu streituvaldandi fyrir — og ekki bætir úr skák að ofan á kröfurnar og verkefnin bætist við heill heimsfaraldur. Faraldurinn hefur sannarlega krafist mikils sveigjanleika af okkur og flækt allt sem talið er upp hér að ofan. Sumir þessara þátta hafa færst á rafrænt form, sem kallar á annars konar álag þar sem heimilið er í senn griðastaður fjölskyldunnar og fundarrými. Þá hefur það einnig skapað álag að þurfa að fylgjast með hvað fellur niður þennan daginn og hvort við sjálf og börnin eigum að mæta í okkar hefðbundnu dagskrá í raun- eða fjarheimum. Þetta allt eru streituvaldar, sér í lagi ef þeir koma í belg og biðu og sjaldan eða aldrei er ráðrúm til að staldra við. Okkur líður líka gjarnan eins og lítið verði við kröfurnar ráðið — við reynum bara að standast þær — jafnvel þjökuð af samviskubiti. Hvað veldur því að sum okkar virðumst taka allt að okkur, þrátt fyrir að ganga á okkur og mögulega ekki finnast við geta sinnt neinu á þann háttinn sem við hefðum helst kosið? Verum bara nógu fjandi dugleg! Mér hefur sjálfsmatið verið hugleikið upp á síðkastið, sér í lagi í samhengi við kröfurnar og streituna í samfélaginu. Sjálfsmatið er í stuttu máli skoðun okkar á okkur sjálfum og það mótast einkum á barndóms- og unglingsárum. Lágt sjálfsmat mótast af ýmis konar neikvæðri reynslu, svo sem áföllum, einelti og erfiðum samböndum við fólk og af þeim skilaboðum sem við fáum frá umhverfi okkar. Við bætist túlkun okkar sjálfra á eigin frammistöðu. Ein leið til að hafa taumhald á neikvæðum hugsunum um okkur sjálf er að vera bara nógu fjandi dugleg — jafn dugleg og það fólk sem við berum okkur saman við. Þetta gerum við oft á tíðum ómeðvitað, án þess að hafa forsendur til að meta raunverulegar aðstæður annarra, oft aðeins fyrir áhrif frá samfélagsmiðlum. Þetta gerum við líka í vinnunni. Sama tilfinning kemur upp þegar við erum beðin um að sitja í foreldraráði, vera virk í starfi félagasamtaka, raða upp stólum fyrir þorrablótið og við hinar ýmsu aðstæður. Við eigum jú að vera svo dugleg og leggja málefnunum lið. Dugleg, eins og öll hin! Hvað hefur Covid kennt okkur? En hefur heimsfaraldurinn mögulega hjálpað okkur lítillega þarna? Höfum við ef til vill lært að takmarka okkur á tímum takmarkana? Getur verið að kröfurnar hafi verið óeðlilegar og óraunhæfar fyrir? Það hefur fátt mátt upp á síðkastið, sem er í sjálfu sér ekki skemmtilegt. Það er þó stundum ágætt að gera tilraunir í lífinu og skoða hlutina frá öðru sjónarhorni, sem COVID hefur sannarlega fengið okkur öll til að gera. Ég geri mér grein fyrir að aðstæður eru gjörólíkar manna á milli, þessi dæmi eru mikil einföldun og ekki í samræmi við upplifanir allra. Mörg okkar þurfa að vinna fleiri en eina vinnu, önnur hafa misst vinnuna og þurfa að lifa allt öðru lífi en ég lýsi hér að ofan. Þrátt fyrir það tel ég mörg okkar kannist við þessa líðan og tilfinningu um að vera bara ekki alveg nógu dugleg, klár, falleg, mjó og með allt á hreinu! Sennilega þurfum við einna helst að vera duglegri við að vera ekki svona dugleg og sættast við að það sé í lagi. Hitt er ómögulegt til lengdar. Lærum af fordæmalausum tímum Ég segi: vöndum okkur þegar hjarðónæmi er náð og hugsum um hvernig við sjálf viljum hafa þetta. Veltum fyrir okkur kröfunum með gagnrýnni augum. Má eitthvað bíða betri tíma? Getum við forgangsraðað með einhverjum hætti? Verður meiri tími þegar börnin eru orðin aðeins eldri? Má þeim stundum leiðast? Hvað gerist ef við missum af fjölskylduboði eða vinahittingi stöku sinnum? Getum við varið minni tíma á samfélagsmiðlum? Er mögulegt að vinna vinnuna bara í vinnunni? Má stundum bara slaka á og hvíla sig án samviskubits? Má skoða kröfurnar í lífinu án stöðugrar sjálfsgagnrýni? Erum við kannski bara alveg nóg? Höfundur er sálfræðingur hjá Lífi og sál, tveggja barna móðir og eiginkona sem syngur með stórsveit, situr í nefnd, spilar gigg og langar að byrja aftur í skátunum en hefur notið þess upp á síðkastið að slaka meira á og njóta lífsins með kallinum og börnunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Kröfurnar herja á okkur úr öllum áttum og fyrir mörg okkar er vinnudagurinn sannarlega ekki búinn þegar við stimplum okkur út. Mögulega þarf að klára einhverja vinnu heima, svara nokkrum póstum á milli baða hjá börnunum og aðeins ná upp lestrinum á fréttamiðlunum. Svo þarf að hlusta á hlaðvarpið sem vinnufélaginn mælti með. Þá tekur við fundur hjá einhverju félagasamtakanna, nefndarfundir ýmis konar, foreldrafélagið og bekkjarkvöld. Svo þarf hugsanlega að sinna veikum ættingja, já og klára háskólanámið eða bæta við sig diplómu í fjarnámi með vinnu, að ógleymdri ræktinni og vinahittingum ýmis konar, svo dæmi séu tekin. Þá á jafnframt eftir að finna tíma fyrir gæðastundir með börnunum sem mögulega flækjast með í allt hitt, jafn þreytt og úrill eftir daginn og við sjálf. Sum þeirra þurfa að vísu að skjótast í tómstundirnar á meðan mamma eða pabbi hlaupa í æðibunugangi um ganga matvöruverslana. Þá er það kvöldmaturinn sem á að innihalda staðgóða næringu og mæta þörfum allra í fjölskyldunni. Já og að ógleymdum makanum; það þarf jú að rækta sambandið og viðhalda nándinni. Svo koma upp hlutir sem við getum ekki stjórnað svo sem verkföll, veikindi og heimsfaraldur. Covid ofan á kröfurnar sem fyrir voru Líf okkar flestra var alveg nógu streituvaldandi fyrir — og ekki bætir úr skák að ofan á kröfurnar og verkefnin bætist við heill heimsfaraldur. Faraldurinn hefur sannarlega krafist mikils sveigjanleika af okkur og flækt allt sem talið er upp hér að ofan. Sumir þessara þátta hafa færst á rafrænt form, sem kallar á annars konar álag þar sem heimilið er í senn griðastaður fjölskyldunnar og fundarrými. Þá hefur það einnig skapað álag að þurfa að fylgjast með hvað fellur niður þennan daginn og hvort við sjálf og börnin eigum að mæta í okkar hefðbundnu dagskrá í raun- eða fjarheimum. Þetta allt eru streituvaldar, sér í lagi ef þeir koma í belg og biðu og sjaldan eða aldrei er ráðrúm til að staldra við. Okkur líður líka gjarnan eins og lítið verði við kröfurnar ráðið — við reynum bara að standast þær — jafnvel þjökuð af samviskubiti. Hvað veldur því að sum okkar virðumst taka allt að okkur, þrátt fyrir að ganga á okkur og mögulega ekki finnast við geta sinnt neinu á þann háttinn sem við hefðum helst kosið? Verum bara nógu fjandi dugleg! Mér hefur sjálfsmatið verið hugleikið upp á síðkastið, sér í lagi í samhengi við kröfurnar og streituna í samfélaginu. Sjálfsmatið er í stuttu máli skoðun okkar á okkur sjálfum og það mótast einkum á barndóms- og unglingsárum. Lágt sjálfsmat mótast af ýmis konar neikvæðri reynslu, svo sem áföllum, einelti og erfiðum samböndum við fólk og af þeim skilaboðum sem við fáum frá umhverfi okkar. Við bætist túlkun okkar sjálfra á eigin frammistöðu. Ein leið til að hafa taumhald á neikvæðum hugsunum um okkur sjálf er að vera bara nógu fjandi dugleg — jafn dugleg og það fólk sem við berum okkur saman við. Þetta gerum við oft á tíðum ómeðvitað, án þess að hafa forsendur til að meta raunverulegar aðstæður annarra, oft aðeins fyrir áhrif frá samfélagsmiðlum. Þetta gerum við líka í vinnunni. Sama tilfinning kemur upp þegar við erum beðin um að sitja í foreldraráði, vera virk í starfi félagasamtaka, raða upp stólum fyrir þorrablótið og við hinar ýmsu aðstæður. Við eigum jú að vera svo dugleg og leggja málefnunum lið. Dugleg, eins og öll hin! Hvað hefur Covid kennt okkur? En hefur heimsfaraldurinn mögulega hjálpað okkur lítillega þarna? Höfum við ef til vill lært að takmarka okkur á tímum takmarkana? Getur verið að kröfurnar hafi verið óeðlilegar og óraunhæfar fyrir? Það hefur fátt mátt upp á síðkastið, sem er í sjálfu sér ekki skemmtilegt. Það er þó stundum ágætt að gera tilraunir í lífinu og skoða hlutina frá öðru sjónarhorni, sem COVID hefur sannarlega fengið okkur öll til að gera. Ég geri mér grein fyrir að aðstæður eru gjörólíkar manna á milli, þessi dæmi eru mikil einföldun og ekki í samræmi við upplifanir allra. Mörg okkar þurfa að vinna fleiri en eina vinnu, önnur hafa misst vinnuna og þurfa að lifa allt öðru lífi en ég lýsi hér að ofan. Þrátt fyrir það tel ég mörg okkar kannist við þessa líðan og tilfinningu um að vera bara ekki alveg nógu dugleg, klár, falleg, mjó og með allt á hreinu! Sennilega þurfum við einna helst að vera duglegri við að vera ekki svona dugleg og sættast við að það sé í lagi. Hitt er ómögulegt til lengdar. Lærum af fordæmalausum tímum Ég segi: vöndum okkur þegar hjarðónæmi er náð og hugsum um hvernig við sjálf viljum hafa þetta. Veltum fyrir okkur kröfunum með gagnrýnni augum. Má eitthvað bíða betri tíma? Getum við forgangsraðað með einhverjum hætti? Verður meiri tími þegar börnin eru orðin aðeins eldri? Má þeim stundum leiðast? Hvað gerist ef við missum af fjölskylduboði eða vinahittingi stöku sinnum? Getum við varið minni tíma á samfélagsmiðlum? Er mögulegt að vinna vinnuna bara í vinnunni? Má stundum bara slaka á og hvíla sig án samviskubits? Má skoða kröfurnar í lífinu án stöðugrar sjálfsgagnrýni? Erum við kannski bara alveg nóg? Höfundur er sálfræðingur hjá Lífi og sál, tveggja barna móðir og eiginkona sem syngur með stórsveit, situr í nefnd, spilar gigg og langar að byrja aftur í skátunum en hefur notið þess upp á síðkastið að slaka meira á og njóta lífsins með kallinum og börnunum.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun