Halló sjálfstæðismenn í Garðabæ! Nútíminn á líka heima í sveitarfélaginu okkar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 9. júní 2021 08:01 Mengun og kolefnisspor er hin stóra umhverfisvá. Við, sem einstaklingar og samfélag, erum sífellt að leita leiða til að vera ábyrg. Það sýnum við með því að breyta hegðun okkar í þágu þeirra sem landið erfa. Æ fleiri kjósa umhverfisvænan lífsstíl í eigin þágu. Við keppumst við að aðlaða okkur að þessum breytta veruleika. Í því felst að gefa nýjum nálgunum í þágu umhverfisins rými og tækifæri. Umheimurinn kallar allur á umhverfisvænar lausnir í nánast öllu sem við gerum. Eitt af því sem hefur gríðarleg áhrif í viðbrögðum okkar gegn þessari umhverfisvá eru traustar og góðar almenningssamgöngur. Með tilkomu Borgarlínu munum við horfa fram á nýja tíma í almenningssamgöngum. Þessar gríðarlegu mikilvægu breytingar í almenningssamgöngum, sem öll sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, er íbúum gefinn valkostur í samgöngumálum. Þeir munu því geta valið að hafa áþreifanleg áhrif á umhverfi sitt. Kyrrstaðan í Garðabæ Í Garðabæ á sér stað mikil og hröð uppbygging. Meirihlutinn, sem samanstendur af Sjálfstæðismönnum, hefur líka kvittað upp á samning um gjörbreytt aðgengi að almenningssamgöngum í gegnum sveitarfélagið, með tilkomu Borgarlínu. En almenningssamgöngur eru ekki hugsaðar til enda innan sveitarfélagsins. Þær eru ekki settar í forgang í uppbyggingunni, sem mun gera íbúum sem ekki búa næst Borgarlínunni erfiðara með að nýta sér þessa nýju tíma í almenningssamgöngum. Traustar og góðar almenningssamgöngur er ein grunnforsenda fólks sem er að velja sér búsetu til framtíðar. Og lykill til þess að geta valið sér umhverfisvænan lífsstíl. Sáttmálarnir, heimsmarkmiðin og almenningssamgöngur Fleiri og fleiri fjölskyldur kjósa að búa í Garðabæ, sem er frábært. En þessi fjölgun kallar á aukna þjónustu, sem er umfram það sem Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur verið tilbúinn að veita. Það getur verið skellur fyrir nýja Garðbæinga, sem hingað flytja úr öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningssamgöngur eru taldar sjálfsagður partur af grunnþjónustu, að koma hingað og uppgötva að þjónustan er skert. Í öðrum sveitarfélögum eru almenningssamgöngur taldar eðlileg þjónusta í þágu íbúa, fjölskyldna og barnanna. Góðar almenningssamgöngur þýða jafnt aðgengi að annarri þjónustu, eins og íþróttum og tómstundum. Þannig geta slakar almenningssamgöngur hæglega dregið úr ástundum barna og ungmenna í íþróttastarfi. Það á ekki að þurfa að treysta á vilja og getu foreldra til að hendast úr vinnu til að standa í skutli. Samfélag sem treystir á skutl foreldra getur seint talist til fyrirmyndar sveitarfélag, sem hefur kvittað upp á samfélagssáttmála um heilsueflandi samfélag og innleiðingu 11 heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar borgir. Hver er framtíðarsýnin? Garðabæjarlistinn hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum og sýn meirihlutans í samgöngu og skipulagsmálum. Við höfum kallað eftir kostnaðaráætlunum frá Strætó, til að bæta almenningssamgöngur í Garðabæ. Áætlunin liggur nú fyrir. Það sem liggur ekki fyrir er hvað meirihlutinn ætlar að gera með hana. Hann hreyfir sig ekki. Ekki ennþá. Með bættum almenningssamgöngum getum við tryggt fasta áætlun, sem ýtir undir betri nýtingu á almenningssamgöngum til framtíðar. Áætlaður kostnaður er um 2 m.kr. á ári. Það er nóg til að standa í meirihlutanum sem virðist ekki sjá ávinninginn fyrir íbúa eða umhverfið. Þess í stað höfum við áætlun sem gerir ráð fyrir pöntunarkerfi. Að þurfa að panta strætó, með því að hringja með góðum fyrirvara er letjandi fyrir notendur. Sérstaklega börn og ungmenni. Við sjáum viljann til að framkvæma þegar verkin eru nógu stór. Jafnvel of mikinn vilja þegar betur mætti fara með fé almennings. En metnaðurinn til að tryggja fjölbreytta samgöngukosti á milli hverfa í Garðabæ stendur verulega í meirihlutanum. Því síður fer saman hljóð og mynd þegar meirihlutinn talar fyrir umhverfissjónarmiðum með friðlýsingu lands, vottuðum hverfum, innleiðingu heimsmarkmiðs um sjálfbærar borgir eða hvað annað sem þeim dettur í hug. Umhverfissjónarmiðin eru ekki í forgangi þegar ekki er áhersla á góðar og öruggar almenningssamgöngur. Við viljum einfaldlega gera betur fyrir íbúa því nútíminn hefur þegar stimplað sig inn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Mengun og kolefnisspor er hin stóra umhverfisvá. Við, sem einstaklingar og samfélag, erum sífellt að leita leiða til að vera ábyrg. Það sýnum við með því að breyta hegðun okkar í þágu þeirra sem landið erfa. Æ fleiri kjósa umhverfisvænan lífsstíl í eigin þágu. Við keppumst við að aðlaða okkur að þessum breytta veruleika. Í því felst að gefa nýjum nálgunum í þágu umhverfisins rými og tækifæri. Umheimurinn kallar allur á umhverfisvænar lausnir í nánast öllu sem við gerum. Eitt af því sem hefur gríðarleg áhrif í viðbrögðum okkar gegn þessari umhverfisvá eru traustar og góðar almenningssamgöngur. Með tilkomu Borgarlínu munum við horfa fram á nýja tíma í almenningssamgöngum. Þessar gríðarlegu mikilvægu breytingar í almenningssamgöngum, sem öll sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, er íbúum gefinn valkostur í samgöngumálum. Þeir munu því geta valið að hafa áþreifanleg áhrif á umhverfi sitt. Kyrrstaðan í Garðabæ Í Garðabæ á sér stað mikil og hröð uppbygging. Meirihlutinn, sem samanstendur af Sjálfstæðismönnum, hefur líka kvittað upp á samning um gjörbreytt aðgengi að almenningssamgöngum í gegnum sveitarfélagið, með tilkomu Borgarlínu. En almenningssamgöngur eru ekki hugsaðar til enda innan sveitarfélagsins. Þær eru ekki settar í forgang í uppbyggingunni, sem mun gera íbúum sem ekki búa næst Borgarlínunni erfiðara með að nýta sér þessa nýju tíma í almenningssamgöngum. Traustar og góðar almenningssamgöngur er ein grunnforsenda fólks sem er að velja sér búsetu til framtíðar. Og lykill til þess að geta valið sér umhverfisvænan lífsstíl. Sáttmálarnir, heimsmarkmiðin og almenningssamgöngur Fleiri og fleiri fjölskyldur kjósa að búa í Garðabæ, sem er frábært. En þessi fjölgun kallar á aukna þjónustu, sem er umfram það sem Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur verið tilbúinn að veita. Það getur verið skellur fyrir nýja Garðbæinga, sem hingað flytja úr öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningssamgöngur eru taldar sjálfsagður partur af grunnþjónustu, að koma hingað og uppgötva að þjónustan er skert. Í öðrum sveitarfélögum eru almenningssamgöngur taldar eðlileg þjónusta í þágu íbúa, fjölskyldna og barnanna. Góðar almenningssamgöngur þýða jafnt aðgengi að annarri þjónustu, eins og íþróttum og tómstundum. Þannig geta slakar almenningssamgöngur hæglega dregið úr ástundum barna og ungmenna í íþróttastarfi. Það á ekki að þurfa að treysta á vilja og getu foreldra til að hendast úr vinnu til að standa í skutli. Samfélag sem treystir á skutl foreldra getur seint talist til fyrirmyndar sveitarfélag, sem hefur kvittað upp á samfélagssáttmála um heilsueflandi samfélag og innleiðingu 11 heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar borgir. Hver er framtíðarsýnin? Garðabæjarlistinn hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum og sýn meirihlutans í samgöngu og skipulagsmálum. Við höfum kallað eftir kostnaðaráætlunum frá Strætó, til að bæta almenningssamgöngur í Garðabæ. Áætlunin liggur nú fyrir. Það sem liggur ekki fyrir er hvað meirihlutinn ætlar að gera með hana. Hann hreyfir sig ekki. Ekki ennþá. Með bættum almenningssamgöngum getum við tryggt fasta áætlun, sem ýtir undir betri nýtingu á almenningssamgöngum til framtíðar. Áætlaður kostnaður er um 2 m.kr. á ári. Það er nóg til að standa í meirihlutanum sem virðist ekki sjá ávinninginn fyrir íbúa eða umhverfið. Þess í stað höfum við áætlun sem gerir ráð fyrir pöntunarkerfi. Að þurfa að panta strætó, með því að hringja með góðum fyrirvara er letjandi fyrir notendur. Sérstaklega börn og ungmenni. Við sjáum viljann til að framkvæma þegar verkin eru nógu stór. Jafnvel of mikinn vilja þegar betur mætti fara með fé almennings. En metnaðurinn til að tryggja fjölbreytta samgöngukosti á milli hverfa í Garðabæ stendur verulega í meirihlutanum. Því síður fer saman hljóð og mynd þegar meirihlutinn talar fyrir umhverfissjónarmiðum með friðlýsingu lands, vottuðum hverfum, innleiðingu heimsmarkmiðs um sjálfbærar borgir eða hvað annað sem þeim dettur í hug. Umhverfissjónarmiðin eru ekki í forgangi þegar ekki er áhersla á góðar og öruggar almenningssamgöngur. Við viljum einfaldlega gera betur fyrir íbúa því nútíminn hefur þegar stimplað sig inn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun