Liverpool sagt búið að bjóða í fyrirliða Roma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2021 15:31 Lorenzo Pellegrini er fjölhæfur og flottur miðjumaður. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Ítalskur landsliðsmaður gæti verið á leiðinni á Anfield í sumar ef marka má fréttir frá Ítalíu. Liverpol er sagt búið að bjóða 25,8 milljónir punda í Lorenzo Pellegrini, fyrirliða Roma. Ítalska blaðið Corriere dello Sport slær þessu upp. Jose Mourinho tók á dögunum við sem knattspyrnustjóri Roma af Paulo Fonseca. Pellegrini er 24 ára gamall miðjumaður og fengi þá það hlutverki að koma í staðinn fyrir Georginio Wijnaldum sem fór á frjálsri sölu til franska liðsins Paris Saint Germain. Liverpool komst ekki að samkomulagi við Wijnaldum um nýjan samning við hollenska landsliðsmanninn sem ætlaði að semja við Barcelona en fékk síðan miklu betra tilboð frá PSG. Latest Liverpool transfers news and rumours - Lorenzo Pellegrini release clause detailed, Gini Wijnaldum 'panic button'#LFC https://t.co/MgRcYSksPV— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) June 6, 2021 Lorenzo Pellegrini er uppalinn hjá Roma og hefur spilað með aðallliði félagsins frá árinu 2017 þegar félagið nýtti sér endurkaupsrétt eftir að hafa selt hann til Sassuolo. Hann tók við fyrirliðabandinu á þessu tímabili. Pellegrini er fjölhæfur miðjumaður, sem spilaði sem miðvörður í yngri flokkum og getur bæði sem afturliggjandi miðjumaður sem og fyrir aftan framherjana. Jordan Henderson, Fabinho og James Milner eru allir varnarhugsandi miðjumenn og þeir Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita glíma mikið við meiðsli. Curtis Jones vantar líka meiri reynslu. Jürgen Klopp veit því að hann þarf beittari hníf í leikmannahópinn. Pellegrini var með 7 mörk og 7 stoðsendingar í ítölsku deildinni á nýloknu tímabili en á tímabilinu á undan var hann með 1 mark og 11 stoðsendingar. Pellegrini er í EM-hópi Ítala og fær treyju númer sjö í ítalska landsliðinu á Evrópumótinu sem hefst með leik Ítala og Tyrkja á föstudagskvöldið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Enski boltinn Ítalski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Sjá meira
Liverpol er sagt búið að bjóða 25,8 milljónir punda í Lorenzo Pellegrini, fyrirliða Roma. Ítalska blaðið Corriere dello Sport slær þessu upp. Jose Mourinho tók á dögunum við sem knattspyrnustjóri Roma af Paulo Fonseca. Pellegrini er 24 ára gamall miðjumaður og fengi þá það hlutverki að koma í staðinn fyrir Georginio Wijnaldum sem fór á frjálsri sölu til franska liðsins Paris Saint Germain. Liverpool komst ekki að samkomulagi við Wijnaldum um nýjan samning við hollenska landsliðsmanninn sem ætlaði að semja við Barcelona en fékk síðan miklu betra tilboð frá PSG. Latest Liverpool transfers news and rumours - Lorenzo Pellegrini release clause detailed, Gini Wijnaldum 'panic button'#LFC https://t.co/MgRcYSksPV— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) June 6, 2021 Lorenzo Pellegrini er uppalinn hjá Roma og hefur spilað með aðallliði félagsins frá árinu 2017 þegar félagið nýtti sér endurkaupsrétt eftir að hafa selt hann til Sassuolo. Hann tók við fyrirliðabandinu á þessu tímabili. Pellegrini er fjölhæfur miðjumaður, sem spilaði sem miðvörður í yngri flokkum og getur bæði sem afturliggjandi miðjumaður sem og fyrir aftan framherjana. Jordan Henderson, Fabinho og James Milner eru allir varnarhugsandi miðjumenn og þeir Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita glíma mikið við meiðsli. Curtis Jones vantar líka meiri reynslu. Jürgen Klopp veit því að hann þarf beittari hníf í leikmannahópinn. Pellegrini var með 7 mörk og 7 stoðsendingar í ítölsku deildinni á nýloknu tímabili en á tímabilinu á undan var hann með 1 mark og 11 stoðsendingar. Pellegrini er í EM-hópi Ítala og fær treyju númer sjö í ítalska landsliðinu á Evrópumótinu sem hefst með leik Ítala og Tyrkja á föstudagskvöldið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Enski boltinn Ítalski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Sjá meira