Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að nú líti út fyrir að norðlægar áttir nái einnig inn á land milli lægða og þar sem stutt sé í kalda loftið norður af landinu. Þá megi búast við að gráni í fjöll á norðanverðu landinu á föstudag til dæmis.
Í dag er útlit fyrir austlæga átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, en hægari á Norðaustur- og Austurlandi. Rigning á sunnanverðu landinu og úrkomuminna norðantil. Hiti víða 8 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-10, en norðaustan 8-15 NV-til. Víða rigning, þó síst NA-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á NA-landi, en 2 til 6 stig á Vestfjörðum.
Á föstudag: Norðan og norðvestan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu N-lands fram eftir degi, en bjart með köflum syðra. Hiti 2 til 14 stig, hlýjast á SA-landi.
Á laugardag: Austlæg átt og skýjað en úrkomulítið, hiti víða 6 til 13 stig. Vaxandi austanátt með rigningu á S-verðu landinu um kvöldið.
Á sunnudag: Norðaustlæg átt og rigning með köflum, en styttir upp SV-til síðdegis. Svalt fyrir norðan og milt syðra.
Á mánudag: Útlit fyrir norðan- og norðvestanátt með skúrum á víð og dreif.
Á þriðjudag: Líkur á austlægari átt með stöku skúrum. Hiti 5 til 10 stig að deginum.