Sveinbjörn fór á HM eftir veikindin en draumurinn um ÓL fjaraði út Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2021 08:01 Sveinbjörn Iura varð að játa sig sigraðan gegn Sungho Lee á HM. IJF/Sabau Gabriela Eftir að hafa veikst vegna kórónuveirunnar og þurft að dvelja í samtals þrjár vikur í einangrun á hótelherbergi vegna þess keppti Sveinbjörn Iura á sínu fyrsta móti eftir veikindin í gær, á sjálfu heimsmeistaramótinu í júdó. Mótið, sem fram fer í Búdapest, var síðasta tækifæri Sveinbjörns til að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hann missti af þremur mikilvægum mótum vegna smitsins. Draumurinn um Ólympíuleikana fjaraði hins vegar út. Þrátt fyrir að hafa ekki náð upp fullum styrk eftir smitið ákvað Sveinbjörn samt að fara á HM. Þar varð hann að sætta sig við tap í fyrstu umferð. Sveinbjörn mætti Sungho Lee frá Suður-Kóreu og tapaði á ippon eftir 83 sekúndna glímu sem sjá má hér að neðan. Sveinbjörn keppir í -81 kg þyngdarflokki og þar varð Belginn Matthias Casse heimsmeistari, með sigri á Tato Grigalashvili frá Georgíu í úrslitum. Sveinbjörn viðurkenndi í viðtali við Vísi í maí að hann væri á leið á HM án þess að vera í því ástandi sem hann vildi: „Maður var búinn að heyra alls konar sögur um að þessi veira væri ekki neitt – bara smákvef og eitthvað – en þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Sveinbjörn í viðtalinu. „Ég var í einangrun í tvær vikur í Tyrklandi, fékk svo neikvætt próf þar en greindist jákvæður á landamærum við komuna til Íslands. Því fór ég í viku í sóttvarnahús. Þetta voru því þrjár vikur þar sem ég var inni á hótelherbergi og mátti ekkert fara. Þegar ég lauk þessari þriggja vikna einangrun var ég svo líka alls ekki í sama ástandi og áður. Ég fór út að skokka og gat varla hlaupið hálfan kílómetra, og þetta tekur líka mikið á andlega. Það myndi gera það fyrir hvern sem er sem þarf að sitja inni í herbergi í þrjár vikur. Það er mikil vinna að rífa sig upp eftir þetta. Þetta hefur ekki verið skemmtilegt og ég óska engum þess að fá þennan viðbjóð,“ sagði Sveinbjörn. Sundkappinn Anton Sveinn McKee er enn eini íslenski íþróttamaðurinn sem náð hefur sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Auk Sveinbjörns hefur Guðlaug Edda Hannesdóttir nú nýlega þurft að játa sig sigraða í baráttunni um sæti á leikunum vegna meiðsla. Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Mótið, sem fram fer í Búdapest, var síðasta tækifæri Sveinbjörns til að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hann missti af þremur mikilvægum mótum vegna smitsins. Draumurinn um Ólympíuleikana fjaraði hins vegar út. Þrátt fyrir að hafa ekki náð upp fullum styrk eftir smitið ákvað Sveinbjörn samt að fara á HM. Þar varð hann að sætta sig við tap í fyrstu umferð. Sveinbjörn mætti Sungho Lee frá Suður-Kóreu og tapaði á ippon eftir 83 sekúndna glímu sem sjá má hér að neðan. Sveinbjörn keppir í -81 kg þyngdarflokki og þar varð Belginn Matthias Casse heimsmeistari, með sigri á Tato Grigalashvili frá Georgíu í úrslitum. Sveinbjörn viðurkenndi í viðtali við Vísi í maí að hann væri á leið á HM án þess að vera í því ástandi sem hann vildi: „Maður var búinn að heyra alls konar sögur um að þessi veira væri ekki neitt – bara smákvef og eitthvað – en þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Sveinbjörn í viðtalinu. „Ég var í einangrun í tvær vikur í Tyrklandi, fékk svo neikvætt próf þar en greindist jákvæður á landamærum við komuna til Íslands. Því fór ég í viku í sóttvarnahús. Þetta voru því þrjár vikur þar sem ég var inni á hótelherbergi og mátti ekkert fara. Þegar ég lauk þessari þriggja vikna einangrun var ég svo líka alls ekki í sama ástandi og áður. Ég fór út að skokka og gat varla hlaupið hálfan kílómetra, og þetta tekur líka mikið á andlega. Það myndi gera það fyrir hvern sem er sem þarf að sitja inni í herbergi í þrjár vikur. Það er mikil vinna að rífa sig upp eftir þetta. Þetta hefur ekki verið skemmtilegt og ég óska engum þess að fá þennan viðbjóð,“ sagði Sveinbjörn. Sundkappinn Anton Sveinn McKee er enn eini íslenski íþróttamaðurinn sem náð hefur sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Auk Sveinbjörns hefur Guðlaug Edda Hannesdóttir nú nýlega þurft að játa sig sigraða í baráttunni um sæti á leikunum vegna meiðsla.
Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira