Stjórnvöld koma hvergi nálægt nýrri skimunarstöð við flugvöllinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. júní 2021 13:53 Öryggismiðstöðin og rannsóknarstofan Sameind reka skimunarstöðina. aðsend Ný einkarekin skimunarstöð fyrir Covid-19 hefur verið opnuð í Reykjanesbæ, skammt frá flugvellinum. Hún er sérstaklega hugsuð fyrir ferðamenn sem þurfa að fara í sýnatöku fyrir brottför úr landinu. Þar verða notuð skyndipróf sem gefa niðurstöðu á fimmtán mínútum. Hver sem er getur þó bókað tíma þar en hvert próf kostar 6.900 krónur. Stjórnvöld koma ekki nálægt rekstri skimunarstöðvarinnar en hana reka rannsóknarstofan sameind og fyrirtækið Öryggismiðstöðin. Að sögn Ómars Arnar Jónssonar, markaðsstjóra Öryggismiðstöðvarinnar, hefur fyrirtækið aðstoðað heilsugæsluna við skimanir og mun halda því áfram en opnar nú nýja stöð á eigin vegum. Stroka í nef en ekki í kok Prófin sem verða notuð kallast Antigen-próf en þau eiga að skila nákvæmri niðurstöðu á aðeins fimmtán mínútum. Ómar Örn segir að nákvæmni niðurstaðna úr prófunum sé tæplega 99 prósent. Hér á landi hafa svokölluð PCR-próf aðallega verið notuð en mun lengri tíma tekur að greina þau. Prófin eru framkvæmd með stroku í nef en ekki í nef og kok eins og PCR-prófin. Siemens framleiðir skyndiprófin. Fimmtán mínútur og voilà!aðsend Skimunarstöðin var opnuð í húsnæði Aðaltorgs við Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ, skammt frá flugvellinum. Hún er aðallega hugsuð fyrir þá sem eru á leið á flugvöllinn en verða að sýna fram á að þeir hafi greinst neikvæðir fyrir Covid-19 fyrir brottför. Skyndiprófin er að sögn Ómars metin fullgild erlendis og getur fólk sýnt neikvæða niðurstöðu úr Antigen-prófi eins og PCR-prófi til að fá að ferðast milli landa. Tími í skimun hjá Öryggismiðstöðinni er bókaður á vefsíðu Öryggismiðstöðvarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Hver sem er getur þó bókað tíma þar en hvert próf kostar 6.900 krónur. Stjórnvöld koma ekki nálægt rekstri skimunarstöðvarinnar en hana reka rannsóknarstofan sameind og fyrirtækið Öryggismiðstöðin. Að sögn Ómars Arnar Jónssonar, markaðsstjóra Öryggismiðstöðvarinnar, hefur fyrirtækið aðstoðað heilsugæsluna við skimanir og mun halda því áfram en opnar nú nýja stöð á eigin vegum. Stroka í nef en ekki í kok Prófin sem verða notuð kallast Antigen-próf en þau eiga að skila nákvæmri niðurstöðu á aðeins fimmtán mínútum. Ómar Örn segir að nákvæmni niðurstaðna úr prófunum sé tæplega 99 prósent. Hér á landi hafa svokölluð PCR-próf aðallega verið notuð en mun lengri tíma tekur að greina þau. Prófin eru framkvæmd með stroku í nef en ekki í nef og kok eins og PCR-prófin. Siemens framleiðir skyndiprófin. Fimmtán mínútur og voilà!aðsend Skimunarstöðin var opnuð í húsnæði Aðaltorgs við Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ, skammt frá flugvellinum. Hún er aðallega hugsuð fyrir þá sem eru á leið á flugvöllinn en verða að sýna fram á að þeir hafi greinst neikvæðir fyrir Covid-19 fyrir brottför. Skyndiprófin er að sögn Ómars metin fullgild erlendis og getur fólk sýnt neikvæða niðurstöðu úr Antigen-prófi eins og PCR-prófi til að fá að ferðast milli landa. Tími í skimun hjá Öryggismiðstöðinni er bókaður á vefsíðu Öryggismiðstöðvarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira